Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 47
Hvað má og ekki má þegar farið er úr svölu loftslagi í hita suðlægra landa Hvernig aðlagast líkaminn miklum og skjótum hitabreytingum og hve lengi tekur það hann? Nú þegar leið margra íslendinga liggur úr svölum íslenskum sumarhita í hásumarhita suðlægra landa — á fáum klukku- stundum — er ekki óeðlilegt að þeir hugi að spurningum sem þessum. Reyndin er sú að mannslíkaminn aðlagast furðu vel nýju og heitara loftslagi. Það er líka staðreynd að hægt er að auðvelda honum þær efnabreytingar sem eiga sér stað við nýjar aðstæður — og á sama hátt er hægt að torvelda þær. Staerstu breytingarnar sem eiga sér staö í líkamanum þegar hann kemst skyndilega í snertingu við stóraukinn lofthita, felast í aukinni útgufun. Einnig verða breytingar í blóðrásinni þannig að blóðið streymir örar út í húöina og til út- lima. í þriðja lagi lækkar líkamshit- inn við kyrrsetu. Hve lengi það tekur líkamann að aðlagast fer eftir því hve mikil hitabreytingin er, en yfirleitt eiga flestar breytingarnar sér stað fyrstu vikuna og 80% til 90% innan næstu tveggja vikna. Og þá er það spurningin um það hvernig viö getum auðveldað lík- amanum að aðlagast auknum hita. Hér eru nokkur ráð: Vökvi: Til þess að viðhalda eöli- legri útgufun frá líkamanum og stuðla að jafnvægi, skiptir mestu máli að líkaminn fái nógan vökva. Þetta má gera með því að drekka að meðaltali tvo lítra af vökva á dag og einn að auki við hverja 10 gráöu aukningu lofthitans, þ.e. fjóra lítra í 20 gráðu hita, fimm lítra við 30 gráðu hita. Salt: Sviti er saltupplausn og því verður líkaminn að fá meira salt eftir því sem útgufunin verður meiri. í Evrópu er gert ráð fyrir að í venjulegum mat fái menn milli 10 og 15 grömm af salti yfir sólar- hringinn. í hitabeltislöndum er saltneyslan allt að því helmingi meiri, þ.e. frá 15 til 25 grömm á sólarhring, og fer saltmagnið eftir hitastigi og áreynslu. Viðurkennt er að heppilegasta leiðin til þess að auka saltneysluna er að salta matinn meira þegar hann er búinn til eða við matar- borðið. Þá má einnig setja salt I drykkjarvatnið. Það er talið lík- legra til árangurs en að taka salt- töflur eða saltpillur því ekki er víst að allt saltið í þeim komist til skila í líkamanum. Umfram allt veröur þó að varast að auka saltneysluna án þess að auka vökvadrykkju. Fatnaður: Klæðnaóur verður að vera þannig að hann auðveldi út- gufun. Hann má ekki falla þétt að líkamanum heldur verður hann að vera rúmur þannig að loft geti auðveldlega leikið milli líkama og klæða. Hann á að vera léttur því reiknað hefur verið út aó aukin þyngd hans um sem nemur einu kg jafngildi einnar gráðu hækkun lofthitans. Einnig er mælt með Ijósum fatnaöi því Ijósir litir endur- kasta frá sér hitanum en dökkir litir draga hitann til sín. Síðast en ekki síst verður fata- efnið að vera þannig að það taki við svitanum og auðveldi þannig frekari útgufun. Hentugasta efnið er bómull sem sígur í sig 50% af þunga sínum í vatni. En hvað með gerviefni sem hafa þann handhæga eiginleika að þau þarf ekki að strauja eða pressa? Þessi efni hrinda frá sér vökva — og þar með svita — og það er ein- mitt þessi eiginleiki sem því veldur að þau koma slétt og felld úr þvotti. Því eru þau ekki heppilegur klæðnaður í hita þegar útgufun líkamans er svo nauðsynleg. Þó ætti það ekki að skaða að þau séu lítillega blönduð bómullarefninu. Ráðið til að hjálpa líkamanum að aðlagast auknum hita er því að drekka mikið af ýmiss konar léttum vökva, auka saltneysluna, klæðast fatnaði úr bómull og forðast þreytu. Þaö skal einnig haft í huga aö alkohól hefur þau áhrif að þaö dregur úr vökvamagninu í líkam- anum. (£2 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.