Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 62
skodun
Skattsvik
Oft heyrum við fólk tala um nauðsyn
þess að taka hart á skattsvikum, og oft sjáum
við tillögur frá stjórnmálamönnum þess efnis að
auka skuli tekjur ríkissjóðs með því að stórefla skatt-
eftirlit.
Við höfum líklega flest litla samúð með þeim sem greiða ekki
sína skatta í samræmi við lög og reglur, og við eigum því erfitt
með að skilja af hverju aldrei verður neitt úr þessum áformum
stjórnmálamannanna að taka rækilega á skattsvikunum.
Kannski er bara ekki hægt að skattsvik skulum við draga upp
auka tekjur ríkissjóðs með því að
taka hart á skattsvikum. Ef það er
rétt, þá förum við að skilja af hverju
stjórnmálamennirnir eru ekki dug-
legri við að ná til skattsvikaranna.
En það hlýtur að segja okkur, að
eitthvað meira en lítið sé bogið við
lög, sem ekki borgar sig að fram-
fylgja.
Mynd úr
neðanjarðarhagkerfinu
Til þess að sjá hvernig það má
vera, að ríkið tapi á því að taka fyrir
mynd úr neðanjarðarhagkerfinu
svokallaða. Þessi mynd er náttúr-
lega aðeins ímyndun eins og allt,
sem sagt er opinberlega um
neðanjarðarhagkerfið verður að
vera.
Setjum okkur í spor eigenda og
starfsmanna bílaverkstæðis. Segj-
um að þetta sé lítið verkstæði með
4—6 menn í vinnu, auk eigandans.
ímyndum okkur, að eigandinn sé
með ríka sjálfsbjargarhvöt og
aðeins í meðallagi umhyggjusam-
ur fyrir velferð fjármálaráöherra og