Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 67

Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 67
greiðlega þá eiga menn alltaf ein- hverja hönk upp í bakið hver á öðrum, menn skulda alltaf hver öðrum einhverja greiða. Sam- hjálparkennd fólks í nútímaþjóð- félagi er sennilega að miklu leyti haldið viö í neðanjarðarhagkerfinu á meðan allir eru að hætta að vera ábyrgir fyrir nokkrum sköpuðum hlut í opinbera hagkerfinu. Neðanjarðarhagkerfið tengist opinbera hagkerfinu Tengsl neðanjarðarhagkerfisins og opinbera hagkerfisins eru mikil og það er mjög mikilvægt að skilja eðli þessara tengsla til að geta metið áhrif aukins skatteftir- lits. Við verðum sérstaklega að gera okkur grein fyrir því hvort aukin viðskipti neðanjarðar leiði til aukinna opinberra viðskipta eða öfugt eða hvort ekkert marktækt samband sé þar á milli. Þessi tengsl neðanjarðarhagkerfisinsog opinbera hagkerfisins eru í fljótu bragði þrenns konar: í fyrsta lagi eru viðskipti flutt á milli, bílaviðgerðir, tannviðgerðir, rukkanir, smíðaverk og svo fram- vegis fara neðanjarðar eða koma upp á yfirborðið á víxl. Heildarum- fang þessara viðskipta er þó alltaf meira eftir því sem neöanjarðar- hagkerfið er stærra, einfaldlega vegna þess að viðskipti í neðan- jarðarhagkerfinu eru ódýrari en í því opinbera. Svo þegar reynt er að gera neðanjarðarviðskipti opinber og skattleggja þau þá hverfur jafnan drjúgur hluti þessara viöskipta al- gjörlega. Það verður hagkvæmara fyrir mennina á verkstæðinu að gera sjálfir það sem þarf í íbúð- unum, það hættir líka að vera þess virði að þræla á kvöldin fyrir betri bílum, og betri sólarlandaferðum, því þegar aukavinnan er skattlögð þá þarf að vinna svo miklu meira en áður til að ná sama marki. Færri verða líka tilbúnir til að láta þá fá verkefni því þjónustan verður dýr- ari. Skatttekjurnar geta minnkað Fyrstu áhrif aukins skatteftirlits geta því veriö á báöa vegu hvað varðar tekjur af skattheimtunni. Ef alls ekkert hefur verið talið fram af tekjum af neðanjarðarstarfsem- inni, þá aukast skatttekjur ríkisins við að færa viðskiptin upp á yfir- borðið svo fremi að þau hverfi ekki algjörlega. Ef einhver hluti tekn- anna hefur hins vegar verið talinn fram þá vaxa líkurnar á því að tekjur ríkisins aukist ekki þrátt fyrir aukið skatteftirlit. Til að skilja þetta betur skulum við setja upp dæmi um viðskipti neðanjarðar þar sem 10 tímar af vinnu eru seldir fyrir 100 krónur á tímann. 50 krónur eru greiddar fyrir aðstöðu og 100 krónur eru greiddar í skatta (10%), þannig að hreint tímakaup fyrir þann sem vinnur vinnuna 85 krónur á tím- ann. Ef réttur skattur er 60% þ.e. tekjuskattur, útsvar, söluskattur, aðstöðugjald, launaskattur og sum önnur launatengd gjöld, og ef ætlast er til að réttur skattur sé greiddur, þá verður hreina tíma- kaupið aö lækka niður í 35 krónur eða verðiö á útseldum tíma aö hækka upp í 225 krónur eða blanda af hvoru tveggja að koma til. Aðalatriðið er hinsvegar að þegar tímakaupið eftir skatta lækkar, þá vill fólk ekki vinna jafn mikið og áður. Ef verkstæðismað- urinn þarf allt í einu að fara að vinna þrjá tíma í aukavinnu til að ráða kunningja sinn í einn tíma til að hjálpa til við smíðar í íbúðinni í stað þess að geta fengið einn tíma hjá kunningjanum fyrir einn og kvart áður, þá er augljóst að það fer að margborga sig fyrir verk- stæðismanninn að smíða sjálfur. Eins er líklegt að þegar hann þarf aö fara að vinna þrjú kvöld í viku í stað tveggja áður fyrir kvöldi á góðum veitingastað, þá fer það að verða eins gott að sitja heima og biðja konuna um að elda góðan mat. Hinn aðilinn að viðskiptunum, sá sem þarf aö borga meira fyrir hvern tíma verður svo ekki tilbúinn til að kaupa jafn marga tíma og áöur, og það hjálpast því allt aö til að draga úr umfangi viðskiptanna, þegar þau flytjast úr neðanjarðar- hagkerfinu upp á yfirborðið. Ef við reynum að finna, hvar markalínan í þessu dæmi er, þ.e. hvar tekjur ríkisins af starfseminni fara hreinlega að minnka, þá er hún líklega í þessu dæmi einhvers staðar á bilinu milli eins og tveggja tíma. En þetta eru aðeinsfyrstu áhrifin af auknu skatteftirliti á skatttekjur ríkisins og við sjáum að undir kringumstæðum sem alls ekki eru svo óraunverulegar þá minnka hreinlega skatttekjur af viðskiptum sem gerð eru opinber vegna þess að svo mikið af viðskiptunum al- gjörlega hverfur. Neðanjarðarviðskipti auka önnur viðskipti í öðru lagi verðum við að athuga hvort aukin viðskipti í neðanjarð- arhagkerfinu auka viðskipti í öðr- um greinum í opinbera hagkerfinu eða öfugt. Þau viðskipti sem flytjast á milli, þ.e. úr opinbera hagkerfinu yfir í neðanjarðarhagkerfið draga náttúrulega úr viðskiptum í opin- bera hagkerfinu. Önnur viðskipti í opinbera hagkerfinu hljóta hins vegar að aukast í heildina, þegar neðanjarðarhagkerfið stækkar eins og skýra má með eftirfarandi. Þeir sem eru að leggja á sig einn laugardag á verkstæðinu til að bjóða frúnni á góðan veitingastað, bjóða ekki frúnni á veitingastað- inn, þegar þeir vinna ekki þennan laugardag, og þá missir veitinga- staðurinn viðskipti þegar viðskipti í neðanjarðarhagkerfinu hverfa við að gera þau opinber. Og ef neðanjarðarviðskipti eru til þess að fjármagna húsbyggingu þá er augljóst að það er ekki byggt eins stórt þegar úr minna fjár- magni er að spila. En sé ekki byggt jafn stórt missa allir bygginga- vöruframleiðendur og bygginga- vöruseljendur spæni úr sínum öskum. Ennfremur í þeim tilfellum þar sem fólk í opinbera hagkerfinu vinnur til að kaupa einhverja þjón- ustu í neðanjarðarhagkerfinu, eins og að vinna mikla yfirvinnu hjá stóru fyrirtæki til að kaupa tréverk í stofuna, þá sleppir fólk tréverkinu ef það verður of dýrt og vinnur ekki þessa yfirvinnu, sem þýðir m. ö. o. að opinbera hagkerfið skreppur saman. Aðalatriðið er þaö, að bjóði fólk sína þjónustu í neðanjarðarhag- kerfinu til að kaupa eitthvað í opinbera hagkerfinu, þá hljóta viðskiþti í opinbera hagkerfinu að 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.