Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 88
fryggö—
Hótel KEA:
Gagnger endurnýjun
og stækkun fyrirhuguð
— einnig hugleiðingar
um að byggja nýtt hótel frá grunni
„Þróun í hótelmálum á Akureyri
hefur heldur verið niðurávið en
hitt á undanförnum árum. Hér
hefur t.d. ekkert hótelrými verið
byggt síðan að Hótel Varðborg var
stækkuð fyrir mörgum árum og
aðstaða hótelanna hér úreldist
jafnt og þétt miðað við tímans
kröfur. Ég álít að þetta standi
ferðamennsku hér verulega fyrir
þrifum og að við nýtum nú hvergi
nærri alla þá möguleika, sem við í
raun og veru höfum svosem til
ráðstefnuhalds, skíðaferða, al-
mennrar ferðamennsku o.fl. Við
lengingu flugbrautarinnar hér
verður Reykjavík ekki lengur
neinn flöskuháls, því með leng-
ingunni opnast möguleikar á
beinu flugi hingað erlendis frá“,
sagði Gunnar Karlsson, hótel-
stjóri á Hótel KEA, er blaðið ræddi
við hann um fyrirhuguð stórvirki
KEA í hótelmálum á næstunni.
Þótt ekki sé í kot vísað að búa á
Hótel KEA, verður ekki framhjá
þeirri staðreynd litið að það hefur
verið rekið síðan 1948 og þrátt fyrir
margvíslegar endurþætur í gegn-
um árin, svarar það í vissum tilvik-
um ekki þeim kröfum, sem þykja
sjálfsagðar nú.
Ákvörðun um framkvæmdir í
hótelmálum KEA verður væntan-
lega tekin fyrir haustið og um hríð
hafa legið fyrir fullmótaðar hug-
myndir um endurbyggingu hótels-
ins. í stuttu máli má lýsa þeim svo
að til standi að breyta öllu innvolsi
hótelsins, hækka það, lengja og
breikka. En gefum nú Gunnari
aftur orðið:
„Fyrsti áfangi áætlunarinnar er
sú stækkun og endurbót á kaffi-
teríunni Súlnabergi á neðstu
hæðinni, sem gerð var 1977. Síðar
í sumar fær hótelið svo húsrými
Brauðgerðarinnar á sömu hæð og
hæðinni ofar auk húsrýmis
Stjörnuapóteks, sem er á mót-
tökuhæðinni, eða hæðinni ofan
við Súlnaberg. í Brauðgerðarhús-
næðinu á neðstu hæð við hlið
Súlnabergs verða anddyri með
fatahengjum, snyrtingum, bar og
uppgangi upp á aðra hæð, mót-
tökuhæðina. Bakportið á þeirri
hæð verður grafið út sex metra inn
í brekkuna og þar verður 400 til
450 manna salur fyrir veislur,
skemmtanir, fundi o.fl. Á sömu
hæð, sem nefnd er fyrsta hæð,
verður svo móttakan stækkuð og
öll aðstaða þar bætt. í húsnæði
Stjörnuapóteks og inn í nýbygg-
inguna í portinu verður svo eldhús
hússins, sem nú er á 2. hæð.
Rekstur salarins á 2. hæð verður
fluttur niður á móttökuhæðina í
svonefndan Gildaskála, sem þar
er nú, en hægt veróur að opna
þann sal inn í aðalsalinn, ef þurfa
þykir.
Á annarri hæð, eða hæðinni
ofan móttökunnar, þar sem bar-
inn, eldhúsið og salurinn eru nú,
verða einungis herbergi. Vestur-
álma hótelsins á þeirri hæð verður
lengd um 15 metra, þar af verða
sex metrar grafnir inn í brekkuna.
Lengingin verður breiðari en nú-
verandi vesturálma. Hæðin þar
fyrir ofan, eða 3. hæð miðað við
móttökuhæð og aðal gistihæðin
nú, verður öll endurnýjuð og lengd
til vesturs eins og 2. hæðin. Og svo
verður 4. hæðin, sem nú er gjarn-
an nefnd turninn og fá herbergi
Gunnar Karlsson, hótelstjóri.
eru í, lengd til vestursyfirgömlu og
nýju vesturálmurnar.
í stuttri samantekt má segja að
rými fyrir salargesti aukist úr 190 í
450 til 500 og herbergjum fjölgi úr
28 nú í 70. Þar af verða 4 lúxus-
herbergi. Auk þess batnar öll að-
staða, svo sem áður er rakið."
Að sögn Gunnars liggur ekki
endanlega Ijóst fyrir hvað þessar
breytingar muni kosta, en Ijóst er
að áætlunin er það heilsteypt að
erfitt verður að framkvæma hana í
áföngum.
Því vaknar sú spurning, hvort
eftilvill komi til greina að reisa nýtt
hótel frá grunni. Gunnar svarar því
til að sá möguleiki hafi verið hug-
leiddur, en frekar væri ekki hægt
að fjalla um það mál að svo
komnu.
Því má hér bæta við að á skipu-
lagi er gert ráð fyrir hótelbyggingu
á uppfyllíngu suður af bænum,
eða í nágrenni flugvallarins, hver
sem kann að byggja þar hótel í
framtíðinni.
Um nýtingu Hótels KEA nú er
það að segja að hún er nálega 80
prósent á ári, sem mun vera besta
hótelnýting hérlendis.
Á sumrin annar hótelið hvergi
nær eftirspurn eftir hótelrými, en
ef hægt er að tala um lélegan tíma
er hann einungis frá miðjum
desember fram í miðjan janúar.
88