Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.08.1981, Blaðsíða 88
fryggö— Hótel KEA: Gagnger endurnýjun og stækkun fyrirhuguð — einnig hugleiðingar um að byggja nýtt hótel frá grunni „Þróun í hótelmálum á Akureyri hefur heldur verið niðurávið en hitt á undanförnum árum. Hér hefur t.d. ekkert hótelrými verið byggt síðan að Hótel Varðborg var stækkuð fyrir mörgum árum og aðstaða hótelanna hér úreldist jafnt og þétt miðað við tímans kröfur. Ég álít að þetta standi ferðamennsku hér verulega fyrir þrifum og að við nýtum nú hvergi nærri alla þá möguleika, sem við í raun og veru höfum svosem til ráðstefnuhalds, skíðaferða, al- mennrar ferðamennsku o.fl. Við lengingu flugbrautarinnar hér verður Reykjavík ekki lengur neinn flöskuháls, því með leng- ingunni opnast möguleikar á beinu flugi hingað erlendis frá“, sagði Gunnar Karlsson, hótel- stjóri á Hótel KEA, er blaðið ræddi við hann um fyrirhuguð stórvirki KEA í hótelmálum á næstunni. Þótt ekki sé í kot vísað að búa á Hótel KEA, verður ekki framhjá þeirri staðreynd litið að það hefur verið rekið síðan 1948 og þrátt fyrir margvíslegar endurþætur í gegn- um árin, svarar það í vissum tilvik- um ekki þeim kröfum, sem þykja sjálfsagðar nú. Ákvörðun um framkvæmdir í hótelmálum KEA verður væntan- lega tekin fyrir haustið og um hríð hafa legið fyrir fullmótaðar hug- myndir um endurbyggingu hótels- ins. í stuttu máli má lýsa þeim svo að til standi að breyta öllu innvolsi hótelsins, hækka það, lengja og breikka. En gefum nú Gunnari aftur orðið: „Fyrsti áfangi áætlunarinnar er sú stækkun og endurbót á kaffi- teríunni Súlnabergi á neðstu hæðinni, sem gerð var 1977. Síðar í sumar fær hótelið svo húsrými Brauðgerðarinnar á sömu hæð og hæðinni ofar auk húsrýmis Stjörnuapóteks, sem er á mót- tökuhæðinni, eða hæðinni ofan við Súlnaberg. í Brauðgerðarhús- næðinu á neðstu hæð við hlið Súlnabergs verða anddyri með fatahengjum, snyrtingum, bar og uppgangi upp á aðra hæð, mót- tökuhæðina. Bakportið á þeirri hæð verður grafið út sex metra inn í brekkuna og þar verður 400 til 450 manna salur fyrir veislur, skemmtanir, fundi o.fl. Á sömu hæð, sem nefnd er fyrsta hæð, verður svo móttakan stækkuð og öll aðstaða þar bætt. í húsnæði Stjörnuapóteks og inn í nýbygg- inguna í portinu verður svo eldhús hússins, sem nú er á 2. hæð. Rekstur salarins á 2. hæð verður fluttur niður á móttökuhæðina í svonefndan Gildaskála, sem þar er nú, en hægt veróur að opna þann sal inn í aðalsalinn, ef þurfa þykir. Á annarri hæð, eða hæðinni ofan móttökunnar, þar sem bar- inn, eldhúsið og salurinn eru nú, verða einungis herbergi. Vestur- álma hótelsins á þeirri hæð verður lengd um 15 metra, þar af verða sex metrar grafnir inn í brekkuna. Lengingin verður breiðari en nú- verandi vesturálma. Hæðin þar fyrir ofan, eða 3. hæð miðað við móttökuhæð og aðal gistihæðin nú, verður öll endurnýjuð og lengd til vesturs eins og 2. hæðin. Og svo verður 4. hæðin, sem nú er gjarn- an nefnd turninn og fá herbergi Gunnar Karlsson, hótelstjóri. eru í, lengd til vestursyfirgömlu og nýju vesturálmurnar. í stuttri samantekt má segja að rými fyrir salargesti aukist úr 190 í 450 til 500 og herbergjum fjölgi úr 28 nú í 70. Þar af verða 4 lúxus- herbergi. Auk þess batnar öll að- staða, svo sem áður er rakið." Að sögn Gunnars liggur ekki endanlega Ijóst fyrir hvað þessar breytingar muni kosta, en Ijóst er að áætlunin er það heilsteypt að erfitt verður að framkvæma hana í áföngum. Því vaknar sú spurning, hvort eftilvill komi til greina að reisa nýtt hótel frá grunni. Gunnar svarar því til að sá möguleiki hafi verið hug- leiddur, en frekar væri ekki hægt að fjalla um það mál að svo komnu. Því má hér bæta við að á skipu- lagi er gert ráð fyrir hótelbyggingu á uppfyllíngu suður af bænum, eða í nágrenni flugvallarins, hver sem kann að byggja þar hótel í framtíðinni. Um nýtingu Hótels KEA nú er það að segja að hún er nálega 80 prósent á ári, sem mun vera besta hótelnýting hérlendis. Á sumrin annar hótelið hvergi nær eftirspurn eftir hótelrými, en ef hægt er að tala um lélegan tíma er hann einungis frá miðjum desember fram í miðjan janúar. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.