Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 18
BÍLAR ÍSLENDINGAR EIN MESTA BÍLAÞJÓÐ VERALDAR: TVEIR UM HVERN FÓLKSBÍL! • YFIR 20% TEKNA RÍKISINS KOMA AF BÍLUM • HLUTUR RÍKISINS í BÍLAVERÐISAMIOG FYRIR TOLLALÆKKUN • VERÐA AÐEINS FLUTTIRINN 6-10 ÞÚSUND BÍLAR1989? Engum vafa er undirorpið að bíllinn er í dag þarfasti þjónn nútímamannsins. I önn dagsins ríður á að menn kom- ist hratt og örugg- lega á milli staða, hvort heldur sem er með einkabíl eða al- menningsvögnum. Þá er ekki síður nauðsynlegt í tækni- þjóðfélagi 20. aldar að hafa yfir að ráða öflugum flutninga- tækjum á fjórum eða fleiri hjólum og enn er það bíllinn sem kemur til sögunnar. Hér er ekki ætlunin að rekja í sögulegu samhengi notkun bifreiða á íslandi eða nauðsyn þeirra fyrir okkur Islendinga. Hins vegar er ljóst að bílgreinin stendur á tímamótum um þessar mundir og því fróðlegt að reyna að meta umfang hennar, þróun á síðustu árum, þýð- ingu fyrir þjóðarbúið og síðast en ekki síst hvað sé framundan í þessum at- vinnuvegi sem aflar árlega um 20% heildartekna ríkissjóðs. SVEIFLUR Á LIÐNUM ÁRUM í umræðum um bifreiðainnflutning hefur glögglega komið fram að sveifl- ur hafa verið miklar á síðustu 2 árum. Þetta er ekkert nýtt. Innflutningurinn hefur einkennst af gífurlegum sveifl- um síðustu tvo áratugina og má ugg- laust rekja þær til ýmissa ytri að- stæðna. Hitt er svo auðvitað stað- reynd að aukningin hefur verið stigvaxandi, þökk veri auknum þjóð- artekjum og neyslu manna í kjölfar þeirra. Á síðasta áratug voru fluttir að meðaltali 7.500 bílar til landsins á ári. Þessar tölur hafa farið hækkandi á undanförnum árum, m.a. í kjölfar toUalækkunar í mars 1986, þannig að meðaltal síðustu 10 ára er 10.700 bílar á hverju ári. Þetta kemur vel fram í tölum um skráða bíla. Þeir voru 95.600 í árslok 1980 en voru orðnir 133.500 í árslok 1988. Eins og áður sagði varð mesta aukning í innflutningi bifreiða til ís- lands í kjölfar kjarasamninga í mars 1986 þegar samkomulag varð um að lækka aðflutningsgjöld af bifreiðum um 30%. í stað rúmlega 7000 bfla, sem fluttir voru inn nýir eða notaðir á árinu 1985, fór innflutningurinn upp í 15.600 bfla á árinu 1986. Á árinu 1987 hélt skriðan áfram og nýir bflar flæddu út á göturnar í meira mæli en nokkru sinni fyrr. 23.500 bflar komu til lands- ins og þrátt fyrir verulegan samdrátt á þessu ári mun ekki langt í að 16.000 bfla markinu verði náð. En meira um það síðar. Ástæðurnar fyrir mikl- um sveiflum eru margar. Sú sem síðust var nefnd, þ.e. tollalækkunin í mars 1986, hefur orðið hvað af- drifaríkust en fleiri má nefna á síðustu árum og áratugum. Innflutningur minnkaði t.d. mjög árið 1968, sem menn hafa rakið til sfldarleysis og einnig ár- ið 1975, sem á eflaust rót sína að rekja til olíukreppu og annarra tíðinda utan úr heimi. Loks má nefna árið 1983, en það ár var gripið til efnahagsráðstafana innanlands sem gerðu bifreiðar hlutfallslega dýr- ar og dró því verulega úr sölu. AFK0MA FYRIRTÆKJANNA Bifreiðainnflytjendur eru sammála um að erfitt sé að reka fyrirtæki í þessari atvinnugrein við slíkar að- stæður. Miklu skiptir fyrir afkomuna að fjárfestingum sé stillt í hóf en hins vegar virðist greinilegt að þar hafa sumir innflytjenda reist sér hurðarás um öxl. Meginvandinn liggur vitan- lega í sveiflunum; ráðist er í dýra fjár- festingu á ári með mikla innkomu en greiðslubyrðin heldur áfram þrátt fyrir minnkandi tekjur næstu ár á eft- ir. Mörg dæmi eru til hjá innflutnings- fyrirtækjunum um dýrar fjárfestingar TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNAS0N 18 Skipting á verði meðalstórs fjölskyldubíls í desember 1988 Verfcsmiðjan Flutningur, Aðfiutningsgjöld, Álagning, (35-40%) uppskipun, söluskattur standsetning, tryggingar, (30-40%) ábyrgð bankakostnaður (15-20%) 37% 9% 36% 18% Tölur eru byggðar á upplýsingum frá Bílgreinasam- bandinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.