Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 20

Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 20
BÍLAR lægst á árunum 1977 og 1986 en hæst á árunum 1981 og 1987. Sannarlega sérkennileg staðreynd hvað varðar síðasta ár eftir umræðu manna um verulegar tollalækkanir á bflum! Kemur þar raunar fram sem margir hugðu — stóraukinn bílainnflutningur bætti hlut ríkisins á móti lækkuðum aðflutningsgjöldum. LAGER- INNRÉTTINGAR - í verslanir og vörugeymslur - Góðar í bílskúrinn og geymsluna - Sterkar og stílhreinar - Auðveldar í uppsetningu - Ókeypis kostnaðaráætlun VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GARÐASMIÐJAN GALAX SF. LYNGÁSI 15 210 GARÐABÆ SÍMI 91-53511 GÆÐI TJR STÁXJ F orsjármenn ríkisins hafa í gegnum árin stöðugt verið að breyta reglum varðandi tolla og aðflutningsgjöld. í árslok 1976 var sett á 50% innflutn- ingsgjald á bifreiðar og 90% tollur á fólksbíla. Gjaldið var lækkað á vöru- bifreiðum tveimur árum síðar og frá 1981 var fólksbílum skipt í gjalda- flokka eftir vélastærð. Tollurinn var þó áfram 90%. Þrátt fyrir þessar ráð- stafanir lækkaði hlutur ríkisins í verði innfluttra bfla ekkert heldur hélt áfram að vera 50-60%! Bifreiðagjald var sett á með reglu- gerð vorið 1982 og miðaðist það við eigin þyngd bifreiða eða sprengirými vélar. Var hugmyndin sú að mismuna í álögum eftir stærð bflanna og auka sölu sparneytnari bifreiða. í heildina tekið má segja að gjald þetta hafi verið hækkað í ágúst 1982 og lækkað aftur sumarið 1983! Þá voru tollar lækkaðir úr 90% í 70% af fólksbflum í septem- ber 1985. Áfram var haldið á sömu braut. Tollar lækkuðu í 30% í mars 1986 og bifreiðagjaldið fellt niður af íjórum lægstu gjaldflokkunum. Ekki þótti stjómvöldum nóg að gert og enn voru breytingar gerðar 11 dögum síðar. Þá var tollur lækkaður í 10% og bifreiða- gjald sett á í þrepum frá 0% upp í 32%. Tollur af sendi- og vömbifreið- um var þó áfram 30%. Síðasta breytingin var svo gerð 9. október 1987 en þá kom til verulegrar hækkunar á verði bfla. Hún þýddi að aðflutningsgjöld eru nú frá 15% upp í 65% og að hlutur ríkisins í verði með- alstórs fjölskyldubfls er orðinn 35- 40% Samsvarandi tala fyrir ráðstafan- ir til lækkunar í lok síðasta áratugar var 50-60% svo ljóst er að Stóri bróð- ir hefur ekki tapað stórum spón úr aski sínum á liðnum árum. Einnig er fróðlegt að bera þessa þróun saman við það sem hefur verið að gerast í helstu nágrannalöndum okkar. Samkvæmt upplýsingum Bfl- greinasambandsins er hlutur ríkisins hér á landi í útsöluverði bfla aftur mun hærri en þar og liðin tíð að nágrannar okkar á Norðurlöndum líti okkur öf- undaraugum vegna lágra tolla á bflum. Þau breytast skjótt kaupin á Eyrinni. GÍFURLEG BIFREIÐAEIGN Þrátt fyrir ásælni ríkis í vasa bif- reiðaeigenda hefur bifreiðaeign landsmanna aukist ár frá ári og telj- umst við lítill hópur meðal þeirra þjóða þar sem bflaeign er hvað al- mennust. Þessi staðreynd sýnir bet- ur en margar aðrar hvað íslendingar virðast tilbúnir að leggja mikið á sig til að ráða yfir einkabifreiðum og er út af fyrir sig verðugt verkefni að athuga hvað veldur. En nefnum nokkur atriði sem skipta máli. Nýtt samgöngukerfi. Þegar litið er á samgöngukerfi íslands kemur vel í ljós hve það hefur verið vanþróað fram undir síðustu ár. í kjölfar átaks í þeim efnum hafa möguleikar manna til að ferðast um landið á einkabflum stóraukist. Litlar almenningssamgöngur. Sér- 20

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.