Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 20

Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 20
BÍLAR lægst á árunum 1977 og 1986 en hæst á árunum 1981 og 1987. Sannarlega sérkennileg staðreynd hvað varðar síðasta ár eftir umræðu manna um verulegar tollalækkanir á bflum! Kemur þar raunar fram sem margir hugðu — stóraukinn bílainnflutningur bætti hlut ríkisins á móti lækkuðum aðflutningsgjöldum. LAGER- INNRÉTTINGAR - í verslanir og vörugeymslur - Góðar í bílskúrinn og geymsluna - Sterkar og stílhreinar - Auðveldar í uppsetningu - Ókeypis kostnaðaráætlun VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GARÐASMIÐJAN GALAX SF. LYNGÁSI 15 210 GARÐABÆ SÍMI 91-53511 GÆÐI TJR STÁXJ F orsjármenn ríkisins hafa í gegnum árin stöðugt verið að breyta reglum varðandi tolla og aðflutningsgjöld. í árslok 1976 var sett á 50% innflutn- ingsgjald á bifreiðar og 90% tollur á fólksbíla. Gjaldið var lækkað á vöru- bifreiðum tveimur árum síðar og frá 1981 var fólksbílum skipt í gjalda- flokka eftir vélastærð. Tollurinn var þó áfram 90%. Þrátt fyrir þessar ráð- stafanir lækkaði hlutur ríkisins í verði innfluttra bfla ekkert heldur hélt áfram að vera 50-60%! Bifreiðagjald var sett á með reglu- gerð vorið 1982 og miðaðist það við eigin þyngd bifreiða eða sprengirými vélar. Var hugmyndin sú að mismuna í álögum eftir stærð bflanna og auka sölu sparneytnari bifreiða. í heildina tekið má segja að gjald þetta hafi verið hækkað í ágúst 1982 og lækkað aftur sumarið 1983! Þá voru tollar lækkaðir úr 90% í 70% af fólksbflum í septem- ber 1985. Áfram var haldið á sömu braut. Tollar lækkuðu í 30% í mars 1986 og bifreiðagjaldið fellt niður af íjórum lægstu gjaldflokkunum. Ekki þótti stjómvöldum nóg að gert og enn voru breytingar gerðar 11 dögum síðar. Þá var tollur lækkaður í 10% og bifreiða- gjald sett á í þrepum frá 0% upp í 32%. Tollur af sendi- og vömbifreið- um var þó áfram 30%. Síðasta breytingin var svo gerð 9. október 1987 en þá kom til verulegrar hækkunar á verði bfla. Hún þýddi að aðflutningsgjöld eru nú frá 15% upp í 65% og að hlutur ríkisins í verði með- alstórs fjölskyldubfls er orðinn 35- 40% Samsvarandi tala fyrir ráðstafan- ir til lækkunar í lok síðasta áratugar var 50-60% svo ljóst er að Stóri bróð- ir hefur ekki tapað stórum spón úr aski sínum á liðnum árum. Einnig er fróðlegt að bera þessa þróun saman við það sem hefur verið að gerast í helstu nágrannalöndum okkar. Samkvæmt upplýsingum Bfl- greinasambandsins er hlutur ríkisins hér á landi í útsöluverði bfla aftur mun hærri en þar og liðin tíð að nágrannar okkar á Norðurlöndum líti okkur öf- undaraugum vegna lágra tolla á bflum. Þau breytast skjótt kaupin á Eyrinni. GÍFURLEG BIFREIÐAEIGN Þrátt fyrir ásælni ríkis í vasa bif- reiðaeigenda hefur bifreiðaeign landsmanna aukist ár frá ári og telj- umst við lítill hópur meðal þeirra þjóða þar sem bflaeign er hvað al- mennust. Þessi staðreynd sýnir bet- ur en margar aðrar hvað íslendingar virðast tilbúnir að leggja mikið á sig til að ráða yfir einkabifreiðum og er út af fyrir sig verðugt verkefni að athuga hvað veldur. En nefnum nokkur atriði sem skipta máli. Nýtt samgöngukerfi. Þegar litið er á samgöngukerfi íslands kemur vel í ljós hve það hefur verið vanþróað fram undir síðustu ár. í kjölfar átaks í þeim efnum hafa möguleikar manna til að ferðast um landið á einkabflum stóraukist. Litlar almenningssamgöngur. Sér- 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.