Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 81

Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 81
 BREF FRA UTGEFANDA Saumað að atvinnu- fyrirtækjunum Að undanförnu hafa títt heyrst fréttir af miklum rekstrar- erfiðleikum fjölmargra atvinnufyrirtækja. Varla iíður sá dagur að fjölmiðlar segi ekki frá gjaldþrotum fyrirtækja eða fjöldauppsögnum starfsfólks og nú virðast horfur á atvinnu- leysi að einhverju ráði í fyrsta skiptið í langan tíma. Ut af fyrir sig má segja að það sé eðlilegt að nokkur afturkippur verði eftir þann gífurlega þenslutíma sem verið hefur undan- farin ár. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mun meiri en framboðið og það hefur leitt til spennu á vinnumarkaðnum og óeðlilegra yfirboða. Þótt það sé ljóst að nokkur afturkipp- ur er í efnahagslífi fslendinga er engin ástæða til þess að fyllast bölmóði og enn og aftur má benda á að líklegt er að ytri skilyrði verði svipuð á fslandi á árinu 1989 og var árið 1986 sem enginn getur talað um sem kreppuár hérlendis. Það er hins vegar uggvænleg staðreynd þegar þrengir að atvinnurekstrinum, flest fyrirtæki eiga í vök að verjast og eiginfjárstaða þeirra hefur veikst að þá skuli stjórnvöld reiða svo til höggs sem raun ber vitni. Að undanförnu hafa alþingismenn hvað eftir annað rétt upp hendur til þess að samþykkja stórauknar álögur á fyrirtæki — álögur sem geta riðið þeim sem standa höllum fæti að fullu. Það vafðist ekki fyrir stjórnarflokkunum og Kvennalistanum að tvöfalda sér- stakan skatt á verslunar-og skrifstofuhúsnæði en rétt er að minna á að þessi skattur er einn fjölmargra skatta sem upphaflega voru lagðir á sem bráðabirgðaskattar. Þegar þetta er skrifað standa yfir umræður í þinginu um að hækka tekjuskatta fyrirtækja og verður ekki annað séð en það mál fái svipað brautargengi og húsnæðisskatturinn. Tekjusk- attshækkunin þýðir að skattahlutfall hækkar úr 48% í um 70% af mögulegum hagnaði fyrirtækja. Að auki er gert ráð fyrir að skattahækkunin verði afturvirk, þ.e. taki til alls yfirstandandi árs. Sem kunnugt er hafa orðið deilur um lög- mæti afturvirkni skatta en það atriði virðist ekki vera áhyggjuefni stjórnmálamanna sem stefna fyrst og fremst að því að sölsa sem mesta fjármuni í ríkissjóð til þess að geta beitt miðstýringu sinni af öllu afli. Nú kann vel að vera að einhverjir noti það sem rök að afar fá íslensk fyrirtæki skili einhverjum hagnaði að ráði og tekjuskattshækkun á þau hafi ekki mikið að segja varðandi reksturinn og líka að húsnæðisskatturinn vegi ekki þungt í heildarútgjöldum fyrirtækjanna. Það voru í það minnsta rök Kvennalistakvenna fyrir samþykki þeirra. En þegar lang- flest fyrirtæki standa þannig að vígi að um baráttu er að ræða upp ú líf og dauða og það jafnvel frá degi til dags geta ný og aukin útgjöld verið dropinn sem fyllir bikarinn. Tekjusk- attshækkunin mun gera það óhugsandi fyrir íslensk fyrir- tæki að rétta sig við eftir þær þrengingar sem yfir hafa dunið. Staðan er í raun ósköp einföld — ef fyrirtækið skilar hagnaði ])á hirðir ríkissjóður hann. Aðför stjórnvalda að fýrirtækjum nú er einkar athyglis- verð. Hana er ekki hægt að túlka á annan veg en að um- hyggja fyrir atvinnulífinu sé takmörkuð. Hún er líka hróp- andi mótsögn við það sem er að gerast alls staðar annars staðar, jafnvel í þeim löndum þar sem háir skattar hafa hingað til verið taldir sjálfsagðir. Má þar nefna Svíþjóð sein dæmi. Víðast er nú stefnt að því að draga úr skattheimtu á fyrirtækjum í þeim tilgangi að örfa atvinnulífið, fjölga störf- uin á vinnumarkaðnum og bæta þannig lífskjör almennings. Þar sem þetta hefur verið gert hefur árangurinn strax orðið augljós. Það kann vel að vera að stjórnvöld hafi í raun ekki ýkja miklar áhyggjur af slæmri stöðu atvinnufyrirtækja og því að þau neyðast nú til þess að draga saman í rekstri og fækka starfsfólki. Svo er a.m.k. ekki að sjá af þeim aðgerðum sem hér hafa verið nefndar sem eru bókstaflega fjandsamlegar atvinnulífinu. Það getur vel verið að þeir sem ganga harðast fram í að herða á hengingarólinni sem er um háls atvinnu- lífsins sjái til þess að það starfsfólk sem missir vinnuna vegna aðgerða þeirra fái störf hjá hinu opinbera. Af nýlegum fréttum iná marka að þar á bæ er ekki gætt aðhalds í rekstri og þar er starfsfólki fjölgað jafnt og þétt. Og auðvitað þarf að seilast í vasa skattborganna og helst að ganga að atvinnu- rekstri dauðum til þess að standa undir þessum kostnaði. 81

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.