Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 10
FRETTIR GOÐSAGA - HENGD UPP Á VINNUSTAÐ ERLENDIS AF ÓHRESSUM STARFSMÖNNUM Einn af lesendum Frjálsrar verslunar sendi bladinu eftirfarandi sögu sem fest var á blað og hengd upp á vinnustað er- lendis. Hún fjallar um þekkt efni í stjórnun — yfirbygginguna svo- nefndu á meðal stjórn- enda. Forkólfur, úr hópi almennra starfsmanna, var með sögunni að gefa toppstjórnendum fyrir- tækisins ábendingu. Enda taldi hann að sagan ætti einkar vel við í fyrir- tækinu sem hann vann hjá. Sagan er svona í þýð- ingu Frjálsrar verslunar: „Einu sinni voru tvö fyrir- tæki, annað í Evrópu og hitt í Japan. Einn góðan veðurdag ákváðu þau að reyna með sér í róðrar- keppni. Bæði fyrirtækin æfðu sig mjög vel fyrir keppnina og þegar stóra stundin rann upp töldu þau sig vera vel undir- búin. Japanska fyrirtækið vann keppnina; var 1 mílu á undan. Eftir ósigurinn var evrópska liðið mjög niðurdregið og mórallinn í algjöru lágmarki. Liðs- stjóri evrópska liðsins komst að þeirri niður- stöðu að það þyrfti að kryfja tap þeirra til mergjar. Hann kom á fót rannsóknarnefnd til þess að kanna ástæður tapsins og vinna að úrbótum. Niðurstöður rannsókn- arnefndarinnar voru þessar: Japanska liðið var með 8 ræðara og 1 við stjórnvölinn. Evrópska liðið var hins vegar með 1 ræðara og 8 við stjórnvöl- inn. Framkvæmdastjórnin réði í einu hendingskasti ráðgjafafyrirtæki — og greiddi því ómælda þókn- un fyrir vikið — til að kanna uppbyggingu liðs- ins. Milljónum króna var varið í könnunina. Eftir nokkra mánaða japl, jaml og fuður lá niðurstaða ráðgjafafyrirtækisins fyrir. Hún var þessi: Það voru of margir sem stjórnuðu bátnum en of fáir sem reru honum. Til þess að koma í veg fyrir frekara tap í róðrar- keppninni að ári liðnu var uppbyggingu evrópska liðsins breytt. Nú skip- uðu liðið 4 „stjórnar- stjórnendur“, 2 „fram- kvæmda-stjórnarstjórn- endur“, 1 „yfirstjórn- andi“ og 1 „fram- kvæmda-yfirstjórnandi“. Fyrirtækið kom á fót afkastahvetjandi kerfi til þess að hvetja þann, sem reri bátnum, til þess að vinna betur og verða framúrskarandi í faginu. Akveðið var að launa honum með því að veita honum meira vald, það ætti að leysa vandann. Næsta ár unnu Japan- arnir róðrarkeppnina aft- ur. Nú voru þeir rúmum 2 mílum á undan evrópska liðinu. Evrópska liðsstjórnin sagði ræðaranum upp fyrir lélega frammistöðu, seldi allar árarnar, hætti við allar fjárfestingar varðandi endurnýjun á nýjum tækjum og hætti við allar endurbætur á nýjum keppnisbáti. Aftur á móti fékk ráð- gjafafyrirtækið ríflega þóknun fyrir frábærlega vel unnin störf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.