Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 51

Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 51
90 þúsund dollara á ári í fasteigna- skatta. HÁGJALDAFARÞEGAR I Fort Lauderdale búa einnig þús- undir manna og kvenna sem hafa mjög háar tekjur og ferðast töluvert starfs síns vegna. Þessi staðreynd, ásamt því að ekkert flugfélag flýgur áætlunarflug á milli Fort Lauderdale og Evrópu, varð til þess að Flugleiðir hf. ákváðu að sækja um leyfi til áætl- unarflugs þangað. Félagið fékk mikinn stuðning frá aðilum í viðskiptalífinu og ferðaþjón- ustuaðilum í Broward sýslu og Fort Lauderdale, sem þrýstu á yfirvöld að veita leyfið. Bruce G. Budd, einn af framkvæmdastjórum Broward Econ- omic Development Council, sagði við blaðamann Frjálsrar Verslunar að stjórnvöld Broward sýslu og Fort Lauderdale litu svo á að áætlunarflug Flugleiða gæti fært borginni umtals- verðar tekjur af ferðamönnum frá Skandinavíu og íslandi. Þar að auki væri mikið hagræði af því fyrir íbúa sýslunnar að geta flogið beint til Evrópu með Flugleiðum frá alþjóða- flugvellinum í Fort Lauderdale. „Þess vegna fannst okkur mikilvægt að Flugleiðir fengju leyfið,“ sagði Bruce G. Budd. 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.