Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 30

Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 30
NÆRMYND ÓSKAR MAGNÚSSON, FORSTJÓRIHAGKAUPS: MIKILL VINNUÞJARKUR OG VEL SKIPULAGÐUR Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, er hér í Nærmynd Frjálsrar verslunar. Óskar er vel þekktur í viðskiptalífinu. Hann er sagður mikill vinnu- þjarkur og vel skipulagður. Óskar er fæddur 13. apríl 1954 á Sauðárkróki. Hann er sonur Ólínu Ragnheiðar Jónsdóttur og Magnúsar Óskarssonar og er hann næstelstur fjögurra barna þeirra. Elstur er Þor- björn rithöfundur og heimshorna- flakkari, þá Óskar, síðan Hildur hjúkr- unarfræðingur hjá Rauða krossinum og yngstur er Haukur viðskiptafræð- ingur sem starfar á Örkinni, auglýs- ingastofu. Móðir Óskars er innfædd- ur Sauðárkróksbúi og þar dvaldi hann fjölmörg sumur undir verndarvæng afa síns, Jóns Þ. Bjömssonar, sem var skólastjóri og kennari á Sauðár- króki í áratugi og fyrsti heiðursborg- ari bæjarins. Óskar átti góð sumur á Króknum og fékkst við skylmingar í liði Ytribæinga, var með þeim yngri í liðinu en þótti liðtækur njósnari. Óskar ólst annars upp í Vogahverf- inu sem var útjaðar Reykjavíkur á þeim tíma og það sérstæða sambland af sveit og borg sem nýbyggð hverfi vilja stundum verða. Þama óx úr grasi þróttmikill hópur villinga og gáfumanna í bland og sumir þeirra hafa gert Vogahverfið ódauðlegt í sögum sínum og nægir að nefna nöfn eins og Einar Már Guðmundsson og Einar Kárason. Sigurður Valgeirs- son, Sveinbjörn Baldvinsson, Friðrik Þór Friðriksson og Einar Hálfdánar- son að ógleymdum Morthens bræðr- um, Bubba, Tolla og Arthur, eru nokkrir þeirra Vogavillinga sem hafa komist til manns og Óskar var einn TEXTI: PÁLL ÁSGEIRSSON MYNDIR: KRISTJÁN þeirra en í hópnum vom bundin vin- áttubönd sem enn halda. SELDIFÖT FYRIR NÁMINU Eftir Vogaskóla varð hann stúdent frá MT 1974 og lögfræðingur frá Há- skóla íslands 1983. Hann lauk mast- ersprófi í alþjóðalögum frá George Washington háskólanum í USA 1986. Óskar rak sína eigin heildsölu frá 1975 til 1983 og flutti inn föt. Þetta var ekki umsvifamikið fyrirtæki en nægði hon- um til viðurværis á skólaárum. Hann starfaði sem blaðamaður á Vísi 1978- ’79, við dagskrárgerð hjá RÚV, sá um þáttinn í vikulokin ásamt fleirum, og sem fféttastjóri DV frá 1982 til 1987 en þá hóf hann rekstur eigin lög- mannsstofu sem hann átti og rak í Óskar stillir sér hér upp við hliðina á gínu í verslun Hagkaups. Hann þyk- ir harður í viðskiptum en húmorinn er á sínum stað. E. EINARSSON félagi við Ásgeir Þór Árnason. Hann hefur setið í stjórnum ýmissa félaga ogfyrirtækja, t.d. Olísfrál990. Hann og Óli heitinn Kr. Sigurðsson voru perluvinir og margir töldu víst að Óskar yrði látinn taka við starfi af honum. Raunin varð sú að Óskari var boðið starfið en öllum að óvörum hafnaði hann því. Hann var ráðinn for- stjóri Hagkaups í október í haust eftir að Jón Ásbergsson hafði látið af því starfi í vor. Óskar hefur í nokkur ár verið lögfræðingur Hagkaups. Hann hefur tvisvar setið í stjórn Heimdallar og í fræðslu- og út- breiðslunefnd Sjálfstæðisflokksins frá 1988. Hann hefur og beitt sér í félagi sjálfstæðismanna í Garðabæ og situr þar í fulltrúaráði síðan 1991. Óskar er kvæntur Hrafnhildi Ingu Sigurðar- dóttur auglýsingateiknara sem starf- rækir sína eigin auglýsingastofu. Hún er fædd 19. mars 1946. Þau eiga sam- an einn son, Magnús, sem er fæddur 14. apríl 1983 og munaði því aðeins hársbreidd að Óskar fengi kappann í afmælisgjöf. Hrafnhildur er sveita- stúlka, ættuð frá Sámsstöðum í Fljótshlíð. Óskar hefur mikinn áhuga á fót- bolta og er dyggur stuðningsmaður Þróttar að fornu og nýju. Hann spilar innanhússfótbolta tvisvar í viku með hópi lögfræðinga og manna úr við- skiptalífinu. Þar er líkaminn ræktaður og samböndin styrkt og hart barist á vellinum. Þar eru Ásgeir Þór, félagi Óskars, Gylfi Gautur Pétursson, lög- fræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu, og fleiri baráttumenn. Meðal manna, sem Óskar hefur unnið mikið með á undanfömum árum og myndað vináttutengsl við eru ýms- 30

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.