Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 47
TOLVUR Á tölvusviðinu eru enn mörg ólík kerfi og þótt áhersla hafi verið lögð á að samræma sum þeirra undir einn hatt veldur sérviskan enn sem áður töfum og óþarfa kostnaði. óháð tegund eða fram- leiðanda. Framfarirnar hafa einkum orðið innan og milli næmeta (LAN). Þegar kemur að einka- tölvunotandanum er hann eftir sem áður ein- angraður innan þess kerfis sem hann notar. Alþekkt dæmi er efn- isskrá unnin á PC-tölvu sem ekki gengur á Macintosh nema til stað- ar sé aukabúnaður (sem kostar aukalega). Diskl- inga, sem líta nákvæm- lega eins út, er ekki hægt að nota í hvaða PC- tölvu sem er (Double density/High density) nema viðkomandi kunni einhverjar „töfraþulur" auk þess sem disklingar eru af tveimur mismun- andi stærðum fyrir mis- munandi drif, þ.e. 5,25“ og 3,5“. Á PC-tölvum er auk þess tvenns konar umhverfí, annars vegar DOS- umhverfið og hins vegar DOS-umhverfið með Windows-við- mótið fyrir framan. Það kemur sjálf- sagt fáum á óvart að sama hugbúnað- arkerfið er yfirleitt í 2 útgáfum; annað fyrir DOS en hitt fyrir DOS/Windows og það ætti heldur ekki að koma á óvart að þessar útgáfur eru ólíkar: Hvers vegna að framleiða og selja eina útgáfu af kerfi þegar hægt er að framleiða og selja tvær útgáfur af sama kerfinu? Á markaðnum eru margvísleg rit- vinnslukerfi. Tvö þeirra bera höfuð og herðar yfir önnur; WordPerfect og MS Word. Kerfin eru að mörgu leyti ólík, m.a. viðmótið eftir að kerfið hef- ur verið ræst frá Windows. Efnis- skrár ganga að sjálfsögðu ekki á milli þessara tveggja helstu ritvinnslu- kerfa nema með sérstökum ráðstöf- unum. Það er heldur ekki hægt að fara með efnisskrá, sem unnin hefur verið með MS Word á Macintosh, yfir í MS Word á PC-tölvu nema beitt sé sértækum aðgerðum — jafnvel þótt báðar tölvurnar séu með 3,5 “ drif. Jafnvel þótt tölvunotandi sætti sig við að einangrast með sínu kerfi, ákveði t.d. að halda sig bara við sitt WordPerfect, er ekki þar með sagt að hann fái að vera í friði. Það er stöðugt verið að endurbæta og þróa Word- Perfect eins og önnur kerfi; á eftir 4.1 kemur útgáfa 5.0 aukin og endurbætt síðan 5.1 fyrir Windows með endur- bótum og viðauka, síðan 6.0 fyrir Windows með enn meiri endurbótum og viðauka. Þetta væri svo sem í lagi ef notand- inn þyrfti ekki annað en að kaupa upp- færsluna til þess að endurbæta og auka afköst sín í ritvinnslunni. En Adam var ekki lengi í Paradís: Efnis- skrár ganga ekki andskotalaust á milli útgáfa. Það þýðir að sá sem hefur notað WordPerfect, útgáfu 5.1 fyrir Windows og uppfærir kerfið með út- gáfu 6.0, getur ekki skipst á efnis- skrám við t.d. starfsfélaga sem notar útgáfu 5.1 nema hann læri ákveðin trikk áður. (Hann þarf að vista tvær aðskildar útgáfur af 6.0-skjalinu með „vista sem“ skipuninni, aðra útgáfuna sem 6.0-skjal en hina sem 5.1-skjal. Svo getur fólk ímyndað sér hve miklir möguleikar eru á að rugla skjölunum saman, vista yfir, loka án vistunar o.s.frv.) Vissulega eru tæknilegar ástæður fyrir því að skjöl úr nýrri útgáfu ganga ekki í eldri útgáfu ritvinnslukerfis, m.a. ýmsar endurbætur á síðusniði, í grafík, letri o.s.frv. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ýmis frá- gangur nýrra útgáfa kerfa er beinlínis þannig að notandinn er „neyddur“ til að kaupa miklu meira en hann þarf og með því að hafa ýmsar upplýsingar í handbókum þannig að þær séu lítt áberandi er hægt að þrýsta á notend- ur, t.d. fyrirtæki, að kaupa nýja út- gáfu t.d. fyrir 200 starfsmenn þegar einungis 10-20 þurfa raunverulega á henni að halda: Ósamræmið er áfram drjúg tekjulind. í næsta tölvupistli mun ég taka fyrir ákveðin dæmi sem sýna á hvem hátt þetta er gert og jafnframt verður lýst aðferðum við að nota jöfnum höndum í sama WP-kerfinu efnis- skrár sem unnar eru með útgáfu 5.1 og 6.0. BJARGVÆTTURINN „ASCII-skráin“ Þeir sem skrifa greinar í blöð og/ eða tímarit eða bækur og nota til þess einhverja tegund ritvinnslukerfis á 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.