Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 36
FJARMAL ÁHÆTTUFJÁRMAGN Á ÍSLANDI1987-1992: MJÖG HEFUR DREGIÐ ÚR ÁHÆTTUFJÁRMAGNI Greinarhöfundur, Haraldur Þorbjörnsson, útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands síðastliðið vor. Kandídatsritgerð hans fjallaði um áhættufjármagn á Islandi 1987-1992. Ritgerðin var unnin undir handleiðslu Þóris Einarssonar prófessors. í efnahagslegum þrengingum eða samdrætti, eins og verið hefur um skeið hér á landi, sprettur oft upp umræða um nauðsyn á nýsköpun og nýhugs- un. Nýsköpun snýst um það að gera eitthvað nýtt, gera eitthvað hefðbundið öðruvísi o.s.frv. í þeirri von að í kjölfarið komi aukinn hagvöxtur með aukinni hagsæld. Slíku fýlgir oft stofnun nýrra fyrirtækja utan um hug- mynd að nýrri vöru eða þjónustu eða upphaf nýrra viðskipta inn- an fyrirtækja sem þegar eiga sér sögu. Að baki býr gjaman þróunar- og rannsóknarvinna auk annarrar vinnu vegna aðhæfmgar hugmynda að fram- leiðslu og sölu. Slíkri vinnu fylgir kostnaður sem þarf að fjármagna. Fjármagn af því tagi er áhættufjár- magn. Um áhættufjármagn má því segja að það sé, á sama hátt og hug- myndir að nýrri vöm eða þjónustu eða nýjum aðferðum, undirstaða og uppspretta nýsköpunar. ÁHÆTTUFJÁRMAGN OG ÁHÆTTU FJÁRM AGNSAÐILAR Skilgreina má áhættufjármagn á ýmsa vegu en hér verður miðað við þá skilgreiningu að áhættufjármagn sé annars vegar fjármagn sem fest er í hlutabréfum fyrirtækja sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkaði og hins vegar áhættulán til langs tíma sem ekki eru tryggð með veðum eða öðrum tryggingum. Ennfremur má flokka áhættufjármagn eftir því á hvaða þróunarstigi fjárfestingin er. Þannig er hægt að flokka áhættufjár- magnið í þróunarfjármagn (Seed capi- tal), byijunarfjármagn (Start-Up capi- tal), fjármagn til vaxtar (Expansion capital), fjármagn til fyrirtækja sem stefna að skráningu á hlutabréfa- markaði, fjármagn til yfirtöku (lever- aged buy-out) og íjármagn til fjár- hagslegrar endurskipulagningar. Áhættan, semtekiner, ermismikil milli þessara flokka. Þróunar-og byij- unarfjármagni fylgir mesta áhættan en fjármagni til fyrirtækja sem stefna að skráningu á hlutabréfamarkaði fylgir að jafnaði sú minnsta. Áhættufjármagn kemur aðallega frá fyrirtækjum, einstaklingum, sveitarfélögum, lífeyrissjóðum, bönkum, tryggingafélögum og stofn- unum hins opinbera. Sumir þessara aðila hafa dreifmgu áhættufjármagns sem sérstaklega skilgreindan hluta af starfsemi sinni, þ.e. hafa það að markmiði sínu að veita áhættu- lán og/eða að kaupa hlutabréf fyrir- tækja sem ekki eru skráð á hluta- bréfamarkaði. Slíkir aðilar eru áhættufjármagnsaðilar. Þeir, sem ekki teljast til áhættufjármagnsaðila, svo sem á við um flesta einstaklinga, fyrirtæki, banka, sveitarfélög, líf- eyrissjóði og tryggingafélög hér á landi (undantekningar: Burðarás hf. og Lífeyrissjóður verslunarmanna), hafa hins vegar dreifingu áhættufjár- magns ekki að markmiði sínu heldur er um tilfallandi framlög að ræða. Á ÍSLANDIERU13 ÁHeTU- FJÁRMAGNSAÐILAR Framboð áhættufjármagns í formi MYNDIR: KRISTJÁN E. EINARSSON 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.