Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 35
ÚR BÓKARDÓMNUM Bókin á vafalaust eftir að vekja fjörugar umræður, einkum með forstjórum og framkvxmdastjórum, enda virðist hún einkum ætluð þeim. Mesta auðlindin er í manninum sjálfum, segir Þor- kell, hugviti hans ogþekkingu. Nú er runninn uþþ tími þekkingarþjóðfélagsins. Þorkell virðistekki alltafgera strangan greinarmun á heilu þjóðfélagi annars vegar og einstökum fyrirtækjum hins vegar. Þar er ég honum ósammála. þeirra er að finna greiðfærustu leiðir hverju sinni að þeim markmiðum. LAUSNARORÐIÐ ER EKKIBETRI STJÓRNUN ÞJÓÐARBÚSINS Lausnarorðið er því ekki betri stjórnun þjóðarbúsins eða þjóðar- skútunnar. Þetta er líkingamál sem dylur það að hver maður rekur sitt bú eða stýrir sinni skútu og aðalatriðið er að þeir geti gert það í friði hver fyrir öðrum. Þess í stað þurfum við að leita að leikreglum sem laða fram hið góða í mönnum og halda aftur af hinu illa í þeim. Skynsamlegast er að reyna að tryggja að það, sem borgi sig fyrir einstaklinginn, borgi sig líka fyrir þjóðarheildina. Það skipulag, sem kemst næst því að tryggja þetta, er auðvitað ekkert annað en kapítalismi, skipulag óheftrar samkeppni, frjálsra viðskipta og fullkomins séreignar- réttar. Það fer því víðs fjarri að hann sé úreltur eins og Þorkell gefur í skyn; hvergi er hans einmitt meiri þörf en í því þekkingarþjóðfélagi, sem hann lýsir. HVERS VEGNA HAFA FÍLAR í AFRÍKU OG FISKAR VIÐ ÍSLAND VERIÐ í ÚTRÝMINGARHÆTTU? Tökum dæmi. Þorkell talar um mengun og bendir á þau úrræði að endurvinna úrgang, auðvelda meng- unarvamir og nota nýja orkugjafa. En þetta eru frómar óskir fremur en skynsamlegar leikreglur. Svarið við áhyggjum umhverfisverndarsinna er auðvitað fullkomnari séreignarréttur og víðtækari notkun frjálsrar verð- myndunar. Hvers vegna hafa fflar í Afríku og fiskar við ísland verið í út- rýmingarhættu? Vegna þess að eng- inn hefur átt þessi gæði og gætt þeirra. Hvers vegna veitir verk- smiðja úrgangi sínum í hreina og tæra bergvatnsá? Vegna þess að enginn á bergvatnsána eða hefur af henni lög- varin afnotaréttindi. Þar sem ekki er unnt að koma við skilgreiningu eign- arréttar ætti að vera unnt að leggja á sérstaka mengunarskatta svo að mengun bitni á þeim sem menga. Að- alatriðið er að mengunin hætti að borga sig. NÁTTÚRUAUÐLINDIR ÁN HIRÐIS í sjónvarpsþætti, sem ég tók ný- lega þátt í með dr. Pétri Blöndal talaði Pétur um vandann sem stafaði af fé án hirðis. Þegar mengunarvandinn er skoðaður grannt kemur í ljós að hann snýst um náttúruauðlindir án hirðis. Aðalatriðið er þess vegna að finna þeimhirði, skipaþeim eigendur. Það, sem allir eiga, hirðir enginn hins veg- ar um, eins og Aristóteles benti á þegar hann var að leiða rök gegn sam- eignarstefnu Platóns fyrir rúmum tvö þúsund árum. Þetta er líka skýringin á því hvers vegna umhverfisspjöll hafa reynst svo stórkostleg í sósíal- istaríkjunum fyrrverandi. Lln ÞROSKAÐUR FJÁRMAGNSMARKAÐUR Ég geri ráð fyrir því að Þorkell sé mér sammála; en ég hefði viljað að þetta hefði komið skýrar fram í bók hans. Ég get hins vegar tekið heils hugar undir það með Þorkeli að einn helsti annmarki íslensks hagkerfis er Iítt þroskaður fjármagnsmarkaður. Brýna nauðsyn ber til að efla fjár- magnsmarkaðinn með því tvennu að færa fjármagn úr höndum ríkisins til einkaaðila, með einkavæðingu, og að hætta að raska verði fjármagnsins, til dæmis með niðurgreiddum vöxtum í opinberum sjóðum. Þorkell hefur hka rétt fyrir sér um það að heppilegt getur verið að hópur „kjölfestuhlut- hafa“ stjórni stórum fyrirtækjum svo að reynsla, þekking og traust ein- kenni reksturinn. Það breytir því þó ekki að æskilegt er auka stórlega hlutaijáreign venjulegs fólks í ís- lensku atvinnulífi. GOTT OG ÞARFT FRAMLAG Við þurfum lífrænt, sívirkt hagkerfi aðlögunarhæfni og endurnýjunar með víðtækri þátttöku almennings og góð- um skilningi á lögmálum atvinnulífs- ins. Þetta rit Þorkels Sigurlaugssonar er gott og þarft framlag til að auka þann skilning. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.