Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 64
FOLK HELGA HILMARSDÓTTIR, SKÍFUNNI: TÓNLIST OG KVIKMYNDIR ER OKKAR FAG í SKÍFUNNI Helga valdi á milli flugfreyjustarfs og verslunarstjómar þegar Skífan opnaði verslun sína í Kringlunni 1987. Eiginmaður helgu er Jón Ólafsson, forstjóri Skífunnar. „Skífan er stórt fyrir- tæki í skemmtana- rekstri og gengur ágætlega, miðað við samdráttinn í þjóðfé- laginu, sem við finnum lítillega fyrir. Við rek- um kvikmyndahúsið Regnbogann, erum stórir umboðsaðilar fyrir myndbönd, gefum út hljómplötur og flytj- um þær inn og seljum í fjórum verslunum. Samdrátturinn kemur misjafnlega við þessar rekstrareiningar en í heildina gengur þetta vel,“ segir Helga Hilm- arsdóttir, kaupmaður í Skífunni. Helga er 35 ára og lauk versl- unarprófi frá Verslunarskóla ís- lands 1977. Árið eftir eignaðist hún bam og sama ár var Skífan stofnuð. 1981 gerðist Ilelga flugfreyja og stundaði jafnframt nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og lauk stúdentsprófi þaðan 1983. „Ég hætti að fljúga 1987 þegar við opnuðum verslun í Kringlunni. Ég sá um hönnun og undibúning að opnun hennar og varð að velja á milli flugsins og þess að starfa við verslun- ina. Þetta var svo skemmtilegt að ég átti ekki í erfiðleikum með að gera upp á milli. Ég valdi verslunarstjórastarfið og hef síðan haft yfirumsjón með verslunum okkar, sem em nú orðnar §órar,“ segir Helga. SPOR ER SAMKEPPNISAÐILI „Mér finnst það nánast eins og að hugsa um böm að sjá um rekstur á verslununum og legg mikla vinnu í starfið. Fyrir utan umsjón með innkaupum og rekstri tek ég að mér afgreiðslu dag og dag í hverri verslun til að geta betur gert mér grein fyrir hvemig þær virka og hvað mætti betur fara. Við flytjum inn allt sem við seljum en það er tónlist af öllu tagi á geisladiskum, kassettum og myndböndum. Við seljum einnig hljóðfæri í tveimur af verslunum okkar, á Laugavegi 96 — Hljóðfæraverslun Reykjavíkur, og í Kringlunni. Hinar verslanimar em á Eiðis- torgi og stórverslun á Lauga- vegi 26.“ Um samkeppnisstöðuna sagði Helga að hún liti á hið nýja fyrirtæki, Spor, sem sam- keppnisaðila en það var stofnað þegar Steinar hf. varð gjald- þrota. Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar, á 50% eignarhlut í Spori og fyrirtækið sér um hljómplötuútgáfu og innflutning en er rekið alveg sjálfstætt þó að Jón sitji í stjórn þess.“ HESTAMENNSKA OG LÍKAMSRÆKT Eiginmaður Helgu er Jón Ólafsson, forstjóri Skífunnar, og eiga þau þrjú böm, 16, 8 og 4 ára. Helga segir að starfið sé helsta áhugamálið en fyrir þremur árum fengu þau hjón áhuga á hestamennsku og eiga nú sex hesta. „Þetta hentar okkur mjög vel því hestamir em á beit þegar háannatíminn er hjá okkur, mánuðina september til desem- ber. Þegar hestamir koma í hús er orðið rólegara hjá okkur og við höfum góðan tíma til að sinna þeim fram á vorið og að stunda útreiðar á sumrin. Ég var í svejt sem bam og vinnu- brögðin rifjast fljótt upp. Dýrin eignast hlut í manni þegar mað- ur fer að sinna þeim og mér finnst það góð tilfinning. Ég stunda líkamsrækt í World Class og fer þangað þrisvar til fimm sinnum í viku. Mér finnst nauðsynlegt að hreyfa mig og á sumrin skokka ég í hópi með nokkmm kon- um,“ sagði Helga. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.