Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 21
verið komið ískyggilega nálægt hengifluginu að þeim tíma liðnum. Kröfurnar til hans eru því skýrar og miklar; tími hans við að sjá árangur er ekki ótakmarkaður. Þessi stjórnandi er auðvitað að glíma við afleiðingar ákvörð- unar annars stjórnanda í for- tíð. Hann á því ekki sök á því hvernig málum er komið. Hann er hins vegar ráðinn gagngert til að taka á málun- um og rétta skútuna við. Viðfangsefni slíks stjórn- anda er það sama og allra annarra stjórnenda; að gera fyrirtækið verðmætara. Það gerir hann með því að fara ofan í saumana á þeirri verðmætasköpun, fram- legð, sem á sér stað innan fyrirtækisins. Ekki dugir að selja karamellu á 2 krónur ef hún kostar 3 krónur í fram- leiðslu — og ætla svo að lifa á veltunni eins og einhvern tímann var sagt í gamni. FRAMLEGÐ OG ARÐSEMI HVERRAR VÖRU Arðsemi hverrar vöru, og hvernig hægt er að auka hana, skiptir stjórnanda mestu máli. Gamla lögmál- ið, um að ná sem mestum tekjum með sem minnstum tilkostnaði, er enn í gildi. Getur hann hækkað verð vörunnar? Hvers eðlis er varan? Notar hann úrelt tæki við að framleiða hana? Eru of margir starfs- menn að framleiða hana og getur hann fækkað þeim? Getur hann keypt ýmsa þjónustu við fram- leiðslu vörunnar ódýrar en áður? Gefur varan svo lítið af sér að hann verði einfaldlega að hætta að framleiða hana? Spurningarnar eru ótalmargar sem stjórnandi verður að velta fyrir sér til að auka verðmætasköpun í fyrirtækjum.. Oft getur útkoman í reikningsdæminu einfaldlega verið að losa sig við vöru sem er óarðbær. Stjórnandi, sem ræðst til skuldugs fyrirtækis með mikinn fjármagns- kostnað, á um þrjár leiðir að velja. Að ná niður skuldunum með sölu eigna, fyrirtæki með hagnaði í kreppu. Engu að síður eru afleiðingarnar gagnvart eigendum fyrirtækisins þær sömu sé fyrirtækið rekið með tapi. Stjórnand- inn kemst þess vegna ekki hjá því að auka framlegð hverrar vöru hvort sem það er kreppa eða ekki. Ef fyrir- tæki nálgast hengiflugið gagnar lítið að segja að ytri aðstæður séu orsökin. Um það er ekki spurt á þeirri stundu. Stjómandi þarf að grípa til aðgerða í nútíð til að rétta fyrirtækið við. Þegar inn kemur nýtt hlutafé til að styrkja fyrir- tækið og grynnka á skuld- um, og þar með fjármagn- skostnaði, hafa eignarhlut- föllin í fyrirtækinu breyst sé það utanaðkomandi aðili sem leggur inn hið nýja hlutafé. Fyrrum aðaleigandi hefur þá tapað hluta fyrir- tækisins. Málið er hins veg- ar að það er betra fyrir hann að tapa hluta af því en öllu. Sala á nýju hlutafé byggist hins vegar á því að stjórna- ndinn sé að auka framlegð- ina og hafi gripið til ráðstaf- ana sem geri fyrirtækið verðmætara í framtíðinni. Nýir hluthafar horfa á fram- tíðina. Þess vegna hefur stjórnandi ekki ótakmarkað- an tíma til að breyta gangverki fyrir- tækisins. ER HÆGTAÐREKAÖLL FYRIRTÆKIMEÐ HAGNAÐI? Kjarninn í vangaveltum okkar um að skipta skuli um forstjóra, reki hann fyrirtæki með tapi þrjú ár í röð, er nauðsyn hagnaðar í fyrirtækjum hvort sem það er kreppa eða ekki. Málið er, hvort ekki sé hægt að reka öll fyrirtæki með hagnaði yfir þriggja ára tímabil sé þeim vel stjórnað. Við ljúkum þessari umfjöllun okkar á að líkja forstjóra í fyrirtæki við skip- stjóra á fiskiskipi, karlinn í brúnni. Báðum er ætlað að fiska. Hvað væri gert við karl í brúnni sem fiskaði illa þrjú ár í röð? Eða knattspyrnuþjálfara ef lið hans væri í fallbaráttu þrjú ár í röð? nýju hlutafé eða að reyna að nýta fjár- festinguna, fasta kostnaðinn, betur. Hugsunin á bak við síðustu leiðina er sú að fjölga vörutegundum vegna Forstjóra í fyrirtæki er stundum líkt við skipstjóra á fiskiskipi, karlinn í brúnni. Hvað væri gert við karl í brúnni sem fiskaði illa þrjú ár í röð? Eða knattspyrnu- þjálfara ef lið hans væri í fallbaráttu þrjú ár í röð? þess að fastur kostnaður eykst ekki. Viðbótartekjur af nýjum vörum verð- ur þá að vera meiri en viðbótarkostn- aður. Þar með hefur hann náð fram nýjum tekjum í fyrirtækinu til að standa undir lánunum. Þegar viðskiptalífið er í lang- varandi efnahagslæð, eins og reyndin hefur verið hér á landi, þar sem atvinnuleysi eykst og kaupmáttur fólks minnkar, getur vissulega verið erfitt fyrir stjórnanda að selja eignir til að grynnka á skuldum eða brydda upp á nýjum vörum til að ná í viðbótartekjur. Þess vegna má spyrja sig að því hvort það sé sambærilegt að forstjóri reki fyrirtæki með tapi þrjú ár í röð í kreppu eða á tímum góðæris. Augljóslega er erfiðara að reka 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.