Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 5

Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 5
RITSTJORNARGREIN STJÓRNENDUR VANMETA MIKILVÆGIHAGNABAR Stjórnendur íslenskra fyrirtækja vanmeta mikilvægi hagnaðar sem helsta mælikvarða á árangur forstjóra við stjórnun fyrirtækja. Þetta kemur fram í mjög athyglisverðri skoðanakönnun sem Frjáls verslun hefur látið gera og birt er í þessu tölublaði. Niðurstaðan kemur ekki aðeins á óvart heldur veldur hún vonbrigðum. Hún sýnir að auka þarf umræðuna um mikilvægi hagnaðar og góðrar stjórnunar hjá fyrirtækjum. Frjáls verslun lét í könnuninni einnig spyrja stjórnendur hvort skipta ætti um forstjóra ræki hann fyrirtæki með tapi þrjú ár í röð. Meirihluti var því fylgjandi. Það þýðir að hluti þeirra, sem ekki töldu hagnað helsta mælikvarða á árangur forstjóra, var samt þeirrar skoðunar að skipta ætti um for- stjóra ræki hann fyrirtæki með tapi þrjú ár í röð. Þetta svar sýnir meiri stuðning við hagnaðarhugsunina. Mikilvægi hagnaðar við rekstur fyrirtækja felst í því að án hagnaðar geta fyrirtæki ekki viðhaldið styrk sínum, far- ið út í frekari fjárfestingar, aukið umsvif sín, skapað líeir- um atvinnu eða greitt hærri laun. Svo einfalt er það. Þess vegna kemur það á óvart að meirihluti stjórnenda telji hagnað ekki besta mælikvarðann á árangur forstjóra í starfi. Án hagnaðar næst ekki fram nauðsynleg arðsemi til eig- enda fyrirtækjanna, hluthafanna. Þar með verður fjárfest- ing þeirra í fyrirtækjunum óarðbær og áhugi þeirra á að kaupa hlutafé snarminnkar. Eigendur líta á litla arðsemi hlutabréfa sem fórnarkostnað. Þeir reikna út hvað þeir fengju lægju þeir með peningana annars staðar, til dæmis í ríkisskuldabréfum. Leiðir stjórnenda fyrirtækja og eigenda þeirra verða að liggja betur saman. Það kemur spánskt fyrir sjónir að mæli- kvarði þeirra á árangur skuli ekki vera sá sami þegar aldrei hefur verið eins mikilvægt að styrkja íslenskan hlutabréfa- markað og einmitt núna; fá fólk til að leggja fé í fyrirtæki. Miklar umræður hafa verið um óarðbærar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi á undanförnum áratugi. Þessar óarð- bæru fjárfestingar hafa nú komið þjóðinni í koll með sam- drætti og atvinnuleysi. í stað þess að kakan stækki og hagur allra batni er kakan að minnka. Það er við þessar kring- umstæður sem meirihluti stjórnenda telur að eitthvað ann- að en hagnaður sé helsti mælikvarði á árangur forstjóra í starfi. Eflaust má finna ýmsar skýringar á þessari niðurstöðu. Ein er sú að hið opinbera er - og hefur verið - með allt of mikil afskipti af viðskiptalífinu, ekki síst í gegnum fjárfest- ingarsjóði og bankakerfið. Þar hafa kröfur til arðsemi fjár- festinga ekki verið nægilega í hávegum hafðar. Þá hafa stjórnmálamenn verið gjarnir á að grípa til sértækra ráð- stafana við að vernda ákveðnar atvinnugreinar. Það má líkja því við meinsemd að á meðal stjórnenda skuli hugsunin um hagnað og arðsemi ekki vera efst á blaði sem mælikvarði á árangur. Stjómandi, sem veit ekki ná- kvæmlega frá degi til dags hvernig reksturinn gengur og hverju hann skilar, á erfitt með að ná fram aukinni fram- leiðni í fyrirtæki sínu. En framleiðni er undirstaða hagvaxt- ar í landinu. Þegar á reynir er hagnaður og arðsemi mikilvægasti mælikvarðinn á árangur stjórnenda í starfi. Könnun Frjálsrar verslunar sýnir hins vegar að auka þarf umræð- una um nauðsyn hagnaðar og góðrar stjórnunar. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AU GLÝ SING ASTJ ÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Auglýsingasími 685380 — RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.995 kr. fyrir 6.-10. tbl. — 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með greiðslukorti. 499 kr. á blað nema bókin 100 stærstu sem er á 999 kr. LAUSASÖLUVERÐ: 599 kr. — SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. GRAFÍK: G. Ben. prentstofa hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.