Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 31
ir þungavigtarmenn í íslensku við- skiptalífi og nægir að nefna Ingimund Sigfússon í Heklu, Áma Samúelsson bíókóng, Gunnar Dungal fram- kvæmdastjóra Pennans, Bolla kaup- mann í 17, og fleiri koma þar við sögu. „Þetta er mikill vinnuþjarkur og geysilega vel skipulagður,“ segir Gunnar Dungal, svili Ósk- ars. „Hann er snjall samn- ingamaður, fljótur að átta sig og mjög rökfastur í deil- um.“ Óskar les mikið í fríst- undum sínum og er að sögn alæta á góðar bækur. Hann fékkst talsvert við blaða- mennsku og sagt er að hann hafi gengið með rithöfund í maganum eins og fleiri í því fagi. Meðal eftirlætishöf- unda hans má nefna Einar Kárason, og Einar Má Guðmundsson en af erlend- um höfundum er það Oscar Wilde, nafni hans, sem hann hefur hvað mest dálæti á. Samstarfsmenn Óskars í Ríkisútvarpinu voru Þórunn Gestsdóttir ritstjóri, Guð- mundur Ámi Stefánsson heilbrigðisráðherra og Guð- jón Friðriksson sagnfræð- ingur. Þetta var á hinum steinrunnu árum Ríkisút- varpsins þegar nauðsynlegt þótti að í hópi umsjónar- manna væru fulltrúar allra stjómmálaskoðana. Þáttur þeirra, I vikulokin, varð vin- sæll og margt var brallað sem var á skjön við viðtekn- ar venjur. Þau voru fyrst til þess að gera símaat að út- varpsefni sem nú er orðin gömul lumma. Þegar Óskar hringdi í kaupfé- lagsstjóra úti á landi og seldi honum 900 pör af gúmmískóm númer 43 og ullarsokka með kom áminning frá Andrési Björnssyni sem var á Óskar eins og vatnsgusa á gæs. Það þótti ekki við hæfi að nota útvarpið til þess að atast í fólki. HEFUR EKKIÞOUNMÆÐI GAGNVART AULUM „Hann er vinur vina sinna, mikill húmoristi, útsjónarsamur og ráða- góður,“ segir Þórunn Gestsdóttir rit- stjóri, „hann er skjótur í svörum og mörgum finnst hann hrokafullur en hann er fljóthuga og beinskeyttur en hefur ekki þolinmæði gagnvart aul- um.“ Óskar stundar veiðimennsku í frístundum sínum og er meðlimur í veiðifélagi sem heitir SalmoJuris. Fé- lagið samanstendur, eins og nafnið gefur til kynna, einkum af lögfræðing- um. Félagið fer eina veiðiferð á ári í ýmsar ár og er reynt að hafa ferðina eins glæsilega og kostur er. Síðastlið- ið sumar fóru fisknir lögfræðingar í Laxá í Dölum. Þar eltist Óskar á sín- um tíma sem blaðamaður við stórfisk á þurru landi þegar hann tók viðtal við Neil Armstrong geimfara sem fékkst þar við veiðar. Þeir sem sögðu skrifara kost og löst á Óskari varð tíðrætt um að hann tæki aldrei á sig krók framhjá átökum. Hann gengi jafnan beint framan að mönnum og væri óragur við að segja mönnum skoðun sína á frammistöðu þeirra og léti sér í léttu rúmi liggja þótt hann eignaðist óvini. Þeir bentu jafnframt á að þetta væri hæfileiki sem Óskari gæti verið hollt að temja nokkuð. Harður nagli sem enginn ætti að takast á við nema vera vel undirbúinn. Þarna fer maður sem með framkomu sinni hefur stundum eignast óvini en er nákvæmlega sama og tekur ekki á sig krók til að smjaðra fyrir einum eða neinum. Mönnum bar þó saman um að eftir átök væri jafnan stutt í gamansemina og Óskar ætti til að vera meinstríðinn og hrekkjótt- ur, „eins og hann á ætt til,“ bætti gamall vinur hans við. „Stundum ætti hann að sitja á sér í eina umferð. Honum finnst gaman að át- ökum og stundum skelfir hann menn með þessum lát- um,“ sagði fyrrum sam- starfsmaður sem sagði að Óskar væri sanngjam en óvæginn baráttumaður því hann beygir sig gjaman fyrir rökum. „Þetta er einhver besti vinnufélagi sem hægt er að hugsa sér. Hann er harð- duglegur, sanngjarn og stutt í gamansemina. Við unnum saman bæði í byggingar- viimu og við blaðamennsku og mér líkaði það ávallt vel,“ sagði Sigurður Valgeirsson ritstjóri sjónvarpsþáttarins Dagsljóss í sam- tali við blaðið. Þeir Óskar bjuggu í sömu blokk í Vogunum og fylgdust að í gegnum barnaskóla og menntaskóla. „Hann er höfðingi við vini sína, veitull og örlátur. Hann er mjög jarð- bundinn og raunsær í viðskiptum. Hann getur komið manni á óvart með hlýju sinni þrátt fyrir harðan skráp. Hann er harður í horn að taka og ég býst við að hann sé erfiður andstæð- ingur ef menn strjúka honum öfugt.“ ð U ð V ð Óskar Magnússon forstjóri Hagkaups. Um hann er sagt: „Hann er harðduglegur, sanngjarn og stutt er í gamansemina hjá honum. Ég býst þó við að hann sé erfiður andstæðingur ef menn strjúka honum öfugt.“ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.