Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 50
ERLENT BORG MILUÓNAMÆRI Glæsivilla milljónamæringsins Jack Hutchengs í Fort Lauderdale. Húsið kostaði 7.9 milljónir dollara. Hundruð lystisnekkja á borð við þessar hér sjást á síkjunum í Fort Lau- derdale. Slíkir bátar kosta skildinginn. Fort Lauderdale í S-Flórída er borg milljónamæringa. Þar hafa fjölmargir ríkir Bandaríkja- menn sest að og byggt glæsivill- ur. Dýrustu lóðirnar er að finna við síkjakerfi borgarinnar en síkin voru grafin til að varna flóðum í Flórída. Ferðamanna- straumur til borgarinnar er mik- ill og hana sóttu heim um fimm milljónir ferðamanna á síðasta ári. Þar er vinsæl strönd, mörg hótel og veitingastaðirnir eru TEXTI OG MYNDIR: BJARNI BRYNJÓLFSSON 50 yfir tvö þúsund talsins. Frjáls verslun var á ferð í þessari borg kaupahéðna og kvikmynda- stjarna á dögunum. GOLF OG LYSTISNEKKJUR Um síkin líða lystisnekkjur og hrað- bátar hinna ríku í hundraðatali. Og fyrir utan villurnar getur að líta glæsi- snekkjur sem kosta sumar hverjar vel yfir milljón dollara. Golf er sport hinna ríku í Bandaríkjunum og í Fort Lau- derdale og nágrenni eru meira en fimmtíu golfvellir. Til að sjá hversu vel milljónamær- ingamir búa er best að taka svokall- aðan Water-Taxi en það eru bátar sem fara í áætlunarferðir um síkin. Skipstjórnarmenn þessara báta eru hafsjór af fróðleik um sögu borgarinn- ar og íbúana sem búa í villunum. Þeir fræða farþega sína t.d. um það hversu mikið kostaði að byggja villur milljónamæringanna og hversu mikið þeir borga í fasteignaskatta á ári. EIGENDUR BLOCKBUSTER OG WENDY’S KEÐJUNNAR Við síkin í Fort Lauderdale búa t.d. milljónamæringarnir Wayne Hui- zenga (hann á Blockbuster mynd- bandakeðjuna, Florida Marlins hafna- boltaliðið, Miami Dolphins fótboltalið- ið og Florida Panthers hokkíliðið), Lee Majors (kvikmyndastjama), Michael Egan (sem á Alamo bflaleigu- fyrirtækið), Dave Thomas (eigandi Wendy’s skyndibitakeðjunnar), Ro- bert Levine, Terry Stiles (einn stærsti byggingaverktakinn á Flór- ida), Jon Crupnick (lögfræðingur sem vann m.a. mál gegn bflaframleiðand- anum Ford er snerist um bensíntanka sem sprungu við árekstur í vissri teg- und Ford bifreiða). LOFTRÆSTIKERFI í BÍLA GEFUR VEL AF SÉR En sá sem á stærstu höllina í Fort Lauderdale er Jack Hutchengs. Hann varð ríkur á því að finna upp loftræsti- kerfi í bfla sem hann fékk einkaleyfi á. Gárungarnir í Fort Lauderdale segja að hann geri lítið annað en að telja peninga. Höll Hutchengs minnir á rómverskt setur. Byggingin er hvít- máluð og fyrir utan standa háir, bein- vaxnir pálmar í stíl við myndarlegar súlur hallarinnar. Kostnaðurinn við bygginguna var töluverður, eða 7.9 milljónir dollara. Hutcheng borgar um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.