Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 58
VEITINGAREKSTUR Wilhelm Wessman, hótelstjóri á Holiday Inn: „Það höfðu fáir trú á að þetta yrði vinsælt þegar ég útbjó þetta fyrst, í hádegi 22. og23. desember, en þeir sem komu voru svo hrifnir að næsta ár byrjaði ég viku fyrr. “ höfðu jólaglöggi erlendis, hafi innleitt drykkju á jólaglöggi hér á landi um 1967. „Það var fastur liður í mörg ár að Flugfélagið byði starfsmönnum sínum í jólaglögg á Hótel Sögu um miðjan desember og einnig var starfsmönn- um ferðaskrifstofanna boðið,“ segir Wilhelm. BEAUJOLAIS NOUVEAU En hvað er þá drukkið í staðinn fyrir jólaglögg? Frá Frakklandi hafa veitingahúsin nú tekið upp þann sið að bjóða glæ- nýtt, kælt rauðvín í desember og kjósa margir að drekka það með jóla- hlaðborðunum. Frakkar skapa mikla stemningu í kringum það þegar tapp- inn er tekinn í fyrsta sinn úr Nouveau rauðvínsflösku en það er vín sem búið er til úr uppskeru sumarsins. Hefur sá siður myndast að drekka þetta unga vín í desember og hafa íslend- ingar slegist í hóp veitingamanna víða að úr heiminum sem keppast við að bjóða Nouveau sama dag og leyfilegt er að byrja að neyta þess. Nokkur veitingahús sameinuðust um að ná í Beaujolais Nouveau með flugvél til Frakklands og var það kom- ið til landsins þegar leyfilegt var að opna fyrstu flöskuna, þann 18. nóv- ember, klukkan 18:00. Var saman- kominn hópur fólks í Perlunni til að gæða sér á nýja víninu á sömu stundu og flöskumar voru opnaðar í París og annars staðar í heiminum. Beaujolais Nouveau verður einnig til sölu í út- sölustöðum ÁTVR og getur fólk því notið þess heima hjá sér að smakka á uppskerunni frá því í sumar. Beaujolais er syðsta héraðið af sex í Burgundi (Bourgogne), en svo nefn- ist austurhluti Mið-Frakklands. Beaujolais vín eru nánast eingöngu búin til úr Gamay vínberjum, þau eru létt og með ávaxtakeim og þeirra má neyta meðan þau eru „ung“. Oftast þurfa vín að vera eins til þriggja ára þegar þeirra er neytt en Nouveau vín- in eru frábrugðin og mega framleið- endur selja þau frá 15. desember upp- skeruárs til 31. ágúst næsta árs en með sérstakri undanþágu yfirvalda er nú leyfilegt að byrja mánuði fyrr. Vín- ið er ekki orðið fullgerjað og líkist ávaxtasaft. Best er að bera það fram léttkælt og því freyðir það dálítið á meðan það er enn ungt. Nouveau vín er orðið að venjulegu Beaujolais víni um páska. GIRNILEG TILBOÐ Á Hótel Sögu hefur verið stöðug aukning gesta í jólahlaðborð frá því byrjað var að bjóða upp á þau í Grillinu upp úr 1980 og þar hefur íslenskum réttum verið bætt við hið hefðbundna danska jólaborð, svo sem laxi, hangi- kjöti, lambalæri og fiskrétti dagsins. „í tengslum við jólahlaðborðið höf- um við skipulagt tvö skemmtikvöld í desember og ball á eftir, laugardags- kvöldin 4. og 11. desember. Verðið fyrir matinn og þessa skemmtun verður aðeins 2.500 krónur," sagði Sveinbjöm Friðjónsson, yfirmat- reiðslumaður á Hótel Sögu. „Fyrir hópa höfum við sér sali þar sem hægt er að njóta þess að borða mat af jóla- hlaðborði. Við munum bjóða nýja rauðvínið frá Frakklandi en ætlum að breyta aðeins áherslum varðandi vín- in, t.d. bjóða kampavín til að auka stemninguna og þurrt sherry fyrir matinn,“ sagði Sveinbjörn. „Það má segja að um þriðjungur gesta okkar séu fastagestir sem eru bókaðir ár hvert,“ sagði Bjarni Árna- son á Óðinsvéum en hann sér einnig um veitingarekstur í Viðeyjarstofu þar sem einnig er boðið upp á jóla- hlaðborð og hægt verður að fá séra Þóri Stephensen staðarhaldara til að flytja jólahugvekju. „Nokkur lítil fyrir- tæki koma reglulega til okkar og halda Sveinbjörn Friðjónsson, yfirmatreiðslumaður á Hótel Sögu: „Við munum bjóða nýja rauðvínið frá Frakklandi en ætlum að breyta aðeins áherslum varðandi vínin, bjóða kamþavín ogþurrt sherrý fyrir matinn. “ 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.