Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 14
FRÉTTIR ÚTGÁFU FYRIRTÆKIFRJÁLSRAR VERSLUNAR: ÞRETTÁN GÓÐAR FRÁ FRÓÐA Á SAMA VERÐIOG í FYRRA Útgáfufyrirtæki Frjálsrar verslunar, Fróði hf., gefur út þrettán bækur fyrir þessi jól. Þrátt fyrir að virðisauka- skattur sé lagður á bækur er verð bóka frá Fróða á sama verði og í fyrra. Fróði tekur ekki þátt í samráði bókaútgefenda um að auglýsa bækur ekki í sjónvarpi fyrir þessi jól — til að ná kostnaðinum niður — en býður engu að síður bæk- urnar á sama verði og í fyrra. Hér fer á eftir kynn- ing á bókum Fróða. SPOR í MYRKRI Spor í myrkri er skáld- saga eftir Þorgím Þráins- son. Bókin fjallar um nokkur ungmenni sem fara í útilegu í afskekkt byggðarlag um verslun- armannahelgina. Þetta á fyrst og fremst að verða skemmtiferð en málin taka óvænta stefnu. Þetta er dulmögnuð bók. Þorgrím Þráinsson þarf ekki að kynna, hann hef- ur verið metsöluhöfund- ur undanfarin ár. SUNDUR OG SAMAN Þetta er skáldsaga eftir Jónínu Leósdóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga Jón- ínu en hún hefur skrifað ævisögur og þýtt nokkrar bækur auk þess sem smá- sögur eftir hana hafa birst í tímaritum. Bókin fjalla um unglinga sem standa á krossgötum. Ljúfsár ást lætur á sér kræla og á ýmsu gengur í samskiptum ungmenn- anna við eldri kynslóð- ina. Jónína skrifaði í fyrra viðtalsbók við Rósu Ingólfsdóttur, Rósumál. STEPHEN KING Stephen King bókin frá Fróða í ár heitir Háska- leikur. Hún er í þýðingu Guðbrandar Gíslasonar. Á ensku nefnist bókin Gerald’s game. SALTBRAGÐ HÖRUNDSINS Saltbragð hörundsins er eftir frönsku skáldkon- una Benoite Groult í þýð- ingu Guðrúnar Finnboga- dóttur. Bókin heitir á frummálinu Las Vais- seaux du cæur. Þetta er bók sem farið hefur sigur- för um Evrópu. STRÁKARNIR OKKAR Strákarnir okkar er eft- ir Sigmund Ó. Steinars- son blaðamann. Hún fjall- ar um íslenskan hand- knattleik. Sagt er frá öllum landsleikjum sem Islendingar hafa leikið. Bókin er mikið mynd- skreytt. Sigmundur hefur sent frá sér bækur um íþróttir og íþróttamenn sem hafa sögulegt gildi. Strákamir okkar er skemmtileg uppflettibók. BRUGGIÐ OG BANNÁRIN Bmggið og bannárin er eftir Arnar Guðmundsson og Unnar Ingvarsson. Þetta er bók um storma- saman og umdeildan þátt íslandssögunnar. Árið 1915 tók algert áfengis- bann gildi á Islandi og stóð það allt til ársins 1935. Höfundar bókar- innar hafa lagt mikla vinnu í að kynna sér allar hliðar þessa máls. Unnar er við meistaranám í sagnfræði og Arnar Guðmundsson er fjöl- miðla- og bókmennta- fræðingur, auk þess sem hann hefur starfað sem blaðamaður. ÞÚ GEFST ALDREI UPP, SIGGA Ævisaga Sigríðar Rósu Kristinsdóttur er kunn fyrir skelegga útvarps- þætti sína þar sem hún segir mönnum umbúða- laust til syndanna. Sig- ríður Rósa býr á Eski- firði. Líf hennar hefur sannarlega ekki verið dans á rósum. En hún hef- ur alltaf barist og hvergi hopað. Hún hefur aldrei gefist upp. Elísabet Þor- geirsdóttir blaðamaður skrifar viðtalsbókina við Sigríði Rósu. SAGA HAUKS MORTHENS Bókin um Hauk Mort- hens, söngvara og séntil- mann, heitir einfaldlega Til em fræ. Jónas Jónas- son, útvarpsmaður og rit- höfundur, skrifar bókina. Þegar Jónas hóf að skrifa bókina var Haukur orð- inn helsjúkur af krabba- meini og lést áður en verkinu var lokið. En þá hlupu vinir Hauks og Ragnheiður Magnúsdótt- ir, eiginkona hans, í skarðið. MANGAMEÐ SVARTAN VANGA Manga með svartan vanga er eftir Ómar Ragnarsson fréttamann. Ómar er þjóðkunnur fyrir 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.