Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 42

Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 42
MARKAÐSMAL ISLENSKIR VISINDAMENN EKKI MARKAÐSSINNAÐIR? - RÁÐSTEFNA ÍSLENSKRA VÍSINDAMANNA MEÐ JOHN FRAISER ROBINSON Hilmar Janusson, verkefnisstjóri hjá Iðntæknistofnun: Draga verður úr verkaskiptingunni með hópvinnu tækni-, markaðs-, og fjármálamanna við þróun verkefnis. Viðskiptahugmyndin verður að Iiggja fyrir strax í upphafi ferilsins. Hinni kunni breski markaðs- maður, John Fraiser Robinson, sem raunar er orðinn tíður gest- ur á Islandi, hélt athyglisverða námsstefnu með um 40 íslensk- um vísindamönnum á Holiday Inn, íbyrjun nóvember. Tilgang- urinn var að glæða áhuga vís- indamanna á markaðsmálum. Utgangspunkturinn var sá að ekki sé nægilegt að búa til há- tæknilega vöru ef hún selst ekki og engin þörf er fyrir hana. A undanförnum árum hefur rann- sóknar- og þróunarstarf stund- um verið gagnrýnt fyrir að vera ekki nægilega markaðstengt. HVERNIG MARKAÐSMENN ÞREIFA Á MARKAÐNUM í upphafi námsstefnunnar fór Robinson í það hvernig markaðsmenn þreifa á markaðnum til að finna út þörfina fyrir þá vöru sem þeir ætla að selja. Síðan var farið í verkefni þar semþátttakendurunnuíhópum. Efn- ið sem Robinson lagði til var „Int- eractive multi media“, hin nýja tölvu- tækni sem felst í möguleikum varð- andi bíómyndir, tónlist og þess háttar. Gengið var út frá því að tæknilega væri allt mögulegt, spumingin væri hins vegar um þörfina á markaðnum. Hópamir áttu síðan að útbúa spum- ingar fyrir almenna neytendur, stjórnvöld og viðskiptalífið. Annars vegar vom þátttakendur í hópi sem útbjó spurningarnar og hins vegar í þremur hópum sem léku svarendur; neytendur, stjórnvöld og viðskiptalíf. Þannig áttu þeir að fá tilfmningu fyrir því hvemig markaðsmenn vinna og finna út þörfma fyrir vöru á mark- aði. Hópamir þrír voru einfaldlega spurðir hvort þeir sæju einhver not fyrir þessa tækni. „Stjórnvöld" voru til dæmis spurð um þörfina og not fyrir svona tækni í starfsemi hins op- inbera. TÆKNIMENNIRNIR FESTUST í TÆKNILEGUM ÚRLAUSNUM í verkefnunum kom í ljós að þátt- takendur festust meira í vangaveltum um tæknina sjálfa fremur en mark- aðsmálunum. Þannig staðfestist það að tæknimenn eiga nokkuð erfitt með að komast út úr tæknihugsuninni. Hugurinn er meira fastur við það hvernig og hvort hægt sé að leysa hlutina tæknilega og ná fullkomnun án .Tæknimenn þurfa að vera markaðssinnaðri.“ TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 42

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.