Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 55

Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 55
þar er alltaf fullt og nú eru veitinga- húsin flest byrjuð með hlaðborðin síð- ustu helgina í nóvember," sagði Wil- helm. Wilhelm á ættir að rekja til Svíþjóð- ar og Danmerkur og segist hafa alist upp við þennan mat á bemskuheimili sínu. „Þetta líkist mjög matnum sem Danir eru vanir að borða á jóladag og það var alltaf gert á mínu heimili. Svínarifjasteikin er í öndvegi og reykt svínakjöt, t.d. köld Bayoneskinka, er einnig mikilvæg. Eins og sænsku forfeður Wilhelms hefur hann alist upp við jólaglögg en faðir hans var vanur að laga sitt eigið glögg á Þorláksmessu. „Uppskriftin er frá fjölskyldu minni, sem bjó fyrir utan Stokkhólm. I glöggið eru settar nokkrar tegundir af víni, — rauðvíni, púrtvíni og sterku víni, og um tíu tegundum af kryddi. A þessum tíma átti hver vel stæð fjöl- skylda í Svíþjóð eigin uppskrift að glöggi og heitt glögg var drukkið á jóladagsmorgun áður en haldið var til kirkju á sleðurn," sagði Wilhelm. DRYKKJA Á JÓLAGLÖGGI HEFUR STÓRLEGA MINNKAÐ Jólaglöggsdrykkja er sem sé upp- haflega hugsuð á allt annan hátt en Islendingar stunduðu hana á tímabili og veitingamennirnir, sem talað var við, segja að vinsældir glöggs séu mjög á undanhaldi. Mörg glös af hit- aðri, kryddaðri rauðvínsblöndu fara ekki vel í maga þó að gott sé að ylja sér á bolla af heitu glöggi, t.d. í versl- unarferð. Glöggdrykkjan varð oft ær- ið skrautleg í fyrirtækjaveislunum, enda ekki von á góðu þegar mikið er af því drukkið og einungis nartað í piparkökur með. Þar að auki var oft hellt allt of miklu af sterku víni í glögg- ina til að gera það áfengara. Veitingamennirnir glöddust yfir því að hin mikla glöggdrykkja skuli nánast vera aflögð og nú biður fólk varla um glögg lengur. Flestir töldu að þegar bjórinn kom, 1989, hefði glöggdrykkj- an minnkað til muna og kom þá bjór- inn í staðinn fyrir glas af glöggi. Flest veitingahús bjóða þó upp á jólaglögg fyrir þá sem það vilja. Wilhelm Wessman segir að starfs- menn Flugfélags íslands, sem kynnst er góður siður að gera sér dagamun á jólaföstunni,hitta góða vini, kunningja, samstarfsfélaga eða venslamenn. Til þess er einn staður flestum betur fallinn. SKRÚÐUR á Hótel Sögu. Þar er nú standandi hlaðborð með gómsætum jólakrásum, bæði skandinavískum og íslenskum. Ljúf hljómlist er leikin öll kvöld afþekktum hljómlistarmönnum. Við bjóðum einnig vistlega sali af ýmsum stærðum fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Rjúfið annríki jólaundirbúningsins og njótið ánœgjustundar á Hótel Sögu. -lofar góöu! V / HAGATORG SÍMI 29900 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.