Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 65
FOLK ÞÓRÐUR HILMARSSON, FORSTJÓRIGLOBUSS: ¥ SVEIGJANLEIKIIREKSTRI Þórdur Hilmarsson tók við forstjórastarfi í Globus þegar eigandi fyrirtækisins, Ámi Gestsson, lét af störfum 1988. „Það er góð regla í viðskiptum að hafa ekki öll eggin í sömu körf- unni. Hjá Globus hefur það komið ágætlega út. Fyrirtækið skiptist í þrjár deildir; heildsölu, vélasölu og sölu á bílum og varahlutum tengdum þeim og því ekki ein- göngu treyst á einn við- skiptamannahóp. Und- anfarin ár hefur fyrir- tækið styrkt sig hægt og bítandi og fært út kvíarnar en sl. eitt og hálft ár hefur verið sam- dráttur í þjóðfélaginu. Mitt hlutverk er þá að bregðast við með hag- ræðingu og finna leiðir til að draga úr kostn- aði,“ segir Þórður Hilm- arsson forstjóri Glob- uss. Þórður er 42 ára og tók próf frá Samvinnuskólanum á Bif- röst. Hann þreytti síðan inn- tökupróf í verslunarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk prófi í almennri viðskiptafræði 1974 og cand. merc. prófi tveimur árum síðar. Þegar Þórður kom heim, 1976, tók hann að sér uppbyggingu á viðskiptasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti og kenndi þar í tvö ár og hafði umsjón með gerð námsefnis í viðskiptafræðum fyrir fram- haldsskólastigið ásamt Þórði Sverrissyni og Helga Jóhanns- syni. 1978 gerðist hann ráðgjafi hjá Hagvangi og vann þar til 1983 þegar hann tók við starfi í áætlana- og hagdeild Hafskipa og fylgdi fyriftækinu allt til enda. 1986 varð Þórður fram- kvæmdsastjóri Steinullar- verksmiðjunnar á Sauðárkróki og 1988 forstjóri Globuss. „Globus var viðskiptavinur Hagvangs og ég þekkti fyrir- tækið vegna starfa minna þar. 1988 urðu kynslóðaskipti í fyrir- tækinu og ákveðið að ráða utan- aðkomandi aðila í forstjórastarf- ið þegar Ámi Gestsson lét af störfum en hann keypti fyrir- tækið 1956,“ segir Þórður. DÖMUBINDIOG SKURÐGRÖFUR „Þetta hefur verið skemmti- legur tími og hefur fyrirtækið vaxið og styrkt markaðsstöðu sína. Starfsemin er fjölþætt, viðskipti okkar ná til þver- skurðar af þjóðfélaginu, við flytjum inn dömubindi og skurð- gröfur og nánast allt þar á milli. Rætur okkar liggja því víða og viðskiptamenn okkar er að finna á mjög mörgum sviðum þjóðfélagsins. Þó að heildsölu- dreifing á neysluvörum og bfla- sala séu umfangsmiklir þættir í starfseminni, eigum við jafn- framt stóra og trygga viðskipta- hópa meðal bænda, verktaka og sveitarfélaga um land allt. Heildsöludeildin sér um inn- flutning á vörum frá t.d. Gil- ette, Johnson & Johnson og Serla, auk áfengis og tóbaks í miklum mæli. Citroén umboðið var lengi uppistaðan í bílainn- flutningi Globuss en 1987 feng- um við umboð fyrir Saab og 1990 fyrir Ford sem er að ná vinsældum aftur. Nýlega tók- um við svo við umboði fyrir Alfa Laval mjaltavélar af Jötni hf. en 95% af mjaltakerfi landsmanna er af þeirri tegund. Við erum nú að koma upp þjónustufulltrúum út um land til að stynkja þjón- ustukerfið við bændur. Stefna okkar er að haga áherslum á samræmi við hag- kvæmni og er stjómkerfi okkar og skipulag mjög sveigjanlegt. Hér vinnur góður kjami starfs- fólks og valddreifing er mikil innan deilda." ÚTIVIST MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Eiginkona Þórðar er Hjördís Kristinsdóttir, ydirbókari hjá Meistaranum hf., og eiga þau tvo drengi, 7 og 9 ára, og Þórð- ur á 15 og 20 ára gamla syni frá fyrra hjónabandi. „Ég eyði mestum kröftum í vinnuna og fjölskylduna og hef því ekki mörg tómstundastörf. Fjölskyldan fer saman í badmin- ton á laugardagsmorgnum, það er fastur punktur í tilverunni, og ég hef gaman af hvers konar útivist, fer á skíði, í gönguferð- ir, syndi og skokka á sumrin. Strákamir em í handbolta og fótbolta og ég hef gaman af að fylgjast með því. Ég er í stjóm Stjómunarfélagsins en fundir þar em oftast í hádeginu. Ferðalög erlendis em mest megnis viðskiptaferðir en á sumrin ferðast ég innanlands," segir Þórður. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.