Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Side 37

Frjáls verslun - 01.10.1993, Side 37
Mjög hefur dregið úr framboði áhættufjármagns á íslandi. tilfallandi framlaga er ekki til umfjöll- unar hér heldur framboð áhættufjár- magns frá íslenskum áhættufjár- magnsaðilum. Á íslandi finnast 13 áhættufjármagnsaðilar sem jafnframt nafa lagt til áhættufjármagn á tímabil- inu frá 1987 til 1992. Þessir aðilar eru Þróunarfélag íslands hf., Iðnlánasjóð- ur, Samvinnusjóður íslands hf., Byggðastofnun, Fjárfestingarfélagið Silfurberg, Draupnissjóðurinn hf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Burðarás hf., Iðnþróunarfélag Suður- lands, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Frumkvæði hf., Tækniþróun hf. og Lánasjóður Vestur-Norðurlanda. ÞRÓUNIN HÉR Á LANDIÁ ÁRUNUM 1987 TIL1992 Framboð nýs áhættufjármagns frá íslenskum áhættufjármagnsaðilum á árunum 1987 til 1992 hefur farið minnkandi. Þeir sem leggja til þetta fjármagn eru þeir aðilar sem taldir voru upp hér að framan. Heildarfram- boðið af nýju áhættufjármagni ár frá ári er vitanlega mun meira en hér er sýnt þar sem framlögum þeirra aðila sem ekki teljast til áhættufjármagns- aðila, s.s. ýmissa fyrirtækja, sveitar- félaga og einstaklinga er sleppt. Framboð nýs áhættufjármagns frá íslenskum áhættufjármagnsaðilum hefur dregist stöðugt saman frá árinu 1988. Þar munar mest um minni framlög Þróunarfélagsins og Iðnlána- sjóðs. Til samans sáu Þróunarfélagið og Iðnlánasjóður fyrir um 80% fram- boðsins árin 1987 og 1988 og því hefur samdrátturinn hjá þessum aðilum haft verulega að segja varðandi heildar- þróunina. Framlög Þróunarfélagsins árið 1992 voru t.a.m. ekki nema um 10% af framlögum félagsins árið 1988 og framlög Iðnlánasjóðs árið 1992 Samdráttur í lánveitingum þróunarfélagsins og Iðnlánasjóðs hafa haft mest áhrif á framboð á nýju íslensku áhættufjármagni frá íslenskum áhættufjármagnsaðilum á árunum 1987-1992. 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.