Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 13
FRETTIR
KOSIÐ í BANKARÁD RÍKISBANKA
Núverandi bankaráð Landsbanka.
í lok þessa mánaðar
verður kosið í ný banka-
ráð ríkisbankanna
tveggja, Landsbanka Is-
lands og Búnaðarbanka.
Kosið er á Alþingi í
bankaráðin til fjögurra
ára. Skipan manna í ráð-
unum helst óbreytt þótt
Alþingiskosningar séu á
tímabilinu og fram komi
nýr þingmeirihluti og ný
ríkisstjórn.
Síðast var skipað í
bankaráðin í desember
1989 þegar ríkisstjórn
Steingríms Hermanns-
sonar var við völd. Að
þeirri ríkisstjórn stóðu
Framsóknarflokkur, Al-
þýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag. Borgaraflokk-
urinn bættist síðar við.
Þegar er farið að
vangaveltast um það í
viðskiptalífinu hvernig
skipað verði í bankaráðin
að þessu sinni. Mestu
pælingarnar snúast um
það hverjir hreppi for-
mennsku í bankaráðun-
um.
Þannig heyrast raddir
um að kratar fái for-
mennsku í bankaráði
Búnaðarbanka. Þar situr
núna Guðni Agútsson,
þingmaður Framsóknar-
flokks á Suðurlandi.
Helst er rætt um að Hauk-
ur Helgason, krati í Hafn-
arfirði, setjist í stól for-
manns bankaráðs Búnað-
arbanka.
Alþýðuflokkurinn er nú
með formann bankaráðs
Landsbankans, Eyjólf K.
Sigurjónsson. Eyjólfur
hefur verið frá störfum í
bankaráðinu vegna veik-
inda og hefur varaformað-
urinn, Kjartan Gunnars-
son, Sjálfstæðisflokki,
gegnt stöðu formanns á
meðan. Nú er hins vegar
rætt um að Kjartan verði
skipaður fonnaður. Þar
með væri Alþýðuflokkur-
inn með Búnaðarbankann
og Sjálfstæðisflokkurinn
með Landsbankann.
Lax frá íslandi fyrir
þá sem þú vilt gera vel
við erlendis.
ÍSLENSK
MATVÆLI
ICEFOOD HVALEYRARBRAUT 4-6
HAFNARFJÖRÐUR
SlMI 91-654333
SEM
BRAGÐ ER AÐ
13