Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 28
ERLEND VEITINGAHUS AUX ARMES DE BRUXELLES SigmarB. Hauksson skrifar reglulega um erlenda bisnessveitingastaði í Frjálsa verslun. í hugum margra er Brussel höfuðborg skrifræðis og möppu- dýra. Þar eru höfuðstöðvar Efnahagsbandalags Evrópu og Nato. Evrópubúar hafa margir hveijir blendnar tilfinningar í garð Brussel, sumir eru andstæðingar Bandalags- ins og aðrir ákafir fylgismenn aukinn- ar samvinnu ríkja Evrópu. Eitt hafa þó þessar fylkingar sameiginlegt og það er, að þær, eða fulltrúar þeirra, heimsækja oft Brussel annaðhvort til að fara á ráðstefnur eða til að mót- mæla téðum ráðstefnum. Allt þarf þetta fólk að snæða og veitingahús borgarinnar eru oft þétt- setin. Belgar kalla gjarnan höfuðborg sína „höfuðborg Evrópu“ en það gera nú raunar íbúar Strassborgar einnig, enda er Evrópuþingið þar til húsa. Að vísu er Evrópuþingið farið að þinga öðru hvoru í Brussel. HÖFUÐBORG SÆLKERA EVRÓPU Brussel gæti kallast höfuðborg sælkera Evrópu og fróðir menn telja að hún slái jafnvel París út. I borginni eru óvenju mörg frábær veitingahús. Borgabúar eru lífsnautnamenn sem hafa yndi af að borða góðan mat og drekka góð vín. Belgar segja sjálfir að þeir bruggi besta bjór í heimi og víst er belgíski bjórinn mjög góður og af nógu er að taka, því Belgar brugga um 400 tegundir af bjór. Frá Ostende fá þeir góðan fisk og skelfiskur kemur frá fiskibæjunum við stöndina, villi- bráðin úr fjallahéruðunum og frábær- ar landbúnaðarafurðir frá hinum ýmsu landbúnaðarhéruðum. Belgískt súkkulaði er heimsfrægt og frá Adri- anfjöllunum kemur frábært reykt og þurrkað svínakjöt. HJARTA BRUSSEL ER GRANDE PLACE Hjarta Brussel, nokkurs konar Austurvöllur er Grande place eða Miklatorg en við það stendur við hið fræga og fagra ráðhús. Við Grande place er fjöldi veitingastaða sem margir hverjir eru ekki hátt skrifaðir á meðal sælkera, borgabúar kalla þessi veitingahús „ferðamannaholur“. Flest standa þau við litlar, þröngar götur sem nefndar eru eftir iðngrein- um. Vissulega er gaman að ganga um þessar götur og eitt er víst að allir sem heimsækja Brussel freistast til að snæða á einum svona ferðamanna- stað. Ef betur er að gáð eru þarna þrír veitingastaðir sem eru alltaf fullsetnir og gestirnir eru ekki bara ferðamenn heldur Belgar. EKTA „BRUSSEL" VEITINGAHÚS, STOFNAÐ1921 Einn þessara staða er Aux Armes de Bruxelles. Þetta er ekta „Brussel" veitingahús, stofnað 1921. Réttirnir eru bragðmiklir og vel útilátnir. Mat- seðilinn er ekki stór en það er skipt um hann eftir árstíðum. Gott úrval er Aux Armes de Bruxelles er ekta „Brussel“ veitingahús, stofnað 1921. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.