Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 18
FORSIÐUGREIN Augljóslega er erfiðara að reka fyrirtæki með hagnaði í kreppu. Engu að síður eru afleiðingarnar gagnvart eigendum fyrirtækisins þær sömu sé fyrirtækið rekið með tapi. Stjórnandinn kemst þess vegna ekki hjá því að auka framlegð hverrar vöru hvort sem það er kreppa eða ekki. Ef fyrirtækið nálgast hengiflugið gagnar lítið að segja að ytri aðstæður séu orsökin. Um það er ekki spurt á þeim tímapunkti. stjóra, sem á fyrirtækið, er enginn sem segir honum að taka pokann sinn — nema þá auðvitað hann sjálfur. Þó hefur það aukist meira á síðari árum að forstjórar, sem eru líka aðal- eigendur, standi fyrir utan hinn dag- lega rekstur og ráði til sín atvinnu- stjómanda til að stýra fyrirtækinu. Þeir sinna þá frekar stefnumótun og stjórnarstarfi og titla sig ekki sem for- stjóra. í sumum tilvikum eru eigend- urnir, sem gegnt hafa starfi forstjóra, áfram í daglegum störfum innan fyrir- tækisins en ráða til sín forstjóra til að stýra fyrirtækinu. Ætla má að það gefist frekar illa. Ekki verður bæði sleppt og haldið. Augljós hætta er á árekstrum við atvinnustjórnandann um einstakar úrlausnir og í þeirri deilu er það ekki nema einn sem ræður; eigandinn. Það deilir enginn við dóm- arann. Enda þótt meirihluti stjórnenda í Gallup-könnun Frjálsrar verslunar telji að skipta eigi um forstjóra, reki hann fyrirtæki með tapi í þrjú ár í röð, er hinni stjórnunarlegu spurningu um það hvenær eigi að skipta um for- stjóra enn ósvarað. Þar er eflaust enginn stórisannleikur til. Reynslan sýnir hins vegar í bandarískum fyrir- tækjum, og fyrirtækjum almennt er- lendis, að oftast er of seint gripið í taumana þótt reksturinn sé farinn að ganga illa. OFTAST ERGRIPIÐ OFSEINTÍ TAUMANA I grein sem birtist nýlega í Frjálsri verslun, 7. tbl., kom fram að Gibb Dyer, prófessor í stjórnun við Bring- ham Young University í Bandaríkjun- um, kannaði 40 bandarísk fyrirtæki. Hann komst að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra gæti kúvent í stjórnun og hegðun fyrr en það nálgaðist hengiflugið og gengi í gegnum mikla erfiðleika, svo mikil væri tregðan gegn breytingum á uppstokkun. Yfír- leitt væri þá mikið búið að ganga á, skipt um forstjóra og fleira, þótt enn væri tregða við algera uppstokkun fyrirtækisins. Þessi hegðun fyrir- tækja var persónugerð og líkt við hegðun venjulegs fólks. En flest fólk gerir ekki róttækar breytingar á lífs- venjum sínum nema það neyðist bók- staflega til þess. I vangaveltum um stjómun á Is- landi einkenna hinar svonefndu „ytri aðstæður" oft umræðuna. Menn ræða þá um innri stjómun í fyrirtækj- um, en það er eitthvað sem forstjórar hafa vald á, og ytri aðstæðum, sem virðist þá vera eitthvað sem for- stjórar og stjórnendur fyrir- tækja hafí ekki vald á. Þessar ytri aðstæður snerta auðvitað spurningu okkar í könnuninni um það hvort skipta eigi um forstjóra reki hann fyrirtæki með tapi þijú ár í röð. Kjarninn í því máli er hvort rekja megi tapið til einhverra ytri að- stæðna sem forstjórinn hafði ekki á valdi sínu og því sé tapið ekki honum að kenna. Með ytri aðstæðum eiga menn í viðskiptalífmu oftast átt við almennar hagsveiflur og duttlungafull stjómvöld sem ákveða eitt í dag og annað á morgun. Fyrir stjórnendur fyrirtækja er afar mikilvægt að stjórnvöld setji skýrar leikreglur sem fyrirtæki geta treyst og lagað sig að. Eilífar breytingar eru erfiðar fyrir alla í viðskiptum. Nýir skattar, nýjar álögur eða áður óþekktar leikreglur kalla á ný vinnu- brögð í stjórnun og brengla alla áætl- anagerð. Breyti stjórnvöld oft og hratt um stefnu getur eitthvað sem í gær var talið arðvænlegt verið orðið vonlaust í dag. Stjórnendur verða að geta treyst því að stjórnvöld kippi ekki fótunum undan áætlunum þeirra í viðskiptum fyrirvaralaust. Því meiri bein afskipti sem stjórnmálamenn hafa af atvinnulífi þeim mun verri er síbreytileg stefna þeirra gagnvart stjórnendum fyrirtækja. HÆFUR STJÓRNANDI ÞARF AÐ AÐLAGAST YTRIAÐSTÆÐUM Séu leikreglur stjórnvalda breyti- legar, eins og oft er haft á orði að þær séu hér á landi, hlýtur sá stjórnandi að vera hæfastur sem sér breytingarnar fyrir og aðlagast þeim í skyndi. Hann reynir að hafa tromp uppi í erminni sem hann getur nýtt sér. Hann lítur þá nánast á leikreglurnar eins og óvæntan leik hjá keppinauti sínum sem hann þarf að svara með ein- hverju móti. Áréttað skal engu að síður að traustar leikreglur stjómvalda eru afar nauðsyn- legar. Veltum þá fyrir okkur hin- um anganum af hinum svo- nefndu ytri aðstæðum, hagsveifl- unum. Stjómendur fyrirtækja hafa ekki heldur vald á þeim. Þess vegna byggist stjórnun þeirra á að sjá helst hagsveiflurnar fyrir en að minnsta kosti að bregðast við þeim með við- eigandi hætti svo þær snerti afkomu fyrirtækisins sem minnst. Þegar til lengdar lætur skiptir afkoma fyrir- tækis öllu máli. Stjórnandi verður að breyta einhverjum óviðráðanlegum ytri aðstæðum yfir í viðráðanlegar að- stæður. AÐ VERJAST SVEIFLUM Á GJALDEYRIS- MÖRKUÐUM Oft má heyra stjómendur í sjávar- útvegsfyrirtækjum segja að ytri að- stæður séu sérlega slæmar. Fisk- verð fari lækkandi, offjárfesting sé í atvinnugreininni og gengisáhætta vegna sveiflna á alþjóðlegum gjald- eyrismörkuðum sé of mikil. Spyrja má sig hvort stjórnandi eigi að heimta gengisfellingu krónunnar ef hann sel- ur mikið til Bretlands og breska sterl- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.