Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 24
FORSÍÐUGREIN heildaríjölda þeirra, sem taka af- stöðu, og þeirra sem flokkaðir eru eftir stærð fyrirtækjanna þar sem margir stjórnendur gáfu þau atriði ekki upp. NIÐURSTAÐAN KEMUR SVOLÍTIÐ Á ÓVART Fróðlegt er fyrir áhugamenn um stjórnun að velta vöngum yfir þessum niðurstöðum í könnun Frjálsrar versl- unar. Fyrst af öllu hlýtur það að stinga svolítið í stúf að mikill meirihluti stjórnenda telji að hagnaður sé ekki besti mælikvarðinn á árangur for- stjóra í starfi. í Bandaríkjunum fer jafnan fram mikil umræða um það hvemig best sé hægt að láta forstjóra og fram- kvæmdastjóra fyrirtækja, stjórnend- ur þeirra, reka fyrirtækin með hags- muni almennra hluthafa í huga. Þar hefur umræðan snúist um það að eig- endur fyrirtækjanna, hluthafarnir, vilja að stjórnendur þeirra geri fyrir- tækin sem verðmætust þannig að arðsemin af hlutabréfunum verði sem mest. Litið er fyrst og fremst á arð- semi eigin fjárins. Þess vegna hefur sú leið verið farin að tengja laun stjórnenda beint við afkomu fyrirtækjanna og verðmæti hlutabréfanna til að þeir nái hámarks- árangri. Að undanförnu hafa umræð- ur um skyldukaup forstjóra á hluta- bréfum verið að ryðja sér til rúms vestanhafs til að knýja enn frekar á um aukna arðsemi; að hagur hluthaf- anna verði fyrirferðameiri við stjórn- un fyrirtækjanna. ARÐSEMISKIPTIR MESTU MÁLIVESTANHAFS Hluthafarnir standa þá langflestir fyrir utan fyrirtækin og líta á hluta- bréfin sín eins og hverja aðra eign sem þeir séu að ávaxta. Ef bréfin bera ekki góða ávöxtun huga þeir að öðr- um fjárfestingum. Stóru hluthafarnir líta einnig svipuðum augum á málið en hlutum þeirra fylgja þó ákveðin völd í fyrirtækjunum sem almennir litlir hluthafar hafa yfirleitt ekki. Kjarninn í sjónarmiði hluthafanna, eigendanna, er að hlutabréfin skili sem mestri arðsemi en það gerist ekki nema fyrirtækin séu rekin með hagnaði. Hluthafarnir líta því á árang- ur forstjóra í starfi beint út frá því hvort honum takist að reka fyrirtækið með hagnaði eða ekki. EKKIBARA HAGNAÐUR HELDUR HÁMARKSHAGNAÐUR Og það er ekki bara að forstjóran- um takist að reka fyrirtækið með hagnaði heldur fara margir hluthafar ofan í saumana á því hvort forstjórinn hafi rekið fyrirtækið með hámarks- hagnaði. Líkja má þeirri hugsun við spilamennsku í bridge. Það er ekki nóg að segja 3 grönd ef 5 grönd eru augljóslega staðin í spilinu. Hagnaður einn og sér í krónum tal- ið segir oft ekki nema litla sögu. Setja þarf hagnaðinn og afkomuna í sam- hengi. Hvert er hlutfall hagnaðar eftir skatta af eigin fé, þ.e. arðsemi eigin fjárins? Hvemig er hagnaðurinn sem hlutfall af veltu? Hvemig hefur það hlutfall breyst ár frá ári? Ef við skoðum afstöðu þeirra stjórnenda í Gallup-könnun Frjálsrar verslunar, sem ekki telja hagnað fyrirtækja vera besta mælikvarðann á árangur forstjóra í starfi, sést að þeir nefna atriði eins og hvernig forstjóra takist upp við að ná upp góðum starfs- anda, auka sölu og markaðshlutdeild, lækka rekstrarkostnað, bæta ímynd- ina, hafa viðskiptavini ánægða, hversu góður hann sé í að koma með nýjungar, hversu hugmyndaríkur hann sé, hversu vel honum takist að afla fyrirtækinu vinsælda á meðal fólks og hvort hann nái upp vandvirkni og auknum gæðum innan fyrirtækis- ins. GÓÐUR STARFSANDI LEIÐ FREMUR EN MARKMIÐ? Ahugamenn um stjórnun hljóta að spyrja sig að því hvort öll þessi atriði séu ekki frekar leiðir forstjórans að stóra markmiðinu, að skila fyrirtæk- inu með hagnaði, gera það verðmæt- ara og auka þar með arðsemi eigin ijárins þannig að eigendur fyrirtækis- ins séu sáttir. Fram hafa komið sjónarmið um að ofurmenni í forstjórastólum séu of- metin og þeir séu ekki lykilinn að vel- IUndir liðnum „annað“ má nefna atriði eins og; að forstjóri haldi góðu sambandi við viðskiptavini, að hann sé hugmyndaríkur, sé duglegur og vandvirkur, afli fyrirtækinu vinsælda, komi með nýjungar, að auðvelt sé að ná í hann, að hann sýni hagkvæmni og útsjónarsemi, að hann láti fyrirtækið halda velli og að hann innleiði aukin gæði í vinnubrögðum. GEVALIA - það er kaffið ! 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.