Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 66
BREF FRA UTGEFANDA TIMASKEKKJA Á dögunum varð enn ein stórbreytingin á fjölmiðlaflóru landsins er Fjölvarp tók til starfa og þar með opnaðist fólki leið að hvorki fleiri né færri en átta erlendum sjónvarps- rásum. Með Fjölvarpinu voru stigin fyrstu skrefin inn í nýja öld ljósvakamiðlunar á íslandi og má búast við að fleiri slík verði stigin jafnvel á næstunni. Með þessu er hafin þróun í fjölmiðlun sem erfitt er að sjá hvaða stefnu tekur og hvaða endi muni hafa. Vel kann að vera að fjölmiðlaþróunin í framtíðinni verði einmitt í þá átt að erlendir miðlar leiki þar stærsta hlutverkið. Hingað til hefur landfræðileg einangrun landsins og tungumálið sett skorður en nú er Ijóst að þau landamæri eru ekki til staðar lengur. Á þessari stundu er endalaust hægt að deila um hvaða áhrif stórinnrás erlendra fjölmiðla í landið muni hafa. Vafa- laust verða áhrifin bæði jákvæð og neikvæð. Jákvæð að því Ieyti að Islendingar verða þar með samstiga því sem er að gerast á þessum vettvangi úti í hinum stóra heimi, nýir möguleikar til fræðslu og afþreyingar opnast sem aftur ætti að hafa þau áhrif að auka fólki víðsýni og skilning. En neikvæð að því leyti að íslenskir fjölmiðlar hafa lítið bol- magn til þess að keppa við erlendu risana sem Iíta á íslenska markaðinn sem örlitla en ánægjulega viðbót í rekstri sínum og þá kannski frekast sem viðbótarpunkt ó landakortinu sínu. Meðan við erum að basla við að varðveita tungu okkar, þjóðareinkenni og þjóðmenningu er því nauðsynlegt að halda vöku sinni og gera sér glögga grein fyrir því hvert stefnir. Reynslan hefur sýnt að það gerist oft hægt og tiltölu- lega hljóðalaust að hinir stóru gleypa þá smáu - að dverg- ríki, eins og ísland óneitanlega er á mælikvarða hinna stóru, renni inn í heildina án þess að nokkur taki eftir því. Það er skylda stjórnvalda að standa vörð um það sem hér er talað um. Á sama tíma og sjálfsagt er að fylgjast með og taka þátt í þeirri þróun sem hvarvetna er að verða er það líka nauðsynlegt að efla íslenska fjölmiðla og auka mátt þeirra til þess að sinna hlutverki sínu. Á þeim vettvangi hafa stjórnvöld brugðist. Nægir þar að nefna virðisaukaskatt sem nýlega var settur á alla fjölmiðlun á íslandi, einmitt á þeim tíma sem flestir þættir hennar eiga í vök að verjast og mörg fjölmiðla- og útgáfufyrirtæki eru rekin með tapi. Eng- um þarf að koma á óvart þótt sú stjórnvaldsaðgerð muni, áður en langt um líður, koma fram í minnkaðri útgáfu blaða og bóka sem aftur verður til þess að almenningur leitar ó náðir hinna erlendu fjölmiðlunar til þess að mæta þörfum sínum. En stjórnvöld koma líka víðar við sögu. f ljósvakafjöl- miðluninni halda þau sjálf uppi harðri samkeppni við einka- reksturinn með því að gera sjálf út fjölmiðla, raunar á allt öðrum forsendum en aðrir verða að búa við. Spurningin er hvort það brjóti ekki í bága við nýleg samkeppnislög að ríkið skuli reka fjölmiðla sem allir eru skyldugir til að kaupa áskrift að. Og meira en það. Þeir sem á annað borð eiga útvarps- og sjónvarpstæki, eru skyldugir til þess að greiða afnotagjöld til ríkisins, hvort sem þeir hlusta eða horfa á ríkisreknu stöðvarnar eða ekki. Á auglýsingamarkaðnum keppir ríkið af miklum móð við einkareknu stöðvarnar og á jafnvel möguleika á að bjóða betur en aðrir í skjóli þess fjármagns sem það fær með skylduafnotagjöldunum sem varla er hægt að kalla annað en skatta. Álagning virðisaukaskatts á fjölmiðlun hlýtur að gera spurninguna um réttmæti ríkisreksturs fjölmiðla enn wm áleitnari en áður. Með honum voru lögð viðbótar skyldu- gjöld á notendur sem eru um 3.000 krónur á ári. Vilji fólk t.d. hlusta á Aðalstöðina eða horfa á Stöð 2 eða CNN þá veður það, hvað sem tautar og raular, að greiða þessi gjöld til ríkisins auk afnotagjaldsins til Ríkisútvarpsins. Stjórnvöld hafa löngum verið fundvís á rök fyrir því að ríkið haldi úti fjölmiðlarekstri. Ein af meginforsendunum á að vera öryggisatriði, það að ríkisrekinn fjölmiðill sé betur í stakk búinn en aðrir til að rniðla upplýsingum ef vá ber að höndum. Það þarf ekki mikið að skyggnast yfir sviðið til þess að sjá að þessi rök eiga ekki við lengur, ef þau hafa þá nokkurn tímann átt við eftir að einkareknu stöðvarnar hófu göngu sína. Engum dettur annað í hug en að þessar stöðvar myndu sinna skyldu sinni ef á því þyrfti að halda og almenn- ingsheill krefðist. Eina haldbæra skýringin á því að ríkið stendur í fjölmiðlarekstri er sú að stjórnmálamenn hafa talið sér trú um það að í gegnum þessa fjölmiðla geti þeir aukið vald sitt - æðsta stjórn stofnunarinnar er kjörin af Alþingi og í gegnum hana telja þeir sig geta haft áhrif, a.m.k. ef þörf krefur. Rekstur rfkisfjölmiðla er tímaskekkja. f það minnsta er það tímaskekkja að skylda alla landsmenn til þess að kaupa áskrift að þessum fjölmiðli. Ef ríkið væri að keppa á venju- legum samkeppnisgrundvelli væri kannski minna við því að segja að það hefði sig í frammi á þessum vettvangi. Og það, sem kannski allra verst er, er það að engin teikn sjást á lofti um að breytingar verði á. Á þessu sviði sem öðrum heldur hið opinbera dauðahaldi í sitt og enginn virðist hafa kjark eða vilja til þess að hafa frumkvæði að breytingu. Sumir töldu að það myndi raska byggð landsins þegar ákveðið var að leggja Skipaútgerð ríkisins niður. Hún var orðin að lög- máli sem mátti ekki hagga við. Nú, þegar sá angi ríkisgeir- ans hefur verið skorinn af, kvartar enginn og flestir vildu þá Lilju kveðið hafa. Hið sama gildir örugglega um Ríkisút- varpið. Væri ríkisrekstri þess hætt og hann færður á aðrar hendur eða lagður niður myndi sannarlega ekki skapast nein þjóðarvá. Það á að vera réttur landsmanna að velja og hafna á þessum vettvangi sem í annarri fjölmiðlun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.