Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.10.1993, Blaðsíða 63
FOLK JÚLÍUS VÍFILLINGVARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRIINGVARS HELGASONAR HF: GENERAL MOTORS OG MASSEY FERGUSSON í HÓPINN „Ingvar Helgason hf. flytur inn og selur Niss- an og Subaru bifreiðar. Við höfum í mörg und- anfarin ár haldið um 20% markaðshlutdeild í sölu á nýjum bílum. Það teljum við viðunandi ár- angur. Hins vegar er verulegur samdráttur í heildarinnflutningi á nýjum bifreiðum,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdast j óri Ingvars Helgasonar. „Um sl. áramót keyptum við lager og birgðir bíla- og véla- deildar Jötuns og stofnuðum fyrirtækið Bflheima um sölu á Opel, Isuzu, Chevrolet og öðr- um bflum framleiddum af Gen- eral Motors. Um leið sömdum við við þá um sölu á allri fram- leiðslu þeirra hér á landi. Við tókum í sömu samningum við Massey Ferguson umboðinu en Massey Ferguson dráttarvélar eru trúiega viðurkenndustu dráttarvélarnar, hérlendis og víðar, og mest seldu dráttarvél- ar hér á landi. Sala þeirra, og annarra búvéla og þungavinnu- véla sem seldar eru í véladeild Ingvars Helgasonar, hefur gengið vonum frarnar." Júlíus Vífill er 42 ára, stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1972. Hann lauk lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1979 en stundaði jáfnframt laganám- inu tónlistamám í Reykjavík og Austurríki. Að laganáminu loknu stundaði hann nám við há- skólann og tónlistarskólann í Bologna á Ítalíu í tæp þrjú ár. Júlíus Vífill kom heim frá TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR námi 1982 og söng næstu fjögur árin í hátt í 200 ópem- og óper- ettusýningum, oftast í aðalhlut- verkum, bæði í íslensku Óper- unni og Þjóðleikhúsinu, auk fjölda tónleika. Sitt síðasta hlut- verk söng hann í söngverkinu Carmina Burana með Sinfón- íuhljómsveit íslands 1986. „Þegar hér var komið sögu varð ég að velja. Það er bara því miður ekki hægt að lifa ein- göngu af tónlistinni nema að taka að sér einnig tónlistar- kennslu og ég hafði ekki áhuga á því. Ég tók þátt í rekstri Ingv- ars Helgasonar hf., sem er fjöl- skyldufyrirtæki, frá því á miðju ári 1982. Fyrst í hlutastarfi í sérverkefnum sem tengdust mínu fagi, lögfræðinni. í dag MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON gegni ég starfi framkvæmda- stjóra en segi ekki alveg skilið við lögfræðina og er annar tveggja héraðsdómslögmanna á Lögmannsstofunni Hátúni 2b. Auk pabba störfum við bræð- urnir þrír hjá Ingvari Helgasyni hf. og vinnum mjög náið saman sem framkvæmdastjórar." Ingvar Helgason hf. hóf starfsemi 1956 og er elsta deild fyrirtækisins innflutningsdeild á leikföngum og gjafavörum. Fyrirtækið flutti einnig inn bfla frá Austur-Evrópu en undan- farin ár hefur sá innflutningur lagst af vegna minnkandi fram- leiðslu þar eystra. „Ingvar Helgason hf. er í dag í hópi stærstu innflutningsfyrir- tækja hérlendis. Fyrirtækið skiptist í nokkrar deildir og er t.d. enn mikill gangur í leik- fanga- og gjafavörudeildinni, sem nefnist Bjarkey. Mamma mín og systur mínar sjá um þann rekstur og eru þær tví- mælalaust með skemmtileg- ustu deildina enda alltaf líf og íjör þar.Þær flytja inn leikföng frá öllum heimsálfum en þó ekki síst frá Frakklandi en Frakkar eru orðnir mjög sterkir í leik- fangaframleiðslu. Mest áberandi deildin er auðvitað sala nýrra bfla, Nissan og Subaru og tengd henni er varahlutadeildin sem styður söludeildina. Véladeildin er yngsta deildin, stofnuð um sl. áramót, og selur þungavinnu- vélar og landbúnaðartæki. Sala notaðra bfla hefur færst mikið yfir til umboðanna og rekum við bflasölu, sem nefnist Bflahúsið. TÓNLIST OG FÉLAGSMÁL Eiginkona Júiíusar Vífils er Svanhildur Blöndal hjúkrunar- fræðingur með sérmenntun á sviði heilsugæslu. Þau eiga 5 ára gamla tvíbura og 10 ára strák. „Ég hef mjög gaman af því að hlusta á tónlist, óperur og aðra sígilda tónlist. Eftir að ég hætti að syngja tók ég virkan þátt í félagsmálum tónlistarmanna en hef nú dregið mig í hlé vegna annarra félagsmála og til þess að geta verið meira með fjöl- skyldu minni. Mér finnst gott að glugga í góða bók, jafnvel ljóðabækur eða bækur sem tengjast óperum, óperusöngv- urum eða fornbflum, sem ég hef svolítið gaman af líka. Bestu stundimar em auðvitað með ijölskyldunni og í góðum vina- hópi,“ sagði Júlíus Vífill. Júlíus Vífill starfaði sem óperusöngvari í fjögur ár en snéri sér síðan að fjölskyldufyrirtækinu og stjórnar því nú ásamt bræðrum sínum og föður. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.