Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 36

Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 36
FJARMAL ÁHÆTTUFJÁRMAGN Á ÍSLANDI1987-1992: MJÖG HEFUR DREGIÐ ÚR ÁHÆTTUFJÁRMAGNI Greinarhöfundur, Haraldur Þorbjörnsson, útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands síðastliðið vor. Kandídatsritgerð hans fjallaði um áhættufjármagn á Islandi 1987-1992. Ritgerðin var unnin undir handleiðslu Þóris Einarssonar prófessors. í efnahagslegum þrengingum eða samdrætti, eins og verið hefur um skeið hér á landi, sprettur oft upp umræða um nauðsyn á nýsköpun og nýhugs- un. Nýsköpun snýst um það að gera eitthvað nýtt, gera eitthvað hefðbundið öðruvísi o.s.frv. í þeirri von að í kjölfarið komi aukinn hagvöxtur með aukinni hagsæld. Slíku fýlgir oft stofnun nýrra fyrirtækja utan um hug- mynd að nýrri vöru eða þjónustu eða upphaf nýrra viðskipta inn- an fyrirtækja sem þegar eiga sér sögu. Að baki býr gjaman þróunar- og rannsóknarvinna auk annarrar vinnu vegna aðhæfmgar hugmynda að fram- leiðslu og sölu. Slíkri vinnu fylgir kostnaður sem þarf að fjármagna. Fjármagn af því tagi er áhættufjár- magn. Um áhættufjármagn má því segja að það sé, á sama hátt og hug- myndir að nýrri vöm eða þjónustu eða nýjum aðferðum, undirstaða og uppspretta nýsköpunar. ÁHÆTTUFJÁRMAGN OG ÁHÆTTU FJÁRM AGNSAÐILAR Skilgreina má áhættufjármagn á ýmsa vegu en hér verður miðað við þá skilgreiningu að áhættufjármagn sé annars vegar fjármagn sem fest er í hlutabréfum fyrirtækja sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkaði og hins vegar áhættulán til langs tíma sem ekki eru tryggð með veðum eða öðrum tryggingum. Ennfremur má flokka áhættufjármagn eftir því á hvaða þróunarstigi fjárfestingin er. Þannig er hægt að flokka áhættufjár- magnið í þróunarfjármagn (Seed capi- tal), byijunarfjármagn (Start-Up capi- tal), fjármagn til vaxtar (Expansion capital), fjármagn til fyrirtækja sem stefna að skráningu á hlutabréfa- markaði, fjármagn til yfirtöku (lever- aged buy-out) og íjármagn til fjár- hagslegrar endurskipulagningar. Áhættan, semtekiner, ermismikil milli þessara flokka. Þróunar-og byij- unarfjármagni fylgir mesta áhættan en fjármagni til fyrirtækja sem stefna að skráningu á hlutabréfamarkaði fylgir að jafnaði sú minnsta. Áhættufjármagn kemur aðallega frá fyrirtækjum, einstaklingum, sveitarfélögum, lífeyrissjóðum, bönkum, tryggingafélögum og stofn- unum hins opinbera. Sumir þessara aðila hafa dreifmgu áhættufjármagns sem sérstaklega skilgreindan hluta af starfsemi sinni, þ.e. hafa það að markmiði sínu að veita áhættu- lán og/eða að kaupa hlutabréf fyrir- tækja sem ekki eru skráð á hluta- bréfamarkaði. Slíkir aðilar eru áhættufjármagnsaðilar. Þeir, sem ekki teljast til áhættufjármagnsaðila, svo sem á við um flesta einstaklinga, fyrirtæki, banka, sveitarfélög, líf- eyrissjóði og tryggingafélög hér á landi (undantekningar: Burðarás hf. og Lífeyrissjóður verslunarmanna), hafa hins vegar dreifingu áhættufjár- magns ekki að markmiði sínu heldur er um tilfallandi framlög að ræða. Á ÍSLANDIERU13 ÁHeTU- FJÁRMAGNSAÐILAR Framboð áhættufjármagns í formi MYNDIR: KRISTJÁN E. EINARSSON 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.