Frjáls verslun - 01.04.1995, Page 7
Iðnþróunarsjóður
VÖRUÞRÓUN OG NÝSKÖPUN
iílutverk Iðnþróunarsjóðs er að stuðla að uppbyggingu alhliða og
samkeppnishæfs atvinnulífs á íslandi, einkum með því að taka þátt í fjármögnun
verkefna sem fela í sér nýmæli í íslensku atvinnulífi. Með lögum, sem samþykkt
voru á Alþingi í febrúar s.l. var Iðnþróunarsjóði falið að leggja sérstaka áherslu á
vöruþróun og nýsköpun.Sjóðurinn tekur þátt í verkefnum í öllum
atvinnugreinum.
i^átttaka Iðnþróunarsjóðs er í formi lána, en hlutafjárþátttaka kemur einnig
til greina. Lánin geta að jafnaði ekki numið hærri upphæð en 50% af
heildarkostnaði.
ið nþróunarsjóður veitir ekki beina styrki til einstakra fyrirtækja eða
einstaklinga en til greina kemur að hann taki þátt í vel skilgreindum
samstarfsverkefnum í samræmi við hlutverk sjóðsins.
A\ menn skilyrði fyrir fjárstuðningi
eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
Iðnþróunarsjóðs er að verkefni uppfylli
• Verkefnið feli í sér nýmæli í íslensku atvinnulífi, s.s. nýja vöru, framleiðslu-
aðferð eða þjónustu, endurbætur á vöru eða þjónustu eða yfirfærslu á tækni
milli landa eða atvinnugreina.
• Verkefnið stuðli að nýmæli í útflutningi vöru eða þjónustu, minni
innflutningi eða auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja í alþjóðaviðskiptum.
• Verkefnið stuðli að aukinni hagræðingu í atvinnulífinu, t.d. með markvissu
samstarfi eða samruna fyrirtækja.
Jafnframt:
• Verkefnið verður að fela í sér möguleika á ásættanlegri arðsemi, þegar til
lengri tíma er litið.
• Þátttaka Iðnþróunarsjóðs má ekki valda óeðlilegri röskun á sam-
keppnisstöðu starfandi fyrirtækja.
Umsóknum skal skilað á eyðublöðum, semfást á
skrifstofu sjóðsins. Einnig skal umsókninni jylgja greinargerð
og aðrar upplýsingar; eftir því sem við á.
\í
Iðnþróunarsjóður
Kalkofnsvegi 1 • 150 Reykjavík • Sími 569 9990 • Fax 562 9992