Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 26

Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 26
STJORNUN Stjórnun: HVERNIG STOFNA Á FYRIRTÆKI Margir eiga þann draum að stofna fyrirtæki. En hvernig á að standa að verki? Verslunarskólinn kennir nemendum sínum það á mjög athyglisverðan hátt á mér draum.“ Þessi orð Marthins Luthers King í bar- áttu hans fyrir rétti blökku- manna í Bandaríkjunum urðu fleyg á sínum tíma. En auðvitað eiga allir sér draum. Draumur margra er til dæmis að stofna eigið fyrirtæki, vera í sjálf- stæðum reksti. Oftverðurþaðaðeins draumur. í mörgum tilvikum vantar kjarkinn en einnig vita margir ekki hvemig á að standa að verki. Þess vegna er vert að vekja athygli á mjög góðri námsgrein Verslunarskólans þar sem nemendum er kennt að stofna fyrirtæki. Þetta verkefni Verslunar- skólans er afar praktískt. Búast má við að á næstu árum þurfi margir þeirra, sem hafa farið í langskólanám í við- skiptafræðum, að stofna eigið fyrirtæki til að fá atvinnu. Engu að síður er hugsun flestra viðskiptafræðinga enn- þá sú að leita sér að vinnu hjá öðrum í stað þess að henda sér út í sundlaugina og synda eins og það er kallað - fara út í eigin rekstur. AÐSEGJA UPPOG STOFNA FYRIRTÆKI í bandarískum viðskipta- blöðum má annað slagið sjá greinar um unga viðskipta- og hagfræðinga sem hafa stofnað fyrirtæki vegna þess að þeir urðu firrtir í starfi hjá stórfyrirtækj- um. Þeir höfðu ekki nægileg áhrif á stjórnunina; þeim fannst skrifræðið yfirþyrmandi; ósveigjanleikinn of mikill og þar fram eftir götunum. Og - þeir létu vaða. Sögðu upp og fóru í eigin rekstur. Stundum má einnig sjá fróðlegar erlendar greinar um „middle age cri- ses“ kreppu sem menn komast í á Helgi Baldursson, viðskiptafræðingur og deildar- stjóri við Verslunarskóla íslands, innleiddi náms- greinina um stofnun fyrirtækja. Hún hefur mælst afar vel fyrir og ýtir tvímælalaust undir framtaks- semi og frumkvöðlahujgsun nemenda. miðjum aldri. Menn líta þá yfir farinn veg í starfi hjá öðrum og spyrja sjálfan sig hvort ekki sé kominn tími til að breyta til, hvort þeir hafi unnið á þeim vinnustað sem þeir helst óskuðu sér. Eiginlega má nefna þetta fyrirbæri gráa fiðringinn í starfi. Menn eru þá búnir að vera um fimmtán til tuttugu ár í starfi á markaðnum og vilja meta framhaldið. Þeir spyrja sem svo: Hvar ætla ég að vera næstu tuttugu og fimm árin? Og ef ég ætla að stofna fyrirtæki verð ég þá ekki að fara að gera eitt- hvað í því? Fólk á miðjum aldri er yfir- leitt einnig búið að koma sér upp fjölskyldu og þaki yfir höf- uðið og er því betur í stakk búið til að taka áhættu - gera tilraun. Nú, ef hún mistekst, þá er ekkert annað að gera en snúa aftur og hefja störf hjá öðrum. Það er varla dauða- synd þótt tilraunin hafi mistek- ist. En víkjum þá að kennslunni um stjómun og stofnun fyrir- tækja í Verslunarskólanum. Það var Helgi Baldursson, við- skiptafræðingur og deildar- stjóri við Verslunarskóla ís- lands, sem innleiddi náms- greinina fyrir nokkrum árum. Hún er kennd í verslunar- menntadeild skólans, bæði sem skyldu- og valgrein og er vinsæl á meðal nemenda. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.