Frjáls verslun - 01.04.1995, Qupperneq 26
STJORNUN
Stjórnun:
HVERNIG STOFNA
Á FYRIRTÆKI
Margir eiga þann draum að stofna fyrirtæki. En hvernig á að
standa að verki? Verslunarskólinn kennir nemendum sínum það á mjög
athyglisverðan hátt
á mér draum.“ Þessi orð
Marthins Luthers King í bar-
áttu hans fyrir rétti blökku-
manna í Bandaríkjunum urðu fleyg á
sínum tíma. En auðvitað eiga allir sér
draum. Draumur margra er til dæmis
að stofna eigið fyrirtæki, vera í sjálf-
stæðum reksti. Oftverðurþaðaðeins
draumur. í mörgum tilvikum vantar
kjarkinn en einnig vita margir ekki
hvemig á að standa að verki.
Þess vegna er vert að vekja
athygli á mjög góðri námsgrein
Verslunarskólans þar sem
nemendum er kennt að stofna
fyrirtæki.
Þetta verkefni Verslunar-
skólans er afar praktískt.
Búast má við að á næstu árum
þurfi margir þeirra, sem hafa
farið í langskólanám í við-
skiptafræðum, að stofna eigið
fyrirtæki til að fá atvinnu.
Engu að síður er hugsun
flestra viðskiptafræðinga enn-
þá sú að leita sér að vinnu hjá
öðrum í stað þess að henda sér
út í sundlaugina og synda eins
og það er kallað - fara út í eigin
rekstur.
AÐSEGJA UPPOG
STOFNA FYRIRTÆKI
í bandarískum viðskipta-
blöðum má annað slagið sjá
greinar um unga viðskipta- og
hagfræðinga sem hafa stofnað
fyrirtæki vegna þess að þeir
urðu firrtir í starfi hjá stórfyrirtækj-
um. Þeir höfðu ekki nægileg áhrif á
stjórnunina; þeim fannst skrifræðið
yfirþyrmandi; ósveigjanleikinn of
mikill og þar fram eftir götunum. Og -
þeir létu vaða. Sögðu upp og fóru í
eigin rekstur.
Stundum má einnig sjá fróðlegar
erlendar greinar um „middle age cri-
ses“ kreppu sem menn komast í á
Helgi Baldursson, viðskiptafræðingur og deildar-
stjóri við Verslunarskóla íslands, innleiddi náms-
greinina um stofnun fyrirtækja. Hún hefur mælst
afar vel fyrir og ýtir tvímælalaust undir framtaks-
semi og frumkvöðlahujgsun nemenda.
miðjum aldri. Menn líta þá yfir farinn
veg í starfi hjá öðrum og spyrja sjálfan
sig hvort ekki sé kominn tími til að
breyta til, hvort þeir hafi unnið á þeim
vinnustað sem þeir helst óskuðu sér.
Eiginlega má nefna þetta fyrirbæri
gráa fiðringinn í starfi. Menn eru þá
búnir að vera um fimmtán til tuttugu
ár í starfi á markaðnum og vilja meta
framhaldið. Þeir spyrja sem svo:
Hvar ætla ég að vera næstu
tuttugu og fimm árin? Og ef ég
ætla að stofna fyrirtæki verð
ég þá ekki að fara að gera eitt-
hvað í því?
Fólk á miðjum aldri er yfir-
leitt einnig búið að koma sér
upp fjölskyldu og þaki yfir höf-
uðið og er því betur í stakk
búið til að taka áhættu - gera
tilraun. Nú, ef hún mistekst,
þá er ekkert annað að gera en
snúa aftur og hefja störf hjá
öðrum. Það er varla dauða-
synd þótt tilraunin hafi mistek-
ist.
En víkjum þá að kennslunni
um stjómun og stofnun fyrir-
tækja í Verslunarskólanum.
Það var Helgi Baldursson, við-
skiptafræðingur og deildar-
stjóri við Verslunarskóla ís-
lands, sem innleiddi náms-
greinina fyrir nokkrum árum.
Hún er kennd í verslunar-
menntadeild skólans, bæði
sem skyldu- og valgrein og er
vinsæl á meðal nemenda.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON
26