Frjáls verslun - 01.04.1995, Qupperneq 37
Fjárfestir aldarinnar, fjármálaséníið Warren Buf-
fett, er annar frá hægri á myndinni. Við hlið hans á
hægri hönd er samstarfsmaður hans,, Charles
Munger. Lengst til vinstri á myndinni er fjármála-
maðurinn William Ruane og lengst til hægri er
annar þekktur fjárfestir, Walter Schloss.
urinn. Helstu vörumerki fyrirtækis-
ins eru Coca-Cola, Diet Coke, Sprite,
Mr. PiBB, Mello Yello, Ramblin’
Root Beer, Fanta, Tab og Fresca.
Einnig framleiðir fyrirtækið Hi-C
ávaxtasafa, Minute Maid, Powerade,
Nestea og Nordic Mist.
Styrkleiki Coca-Cola fyrirtækisins
felst ekki einungis í sterkum vöru-
merkjum og verðmiklu einkaleyfí.
Warren Buffett mat það svo að sjálft
dreifingarkerfið væri afar mikils virði.
Það er eins konar vefur sem teygir
anga sína um allan heim; veraldarvef-
ur. Um 67% af allri sölu Coca-Cola
fyrirtækisins er utan Bandaríkjanna,
á alþjóðlegum mörkuðum, og um
81% af hagnaði þess er sprottinn
þaðan. Sem sagt; einfalt og skiljan-
legt. Þetta atriði var á hreinu.
2. HEFUR FYRIRTÆKIÐ
STÖÐUGA REKSTRARSÖGU?
Önnur regla Buffetts er sú
hvort fyrirtækið hafi stöðuga
rekstrarsögu. Svarið við þeirri
spurningu var einfalt. Hann keypti
fyrstu kók-flöskuna sína 5 ára - og
var aldeilis ekki einn um það. Frá
þeim tíma vissi hann að alltaf var
I hægt að fara út í búð og kaupa flösku
I af kók. Saga fyrirtækisins var sam-
f felld.
Ekki var verra að hafa á bak við
eyrað að kók-drykkurinn var fyrst
framleiddur árið 1886 eða fyrir um 110
árum. Það er löng saga. Ekki síst í
ljósi þess að líftími fyrirtækja er ekki
langur - hvorki í Bandaríkjunum né
annars staðar. Fyrirtæki falla ótrú-
legt fljótt í valinn sofni þau á verðinum
í samkeppninni. Sem sagt: Yfir 100
ára samfelld saga, það var á hreinu.
3. FRAMTÍÐIN. Á FYRIRTÆKIÐ
MÖGULEIKA TIL LANGS TÍMA?
Skömmu eftir að Warren Buffett
sem áður hefur verið vikið að, er
þessi: Er reksturinn einfaldur og
skiljanlegur? Því má bæta við að hann
kaupir ekki hlutabréf í tölvufyrirtækj-
um vegna þess að hann segist ekki
skilja slíkan rekstur nægilega vel. Og
þar við situr.
FYRIRTÆKJAREGLUR
- FORSENDUR OG EINKENNI
FYRIRTÆKISINS
1. ER REKSTURINN
EINFALDUR 0G SKIUANLEGUR?
Coca-Cola fyrirtækið uppfyllti
þessa reglu hjá Warren Buffett.
Reksturinn er tiltölulega einfaldur;
framleiðsla og dreifing á gosdrykkj-
um. Kók-drykkurinn er auðvitað
djásn fyrirtækisins, mest seldi drykk-
Ein af reglum Buffetts er sú að
reksturinn verði að vera einfaldur
og skiljanlegur. Buffett keypti sína
fyrstu kók-flösku 5 ára og skilur
reksturinn vel.
37