Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 41

Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 41
MARKAÐSVERÐIÐ SEGIR EKKI ALLT Að mati Buffetts var virði Coca-Cola á bilinu frá 20,7 miiijörðum dollara upp í um 48,3 milljarða dollara, allt eftir því hvaða ávöxtunarkröfu hann notaði í útreikningum sínum á árlegan vöxt þess fjár sem reksturinn myndi skila. Markaðsverðmæti Coca- Cola á hlutabréfamarkaði var hins vegar mun minna, eða um 14,1 milljarður dollara. markaðsvirði upp á 4,6 dollara. Þetta voru miklar breytingar frá því sem var áður. 9. REIKNIÐ SÉRSTAKLEGA „HAGNAÐ EIGENDA" Warren Buffett leggur sérstaka áherslu á hugtakið „hagnað eigenda". Það er hagnaður eftir skatta plús af- skriftir mínus útgjöld til fjárfestinga. Með öðrumorðum; þeir peningar sem verða til handa eigendum og eru notaðir til að greiða niður lán eða til eigenda í formi arðgreiðslna. Þetta er fjárlosun rekstrarins. „Hagnað eig- enda“ afvaxtar síðan Buffett eftir sín- um ávöxtunarkröfum. I stefnu Goizueta fyrir níunda ára- tuginn var sérstaklega tekið tillit til hluthafanna, eigenda fyrirtækisins. „Næsta áratuginn skulum við ekki gleyma þeim skyldum sem við höfum gagnvart hluthöfum og fjárfestingu þeirra,“ skrifaði Goizueta. Á hverju ári kom fram í ársskýrlu Coca-Cola að höfuðmarkmiðið væri að „hámarka verðmæti hluthafa til langs tíma“. Til að ná þessu markmiði var lögð áhersla á arðsemi nýrra fjárfestinga og að bæta afkomu þess rekstrar sem þegar var til staðar. Næðist þetta myndi greiðslustaðan batna, arðsemi eigin fjár aukast og þar með hagnaður hluthafa. Það er skemmst frá því að segja að Goizueta náði góðum árangri. Stefna hans gagnvart hluthöfum, eigendum, var eitthvað sem féll vel að kröfum Warrens Buffett. 10. LEITIÐ AÐ FYRIRTÆKJUM MEÐ MIKINN JAÐARHAGNAÐ Eftir að Goizueta tók við fór hagn- aður eigenda úr 262 milljónum dollara árið 1980 í um 828 milljónir árið 1988 þegar Warren Buffett keypti fyrstu hlutabréfm í Coca-Cola fyrirtækinu. Meðalávöxtun á ári á tímabilinu var um 17,8%. Þessi hagnaður endur- speglast í verði hlutabréfa í fyrirtæk- inu. Afkoman hefur síðan batnað enn frá árinu 1988. Til viðmiðunar var „hagnaður eigenda“ um 152 milljónir dollara árið 1973 og 262 milljónir doll- ara árið 1980. Það gerði um 8% ávöxtun á ári. Því má bæta við að Coca-Cola fyrirtækið hefur frá árinu 1984 keypt hlutabréf í sjálfu sér á almennum hlutabréfamarkaði. Það hefur reynst góð fjárfesting. í júlí 1992 tilkynnti Coca-Cola fyrir- tækið að til ársins 2000 ætlaði það að kaupa á almennum hlutabréfamarkaði um 100 milljónir hluta í sjálfu sér eða um 7,6% af öllu hlutafé í fyrirtækinu. Það er athyglisvert að allt stefnir í að fyrirtækið ná þessu markmiði sínu þrátt fyrir miklar og arðbærar fjár- festingar á alþjóðlegum mörkuðum en aukin umsvif á þeim eru helsta upp- spretta hagnaðar fyrirtækisins. Á þeim er jaðarhagnaðurinn mestur. Buffett hefur aldrei keypt hlutabréf í tölvufyrirtækjum vegna þess að hann segist ekki þekkja nægilega vel inn ó tölvur. Og þar við situr. 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.