Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.04.1995, Qupperneq 46
ERLEND VEITINGAHUS Baltimore: FRÁBÆRT í HAMPTON’S BSigmar B. Hauksson skrifar reglulega um þekkta erlenda business veitinga- stabi í Frjálsa verslun. Það þótti góð þumalfingursregla að veitingastofur á hótelum væru ekki bestu veitingastaðir sem völ væri á. Flestir þeir, sem dvelja á hótelum, snæða frekar á minni veitingastöðum fyrir utan hótelið en á veitingastofu hótelsins. Þetta vita hótelhaldarar nútímans. Á undanfömum árum hafa því flest betri hótel lagt æ rík- ari áherslu á góða veitinga- staði innan veggja hótelanna. Það skiptir miklu máli að halda gestinum inni, ef svo má að orði komast, fá hann til að eyða sem mestu fé inni á hót- elinu. Verð á gistingu hefur hækk- að all verulega á síðari árum. Hóteleigendur verða því að kappkosta að bjóða gestum sínum eins fjölbreytta þjón- ustu og unnt er og í því sam- bandi skiptir sala góðra veit- inga miklu máli. Á mörgum hótelum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu má því finna eina bestu veitingastaði heims. THE HARBOR COURT HOTEL í Baltimore í Maryl- andfylki í Bandaríkjunum er einstak- lega fallegt hótel og á fögrum stað eða niðri við innri höfnina í Baltimore. Hótelið hefur upp á öll hugsanleg þægindi að bjóða: Sundlaug, líka- msræktarstöð og góða veitingastaði. Aðal veitingastaður hótelsins nefnist Hampton’s og er hann talinn einn af bestu veitingastöðum Bandaríkjanna, hvorki meira né minna. Matseðillinn er frekar einfaldur og virkar frekar óspennandi við fyrstu sýn. Matreiðsl- an er hinsvegar í hæsta gæðaflokki og aðeins er notast við úrvals hráefni. Af forréttum mætti nefna gæsalifur frá New York sem var í mjög háum gæðaflokki, ravioli með villisveppa- fyllingu og kryddjurtasósu. Þá mætti nefna sveppaseyði með tómat og ferskt salat með krabbakjöti, fersku grænmeti og sítrusávöxtum. Besti fiskrétturinn var rauðspretta með krabbafyllingu og sítrónu og gras- laukssmjöri. Af kjötréttunum var öndin aldeilis frábær og piparsteikin var hreint meistaraverk. Þrátt fyrir að Hampton’s sé einn af betri veitingastöðum Bandaríkjanna er verðlag þar sérlega hagstætt. Meðalverð forrétta er um 12 doUarar, og súpur um 6 dollarar, salat kostaði um 8 dollara. Fiskréttirnir kostuðu að meðaltali 28 dollara og kjötréttirnir um 30 dollara. Öndin kostaði 24 doll- ara eða um 1.500 krónur. Verðlagið á Hampton’s var því hagstæðara en á mörgum, ef ekki flestum betri veit- ingastöðum í Baltimore. Vínlistinn er haganlega saman sett- ur og var verðið á frönsku vínunum mjög hagstætt, allavega ef miðað er við verðlag í Evrópu. Á sunnudögum er mikið um að vera á Hampton’s því að þá er BRUNCH, sem er eiginlega sameiginlegur morgun- og hádegis- verður. Með máltíðinni er boðið upp á kampavín og geta menn drukkið það að vild og er það innifalið í verðinu, enda kynnir hótelið þessa uppákomu sem Champagne Brunch. Á boðstólum er fjöldi rétta, nefna mætti Maryland krabbasúpu, reyktan lax, eggjakökur með margskonar fyll- ingum, grillaðan kjúkling, ostrur, gufusoðinn lax,humarsalat og kálfa- kjöt. Já, allir ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Þjónustan á þess- um frábæra veitingastað var auðvitað fyrsta flokks. Á undanfömum árum hefur orðið mikil þróun í bandarískum veit- ingarekstri. Fullyrða má að Bandaríkjamenn gefi Evrópubú- um lítið sem ekkert eftir í þess- um efiium og flestar nýjungar, sem orðið hafa í þessum efnum, hafa orðið í Bandaríkjunum. í Marylandfylki er mikið og gott úrval af skelfiski og villibráð. Þá er vín framleitt í fylkinu og em sum hvftvúiin ágæt. í nágrenni Baltimore era fal- legar sveitir, í borginni er ein besta sinfóníuhljómsveit Banda- ríkjanna og gott listasafn. Svæð- ið í kringum höfnina er sérlega skemmtilegt. Þar em göngu- götur, fjöldi veitingastaða og lít- illa verslana. í Baltimore em margir sérlega góðir sjávarréttastaðir og ítölsk veitingahús, auk fiölda kráa og skemmtistaða. Besti veitingastaðurinn er þó Hampton’s og þið ykkar, sem hyggið á ferð til Baltimore, ættuð ekki að láta hjá líða að snæða á þessum frábæra veitingastað. Hampton’s Harbor Court Hotel 550 Light Street Súni 410 - 234 - 0550 Fax 410 - 659 - 5925 Hamton’s er aðal veitingastaður The Harbor Court hótelsins í Baltimore. Hann er talinn einn af bestu veitingastöðum Bandaríkjanna. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.