Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 54
INNLIT
Á efri hæðinni er stofan, snyrting
og herbergi strákanna en á þeirri
neðri er svefnherbergi, skrifstofa,
baðherbergi, eldhús og sjónvarps-
horn sem er í sólstofunni. Hjónarúm-
ið keypti Ásdís áður en hún hitti eigin-
manninn og er það rúmlega aldargam-
alt. Gamaldags og hlýlegur stíll er yfir
svefnherberginu. Það er málað í gul-
um lit og á veggjum eru gamaldags
hlutir sem bæði eru nýir og gamlir.
Sömu sögu er að segja um eldhúsið.
Þótt innréttingin sé ný, en hún er frá
Brúnás, gera ýmsir smáhlutir eldhús-
ið sérstakt og svolítið gamaldags,
Húsgögnin í stofunni er hönnun
listamanna á borð við Mackintosh og
Þórdísi Zoéga en tveir „Uggastólar"
með áklæði úr steinbítsroði eru á sitt-
hvorum enda borðstofuborðsins.
Corbusier stóUinn nýtur sín vel í betri
stofunni þar sem er að finna ýmsa
hluti úr verslununum Dux og Gegnum
Glerið, Heimsljósi og Kosta Boda. Á
borðstofuborðinu eru til að mynda
antikhlutir frá Marokkó sem keyptir
voru í Kosta Boda, vínber úr plasti úr
versluninni Einn tveir þrír og silfur-
munir sem amma Ásdísar átti. Lita-
gleðin er ríkjandi á veggjum og í lit
gólfteppisins á stiganum á milli hæð-
anna tveggja en það er skærgrænt.
Sófinn er frá GP húsgögnum en
myndin, Sofandi hetjur, er eftir
Huldu Hákon.
list sem ég hef áhuga á. Ég sæki sýn-
ingar og þegar ég fer til útlanda fer ég
í verslanir og gallerí og skoða það
nýjasta í alls kyns hönnun.“ Áður en
Ásdís kynntist Garðari safnaði hún
antikmunum. Hann var með annan
smekk og hafði hann það mikinn
áhuga á konuna sína að síðan hefur
hún eignast h'tið af slíku. „Stundum
sér maður að þetta nýja er ekki alltaf
nýtt; um getur verið að ræða hönnun
sem byggir á einhverju görnlu."
Ásdís hefur alltaf viljað hafa öðru-
vísi heima hjá sér en yfirleitt tíðkast.
Sum húsgögnin, smáhlutimir og lista-
verkin eru litskrúðug. í stofunni eru
nokkrir hlutir úr bláu gleri og segir
hún að áhuginn á glerhlutum hafi
vaknað þegar hún var smástelpa og
lék sér í fjörunni þar sem hún fann
flöskumola í öllum regnbogans litum.
54
Eldhúsinnréttingin er frá Brúnás. Klukkan er frá Einn tveir þrír. Græna
kannan er frá Kosta Boda.