Frjáls verslun - 01.04.1995, Qupperneq 56
BYGGINGARIÐNAÐURINN
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO:
EINHVER HREYFING EN
ALLS ENGIN KÚVENDING
Gerum ekki ráð fyrir verulegri aukningu í viðskiptum vegna byggingafram-
kvæmda á næstu árum þóttþað komi einhver „skotu í framkvæmdir í sumar
að er alveg ljóst að það hefur
orðið samdráttur í byggingar-
iðnaði síðustu árin en hvað
framundan er veit enginn. Maður hef-
ur reyndar orðið var við að ýmsar
framkvæmdir séu að fara í gang og
eitt og annað bendir til að við
gætum verið að horfa fram á
bjartari tíma í byggingariðnaði.
Hins vegar held ég, því miður,
að það verði skammvinn sæla.
Mælikvarðinn sem við höfum
er fjöldi íbúða sem byrjað hefur
verið á og fjöldi íbúða sem lokið
hefur verið við. Við bætist síð-
an viðhaldsvinna. Allt endur-
speglast þetta í atvinnustiginu
hjá iðnaðarmönnum," segir Jón
Helgi Guðmundsson, forstjóri
BYKO.
Jón segir frekar erfitt að átta
sig á því hvort meiri fram-
kvæmdir og viðskipti með
byggingarvörur séu að fara í
gang nú en síðastliðin ár. Á vor-
in sjái aðilar í byggingariðnaði hefð-
bundna aukningu í viðskiptum með
byggingarvörur. Húseignir hafi kom-
ið misjafnlega undan vetri og þurfi
viðhalds við. Þá sé víða kominn tími á
ýmsar viðhaldsaðgerðir hjá fjölmörg-
um húseigendum.
„Það virðist reyndar tölvuerð
hreyfing vera komin á hlutina ef
marka má hvað menn eru að kaupa
um þessar mundir. Töluvert af íbúða-
byggingum er að fara af stað á
Reykjavíkursvæðinu en það er hins
vegar mjög lítið byggt af atvinnuhús-
næði.“
Jón segir stöðugleikann í efnahags-
MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON
lífinu hafa haft sitt að segja varðandi
framkvæmda- og kaupgleði einstakl-
inga, hvort sem um sé að ræða ný-
byggingar eða viðhald.
„Einstaklingar eru mjög varfæmir í
sambandi við viðhald og fleira þar sem
almennur samdráttur hefur orðið í
þjóðfélaginu. Þannig er áberandi að
fólk er farið að reikna miklu betur út
þau verkefni sem það ætlar að fara út í
og setur dæmið upp miðað við að-
stæður hverju sinni. í dag reikna
flestir dæmið alveg til enda og eru
Forstjórar B YKO og
Húsasmiðjunnar meta
stöðuna á
byggingamarkaðnum
mjög varkárir; skoða vandlega úr
hverju þeir hafa að spila. Svo hefur
fólk almennt ekki getað bætt á sig
vinnu í sama mæli og áður til að láta
enda ná saman. Allt þetta hefur eðli-
lega mjög mikil áhrif á viðskipti í bygg-
ingariðnaði. Ég er því ekki mjög
bjartsýnn fyrir hönd byggingar-
iðnaðarins til lengri tíma litið
þótt það komi náttúrlega ein-
hver „skot“ í þessum málum
um þessar mundir. Horfi maður
í kring um sig er ljóst að fors-
endurnar fyrir verulegri aukn-
ingu í viðskiptum vegna bygg-
ingaframkvæmda eru einfald-
lega ekki fyrir hendi.“
Jón Helgi segir þá aðila sem
eru í byggingariðnaðinum hafa
átt erfiða daga undanfarin ár og
það sé þungt fyrir hjá þeim. Því
séu menn mjög næmir fyrir
hvers kyns vísbendingum um
að það fari að birta til. Hins veg-
ar verði menn að líta til lengri
tíma.
„Við höfum lært af reynslunni að
vera hóflega bjartsýnir. Ef litið er til
næstu mánaða gætu þeir kannski orð-
ið þokkalegir en ég held að það sé
ekki til lengri tíma, því miður. En við
höfum aðlagað okkur breyttum að-
stæðum, stöndum vel við bakið á
okkar viðskiptamönnum og bjóðum
bæði samkeppnishæfa vöru og vöru-
verð til að halda okkar markaðshlut-
deild. Við erum í miðri atvinnugrein-
inni og finnum mjög vel fyrir ástand-
inu, höfum gert það síðastliðin ár og
högum okkur samkvæmt því,“ segir
Jón Helgi Guðmundsson.
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, segir
fólk varfærið í framkvæmdum og reikna dæmið til
enda áður en það hefjist handa.
56