Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 70

Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 70
HONNUN / # Sigurbergur Arnason arkitekt um helstu kröfur húsbyggjenda: MEST ER SPURT UM130 FERMETRA EINBÝLISHÚS Minni einbýlishús, minna viðhald, minni garóar, minni íburður, gjörnýting á rými og minni kostnaður. Þetta er línan í byggingu einbýlishúsa núna ■ ■ ■ inni einbýlishús, lágur bygg- I i'i I ing^kostnaður, minni garð- II > I ur, minni íburður, minna við- hald og stórauknar kröfur um nýt- ingu. Þetta er ríkjandi lína í byggingu einbýlishúsa núna að sögn Sigurbergs Ámasonar arkitekts hjá arki- tektastofunni Hús & Ráðgjöf. Stofan teiknar mikið af einbýl- is-, rað- og fjölbýlishúsum — sem og raunar öllum tegundum húsa. „Meginkrafa fólks er að ná byggingarkostnaði niður og binda ekki óþarflega mikið fé í húsnæði. Þess vegna biður fólk um minni einbýlishús en áður. En margt fleira kemur til; fólk vill húsnæði sem hentar því líka í ellinni; meira er spáð í fjárhags- lega byrði af að byggja hús; fast- eignagjöld eru há; þrif á stóru húsnæði er tímafrek; sumar- bústaðaeign er að verða algeng- ari; síðast en ekki síst eyðir fólk frítímanum á sumrin meira í ferðalög og áhugamál — fólk er einfaldlega minna heima við á sumrin.“ ur í um 150 fermetra, auk bflskúrs. Síðan hafa þau enn minnkað. „Um leið og fólk vill ódýrari hús og sættir sig við minna rými hafa kröfur um nýtingu stóraukist. Hús verða núna að nýtast sem allra best. Fólk UM130 FERMETRA HUS, AUK 35 FERMETRA BÍLSKÚRS Að sögn Sigurbergs er al- gengast að fólk biðji um 130 fer- metra hús á einni hæð, auk 35 fermetra bflskúrs. Fyrir um 15 til 20 árum var sami markhópur að biðja um 180 til 200 fermetra hús. Svo stór hús heyra núna til algerra undan- tekninga. Fyrir um 5 til 7 árum var algeng stærð einbýlishúsa komin nið- Sigurbergur Arnason arktitekt hjá arkitekt- astofunni Hús & Ráðgjöf hf. Hann nam arki- tektúr í Arósum í Danmörku. Hús & Ráðgjöf eru eins konar einkavætt ríkisfyrirtæki. Starfsmenn voru áður í starfi hjá teiknistofu Húsnæðisstofnunar ríkisins en stofnuðu hlutafélag um reksturinn fyrir rúmum tveimur árum þegar teiknistofan var lögð niður. vill gjömýtingu á plássi. Þess vegna er meira um að rými vinni hvert með öðru, sérstaklega stofa, eldhús og borðstofa. Þessi rými eru orðin fjöl- notarými, þau eru nýtt í fleiri en ein- um tilgangi. Víða eru borðkrókar í eldhúsi og borðstofur að sameinast. Þá ber miklu meira á að þetta rými sé nýtt sem vinnuaðstaða fyrir böm og foreldra. Þannig er eldhúsborð ekki lengur bara eldhúsborð, það er líka vinnuaðstaða. Minna er af illa nýttum, stór- um göngum sem skipta húsum upp í svefn- og dagálmur. Sér- stök gestasalemi eru víkjandi krafa, eitt baðherbergi er oftar látið duga. Sömuleiðis er minna um afmörkuð sjónvarpsher- bergi. Sjónvarp er aftur komið inn í stofur og þannig nýtast þær betur. Garðskálar eru á undan- haldi. MEIRA ER LAGT UPP UR ÝMSUM SÉRÞÖRFUM Meira er lagt upp úr ýmsum sérþörfum við hönnun húsa. Auknar kröfur em um góða og aðgengilega geymslu í húsinu sjálfu, til dæmis fyrir viðlegu- og skíðabúnað. Minni áhugi er á að geyma slíkt í bflskúrnum. Fólk vill hafa góða þvottaaðstöðu og helst umgang í hana bakdyra- megin, ekki síst vegna ungra bama.“ Sérstök „hobbýherbergi“ í einbýlishúsum eru á undanhaldi. „Hobbýherbergin urðu áður oft til með þeim hætti að fólk var að innrétta kjallara hjá sér. Núna er minna um kjallara þar sem mest er beðið um einbýlishús á einni hæð. Hins vegar fer það mjög vaxandi að beðið sé um afdrep fyrir vinnuað- TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSS0N 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.