Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 70
HONNUN
/ #
Sigurbergur Arnason arkitekt um helstu kröfur húsbyggjenda:
MEST ER SPURT UM130
FERMETRA EINBÝLISHÚS
Minni einbýlishús, minna viðhald, minni garóar, minni íburður, gjörnýting á
rými og minni kostnaður. Þetta er línan í byggingu einbýlishúsa núna
■ ■ ■ inni einbýlishús, lágur bygg-
I i'i I ing^kostnaður, minni garð-
II > I ur, minni íburður, minna við-
hald og stórauknar kröfur um nýt-
ingu. Þetta er ríkjandi lína í byggingu
einbýlishúsa núna að sögn Sigurbergs
Ámasonar arkitekts hjá arki-
tektastofunni Hús & Ráðgjöf.
Stofan teiknar mikið af einbýl-
is-, rað- og fjölbýlishúsum —
sem og raunar öllum tegundum
húsa.
„Meginkrafa fólks er að ná
byggingarkostnaði niður og
binda ekki óþarflega mikið fé í
húsnæði. Þess vegna biður fólk
um minni einbýlishús en áður.
En margt fleira kemur til; fólk
vill húsnæði sem hentar því líka í
ellinni; meira er spáð í fjárhags-
lega byrði af að byggja hús; fast-
eignagjöld eru há; þrif á stóru
húsnæði er tímafrek; sumar-
bústaðaeign er að verða algeng-
ari; síðast en ekki síst eyðir fólk
frítímanum á sumrin meira í
ferðalög og áhugamál — fólk er
einfaldlega minna heima við á
sumrin.“
ur í um 150 fermetra, auk bflskúrs.
Síðan hafa þau enn minnkað.
„Um leið og fólk vill ódýrari hús og
sættir sig við minna rými hafa kröfur
um nýtingu stóraukist. Hús verða
núna að nýtast sem allra best. Fólk
UM130 FERMETRA HUS, AUK
35 FERMETRA BÍLSKÚRS
Að sögn Sigurbergs er al-
gengast að fólk biðji um 130 fer-
metra hús á einni hæð, auk 35
fermetra bflskúrs. Fyrir um 15
til 20 árum var sami markhópur að
biðja um 180 til 200 fermetra hús. Svo
stór hús heyra núna til algerra undan-
tekninga. Fyrir um 5 til 7 árum var
algeng stærð einbýlishúsa komin nið-
Sigurbergur Arnason arktitekt hjá arkitekt-
astofunni Hús & Ráðgjöf hf. Hann nam arki-
tektúr í Arósum í Danmörku. Hús & Ráðgjöf
eru eins konar einkavætt ríkisfyrirtæki.
Starfsmenn voru áður í starfi hjá teiknistofu
Húsnæðisstofnunar ríkisins en stofnuðu
hlutafélag um reksturinn fyrir rúmum tveimur
árum þegar teiknistofan var lögð niður.
vill gjömýtingu á plássi. Þess vegna
er meira um að rými vinni hvert með
öðru, sérstaklega stofa, eldhús og
borðstofa. Þessi rými eru orðin fjöl-
notarými, þau eru nýtt í fleiri en ein-
um tilgangi. Víða eru borðkrókar í
eldhúsi og borðstofur að sameinast.
Þá ber miklu meira á að þetta rými sé
nýtt sem vinnuaðstaða fyrir böm og
foreldra. Þannig er eldhúsborð ekki
lengur bara eldhúsborð, það er líka
vinnuaðstaða.
Minna er af illa nýttum, stór-
um göngum sem skipta húsum
upp í svefn- og dagálmur. Sér-
stök gestasalemi eru víkjandi
krafa, eitt baðherbergi er oftar
látið duga. Sömuleiðis er minna
um afmörkuð sjónvarpsher-
bergi. Sjónvarp er aftur komið
inn í stofur og þannig nýtast þær
betur. Garðskálar eru á undan-
haldi.
MEIRA ER LAGT UPP UR
ÝMSUM SÉRÞÖRFUM
Meira er lagt upp úr ýmsum
sérþörfum við hönnun húsa.
Auknar kröfur em um góða og
aðgengilega geymslu í húsinu
sjálfu, til dæmis fyrir viðlegu- og
skíðabúnað. Minni áhugi er á að
geyma slíkt í bflskúrnum. Fólk
vill hafa góða þvottaaðstöðu og
helst umgang í hana bakdyra-
megin, ekki síst vegna ungra
bama.“
Sérstök „hobbýherbergi“ í
einbýlishúsum eru á undanhaldi.
„Hobbýherbergin urðu áður oft
til með þeim hætti að fólk var að
innrétta kjallara hjá sér. Núna er
minna um kjallara þar sem mest er
beðið um einbýlishús á einni hæð.
Hins vegar fer það mjög vaxandi að
beðið sé um afdrep fyrir vinnuað-
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSS0N
70