Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 109
Iw»»
HHBHMMHBi
GARÐVINNAN
DAGBÓK GARÐYRKJUMANNSINS
Það vill stundum vefjast fyrir garðeigendum hvenær
skuli vinna ákveðin verk í garðinum. Allt hefur sinn rétta
tíma. Til þess að við megum í framtíðinni vinna verkin í
takt við móður náttúru fengum við að skyggnast í eitt af
verkefnum nemenda á Skrúðgarðyrkjubraut í GR í Hvera-
gerði. Verkefnið fjallar um viðhald garðsins og er sett fram
sem áætlun en þessa viðhaldsáætlun ættum við í flestum
tilvikum að geta yfirfært á okkar eigin garð. Þar sem
komið er langt fram á vor byrjum við á vorverkunum.
IAPRIL OG MAI
í apríl og maí er mikið um að vera í garðinum. Þá þarf að
byrja á því að hreinsa allt rusl, hvort heldur sem er rusl
sem fokið hefur í garðinn eða sölnaðan gróður frá fyrra ári.
Ef garðurinn okkar er ungur að árum þá er rétt að bera
áburð bæði í beð og á grasflöt. Borin eru 2 kg af blákorni á
hverja hundrað fermetra gróðursvæðis en eftir það eru
borin þrjú kg á 100 fermetra svæðisins. Á gras eru borin 3
kg á hundrað fermetra. Trjáklipping og kalklipping heyrir
til á þessum árstíma og er nú allt kal klippt burt af trjám og
runnum. Vilji menn setja niður vorlauka er það einnig gert
og sömuleiðis er fjölærum plöntum skipt eftir þörfum.
Hefja má slátt þegar grasið er orðið 10-12 sentímetra hátt.
IJUNI, JULIOGAGUST
í júní, júh' og ágúst er sitthvað á dagskrá. Fyrst eru sett
niður sumarblóm. Snyrta þarf kanta beðanna því fallegir og
vel skomir kantar setja mikinn svip á garðinn. Sláttur er
töluvert verk ef grasið á að vera jafnt og fallegt allt sumar-
ið. Hæfilegt er að slá það í 4-5 sentímetra hæð og auðvitað
verður að raka og hirða. (Margir hafa brugðið á það ráð að
smíða sér safnkassa einhvers staðar þar sem h'tið ber á og
safna í þá grasi og öðrum jurtaleifum úr garðinum. Aðrir
grafa grasið niður í beðin eða einfaldlega koma því fyrir inni
á milli þéttra mnna þar sem það hverfur aftur til uppmna
síns. (Innskot blaðamanns.) Áburðargjöf á að vera^lofyð
fyrir miðjan ágúst. Strax eftir blómgun ber að klippa
sem blómstra á fyrra árs grein. Rétt er að fan
klippingu þessara ajnna a&leita ráía hjá fagmöi
ekki sé komið í veg fyrir blómgun næsta ár. Nú eru
limgerði mótuð og visnaðir blómstönglar klipptir og fjar-
lægðir. Yfir hásumarið verður fólk að sópa stéttir jöfnum
höndum svo garðurinn sé sem snyrtilegastur og á þessum
tíma er rétt að huga að því hvort ekki þarf að fúaverja
timbur þar sem það er. Loks er það skordýraeyðing en um
hana segir í áætluninni: Fylgjast verður með trjám og
runnum sem hætt er við skordýraplágum og gera viðeig-
andi ráðstafanir.
ISEPTEMBER 0G NOVEMBER
í september og nóvember er gengið frá trjágróðri fyrir
veturinn. Skýla þarf öllum sígrænum trjám og runnum
fyrsta veturinn. Gott er að skýla fjölærum gróðri með
greinum og laufi. Tími haustlaukanna er runninn upp og
þeir eru settir niður. Lauf er rakað og má gjarnan þekja
beðin með því. Gæta verður þess að slá gras ekki sneggra
en 5-8 sentímetra í síðasta sinn að haustinu. Binda getur
þurft upp sum ung tré en uppbindinga á ekki að vera þörf
eftir að fjögur ár eru liðin frá gróðursetningu.
ÍDESEMBEROG ALLT FRAM í MARS
í desember og allt fram í mars halda sumir að ekki þurfi
að líta út í garðinn en það er öðru nær. Losa þarf snjó af
trjágróðri og gæta þess vel að tré og runnar skemmist
ekki vegna snjóþyngsla. Fylgjast verður með lús á greni
og sé hætta á ferðum er hægt að eitra fyrir henni. Einnig
þarf að athuga krónur trjáa og khppa runna sem blómstra á
árssprota. Síðla vetrar, áður en brum opnast, eru klipptir
runnar sem blómstra á stuttum sprotum á eldri greinum.
Á þessum tíma er einnig rétt að hefja mótun limgerðis til
dæmis úr gljámisph og viðju svo nokkuð sé nefnt.
Af þessari ágætu verkefnaskrá má sjá að garðeigandinn
má aldrei slá slöku við ef hann ætlar að láta garðinn skarta
sínu fegursta yfir sumarið og eigi hann ekki að „spretta úr
sér“ ef svo mætti að orði komast.
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR
Á bak við fallega garða,
sem skarta sínu fegursta á
sumrin, liggur mikil vinna. En hvenær á
að vinna verkin í garðinum? Hvert verk hefur
sinn árstíma. Um það getur þú lesið í þessari
fróðlegu grein um dagbók garðyrkjumannsins.
109