Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 114

Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 114
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA HVERS VIRÐIER VINNAN? Um langan aldur hafa íslendingar búið við miklar sveiflur í atvinnu- og efnahagslífi sínu. Slíkt er fylgi- fiskur þess að framleiðsluatvinnugreinar okkar eru mjög einhæfar og byggja í raun aðeins á sjávarútvegin- um. Gamalt orðatiltæki segir að „svikull sé sjávarafli“ og því höfum við rækilega fengið að kynnast. A síðari árum hefur sjávaraflinn þó fyrst og fremst svikið vegna þess að við höfum sjálfir stuðlað að því með of mikilli sókn í veikburða stofna. Fiskveiðistjórnun hefur ekki tekist sem skyldi og ár eftir ár veiddum við mun meira en ráðlegt var talið og súpum nú af því seiðið. Eftir lægð í efnahagslífinu sem staðið hefur samfellt í fimm til sex ár sjást nú loks teikn á lofti um að betri tíð sé framundan. Raunar hefur lægðin ekki verið svo mikil ef miðað er við þjóðarframleiðslu á mann sem er óvíða í heiminum meiri en hér, en sú þensla og spenna, sem verið hafði samfellt í tvo áratugi gerði það að verkum að þegar hægt var á ferðinni fannst mörgum hálfgerð kreppa vera skollin á. Langvarandi umræður um kreppu og þá ekki síst af hálfu stjórnmálamanna, varð líka til þess að meiri tregðu gætti í efnahagslífinu en ástæða var til. Menn héldu einfaldlega að sér hönd- um, lögðu ekki í fjárfestingar eða framkvæmdir og allir virtust telja skynsamlegast að bíða. Efnahagslægðin og doðin sem henni fylgdi hefur haft ýmsar breytingar í för með sér á íslensku þjóðfélagi sem vert er fyrir landsfeður vora að íhuga nú og átta sig á. Um langt skeið var atvinnuleysi óþekkt fyrirbrigði hérlendis og raunar gat hver og einn valið sér verkefni og vinnu að vild. A þessu hefur orðið mikil breyting á síðustu árum og þótt heldur hafi rofað til hefur ástand þessara mála ekki skánað enn að neinu marki. Þús- undir Islendinga er enn án atvinnu og það sem er kannski skuggalegast er að búast má við því að at- vinnuleysið verði viðvarandi, a.m.k. í náinni framtíð. Það hefur löngum verið innprentað í þjóðarsálina að vinna sé grundvöllur farsældar og atvinnuleysi hið versta böl sem hægt er að hugsa sér. En það hefur líka verið talið jafnsjálfsagt að hér væri til staðar velferð- arkerfi sem jafnaði stöðu þegnanna og byggði á því að þeir, sem betur mættu sín, aðstoðuðu þá sem eiga í erfiðleikum, t.d. hina atvinnulausu, og í raun vill eng- inn breytingar á því kerfi. Hitt er svo annað mál að hægt og hljótt hefur kerfið undið svo upp á sig að nú er hægt að sýna fram á það, svart á hvítu, að fyrir margt launafólk borgar það sig ekki lengur fjárhagslega að stunda atvinnu. Það gefur meira í aðra hönd að þiggja bætur frá hinu opinbera og þar sem fólk er almennt ekki ofsælt af því sem það hefur til að lifa á, er ekki nema eðlilegt að það hugsi sig vandlega um hvorn kostinn, vinnu eða bætur, það velur ef báðir eru til staðar. Raunar hefur verið sýnt fram á það með dæmum að í mörgum tilvikum borgi sig alls ekki fyrir fólk að stunda atvinnu. Athugun sem hagfræðingur Vinnu- veitendasambands Islands gerði og birti opinberlega, leiddi í ljós að um 40% hjóna með eitt barn er nú verr sett í vinnu en á bótum, um 53% hjóna með tvö börn og hvorki meira né minna en 70% hjóna með þrjú börn á framfæri. Talið er að mánaðarlaun hjóna, sem eru með tvö börn á framfæri, þurfi að vera um 240 þúsund krónur til þess að ráðstöfunartekjur þeirra verði hinar sömu og þeirra sem einungis þiggja bætur. I mörgum tilvikum fer um 70% viðbótartekna fólks á ákveðnu tekjubili í skatta og þegar svo er komið er hætt við að viljinn til þess að vinna og afla sér tekna þverri mjög. Eignaskattskerfið gerir það líka að verkum að þeir sem eiga t.d. skuldlaust raðhús eða góða íbúð þurfa að greiða ríki og sveitarfélögum sínum andvirði þess á 28-30 ára fresti í formi eignaskatt, fasteignagjalda og annarra gjalda sem lagðar eru á húseigendur. Oft er um það talað að Island sé raunverulegt lág- launaland og víst er að óvíða eða jafnvel hvergi í hinum vestræna heimi eru grunnlaun jafn léleg og hérlendis. Lengi hefur fólk átt möguleika á því að bæta sér upp rýra launataxta með meiri vinnu og oft hefur þessi vinnuvilji og sókn í að skapa sér og sínum betri lífskjör og lífsþægindi verið ómetanlegur fyrir þjóðarbúið. Nú er hins vegar svo komið að þessi möguleiki er ekki lengur fyrir hendi. Jafnvel þótt verkefnin væru næg, borgar það sig ekki fyrir fólk að Ieggja erfiði á sig. Eða hver gerir slíkt þegar 70 krónur af hverjum 100 koma raunar aldrei í launaumslagið. Það verður að vera eitt af forgangsverkefnum þeirr- ar ríkisstjórnar sem nú hefur nýlega tekið við völdum að gera bragarbót í þessum málum. Verði það ekki gert er hætt við að á skömmum tíma breytist viðhorfin í þá átt að vinnan sé ekki endilega það sem sé mest virði. Við íslendingar höfum oft talað hálfniðrandi um þá lensku sem hefur verið í sumum nágrannaríkjum okk- ar, að það þyki sjálfsagt að lifa á „sósíalnum“ eins og það er kallað og þeir standi sig best sem snjallastir eru að kría eins mikið út úr kerfinu og mögulegt er. Ef við hugum ekki að því sem er að gerast hérlendis eru stutt skref í að viðhorfin verði eins hérlendis. 114
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.