Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 44
BÆKUR
Bók frá metsöluhöfundinum Mark H. McCormack:
DAGLEG STJORNUN SETT
FRAM Á DAGLEGU MÁLI
Rauöiþráöur höfundarins er aö stjórnendur setji sig ævinlega í spor viötakenda,
hvort heldurpeir eru viöskiptavinir eöa starfsmenn. Þaö ergóö lexía
Heiti bókar: Mark H. McCor-
mack on managing
Höfundur: Mark H. McCormack
Utgefandi og ár: Century Limit-
ed - 1995
Lengd bókar: 252 bls.
Hvar fengin: Erlendis
Einkunn: Laus við klisjur og á
auðskiljanlegu máli
VIÐFANGSEFNIÐ
Hér eru settir fram þeir eiginleikar
sem höfundur leggur áherslu á að
stjómendur þurfi að tileinka sér í dag-
legu starfi sínu. Þar eru kynntar til
sögunnar þær leiðir og þau hjálpar-
tæki sem tiltæk eru og hann hefur
notað. Fjallað er um hefðbundið við-
fangsefni daglegrar stjórnunar út frá
mannlegu sjónarmiði í stað harðra,
viðskiptalegra sjónarmiða. Margar
kennisetningar í stjómun eru ekki
annað en umbúðirnar hjá stjómend-
um eða stjórnunarstíl þeirra sem síð-
an er sett í nýjan og nýjan búning.
Það, sem skiptir máli gagnvart sam-
starfsfólki, s.s. meðstjómendum eða
undirmönnum, er innihaldið, þ.e.
hvernig komið er fram við fólk sem
manneskjur en ekki sem þrep eða stig
í einhverju fyrirfram ákveðnu stjórn-
unarkerfi.
Þannig er ekki verið að velta fyrir
sér tískukenningum í nútímastjórnun
en í stað þess lögð áhersla á að fjalla
um nokkur grundvallaratriði hennar
lið fyrir lið, s.s. starfsfólk, fjármál,
MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON
starfið sjálft, samdrátt og vöxt fyrir-
tækja. Rauði þráðurinn er að setja sig
í spor viðtakandans og höfundur gríp-
ur til Biblíunar í því sambandi og hvet-
ur lesandann til að hafa í
huga hina gullnu reglu:
„Komið fram við aðra
eins og þið viljið að aðr-
ir komi fram við ykk-
ur.“
HOFUNDURINN
Mark H. McCor-
mack tók lögfræðipróf
frá Harvard og hefur
skrifað fjöldann allan af
metsölubókum en
kunnasta bók hans er
ein þekktasta bók síð-
ari ára í viðskiptaheim-
inum en það er bókin
What They Don’t
Teach You at Harvard
Business School, sem kom út 1984.
Hann er stofnandi fyrirtækisins Int-
ernational Management Group
(IMG) en hjá fyrirtækinu starfa yfir
2000 manns á 67 skrifstofum í 26
löndum. Fyrirtækið hefur verið
Mark H. McCormack er
metsöluhöfundur. Eftir
hann er ein þekktasta bók
síðari ára í viðskiptaheim-
inum, bókin What They
Don’t Teach You at Harv-
ard Business School.
J m~\
> P
Jón Snorri
Snorrason hag-
fræðingur skrifar
reglulega um
viðskiptabækur í
Frjálsa verslun.
markaðsskrifstofa margra þekktra
íþróttamanna og þá sérstaklega úr
golfheiminum.
Þá hefur fyrirtækið sérhæft sig í
skipulagningu stór-
viðburða á sviði
íþrótta undanfama
áratugi og er þar
frægast að telja Wim-
bledon tennismótið.
Auk þess hefur fyrir-
tækið unnið að sjón-
varpsverkefnum í
tengslum við Ólymp-
íuleikana og samvinnu
við stofnanir eins o,
Nóbelsstofnunina.
síðari ámm hafa
klassísk tónlist og
tónlistarmenn komið
til sögunnar, enda
markaðssetning stór-
tónleika þeirra ekki
ólík því sem gerist í
og meðal íþrótta-
íþróttamótum
manna.
UPPBYGGING 0G EFNISTOK
Bókin er hluti af ritröð McCormack
um hin mismunandi viðfangsefni við-
skiptaheimsins. Áður hafa komið út
bækur í þessari ritröð sem heita On
Negatiating og On Selling. Það var
seinni bókin sem vakti áhuga minn og
varð til þess að ég valdi þessa bók til
umfjöllunar.
Bækurnar byggja á persónulegri
reynslu hans og snúast um hans hug-
44