Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.01.1996, Blaðsíða 70
FOLK I st raEitó 'slk;i^i, Júlíus Þorfinnsson, 30 ára framkvæmdastjóri Eureka. Hann segist hafa mikla trú á mætti óhefðbundinna aug- lýsinga og þess sáust raunar glögg merki þegar hann markaðssetti fyrirtækið í upphafi. grískum fornfræðum er minnst á Arki- medes sem fór í bað- ið og þegar hann veitti því athygli að líkaminn hrinti vatni frá sér í réttu hlutfalli við þyngd líkamans hljóp hann nakinn um borgina og hrópaði: „Eureka, eureka eða Ég hef fundið það, ég hef fundið það.“ Auglýs- ingafyrirtækið Eureka, sem m.a. sérhæfír sig í birtingu og framleiðslu umhverfis- auglýsinga, sækir nafnið beint í þessa sögu. „Það, sem við kynntum hér á markaðnum fyrir rúmu ári, var ný lausn í fram- leiðslu auglýsinga. Það, sem áður hafði kostað mikið eða var óframkvæmanlegt, var skyndilega framkvæm- anlegt fljótt og örugglega á tiltölulega hagkvæman máta,“ segir Júlíus Þor- fínnsson, framkvæmda- stjóri Eureka. „Við höfum sagt að ímyndunaraflið sé það eina sem geti takmark- að framleiðsluna." Fimmtán mánuðum eftir stofnun fyrirtækisins hefur margt breyst frá upphafleg- um framkvæmdum. Fyrir- tækið, sem er að mestu í eigu Kassagerðar Reykja- víkur, Hans Petersen hf. og Tryggingar hf., er stofnað utan um stóra tölvuprentvél sem getur framleitt auglýs- ingar í yfirstærðum. Bætt hefur verið við m.a. annarri tölvuprentvél ásamt silki- prentvél til þess að auka þjónustu við viðskipta- menn. Auglýsingar á stræt- isvögnum, í biðskýlum og á veltiskiltum eru framleiðsla Eureka. Jafnhliða fram- leiðslunni annast Eureka miðlun birtinga fyrir nánast allar umhverfisauglýsingar á höfuðborgarsvæðinu og Ak- ureyri. Eureka hannar ekki auglýsingar heldur framleið- ir aðeins þær eftir pöntun og fyrirfram ákveðnum teikn- ingum. Við stofnun voru fjórir starfsmenn ráðnir en nú eru þeir 10 og allt upp í fimmtán. í upphafi var einblínt á inn- anlandsmarkað en um síð- ustu áramót var blásið til sóknar í útlöndum. Við- skiptavinir erlendis senda myndir sínar á tölvudiski og fá síðan auglýsingarnar til- búnar á rúllum. „Við höfum alla burði til að ná árangri á erlendum mörkuðum því fyrirtækið er mjög framarlega á sínu sviði,“ segir Júhus. Júlíus hefur verið fram- kvæmdastjóri frá stofnun Eureka. Hann segist hafa mikla trú á mætti óhefð- bundinna auglýsinga og mátti sjá merki þess í mark- aðssetningu Eureka þar sem nafn fyrirtækisins birt- istíýmsummyndum, m.a. á strætisvögnum, án þess að greint væri frekar frá starf- semi fyrirtækisins. „íslenskir auglýsendur mættu að ósekju taka meiri áhættu í auglýsingum sínum og reyndar finnst mér vanta meiri djörfung og framsýni í viðskiptaheiminn almennt. En þar spilar kannski inn í þröngt rekstrarumhverfi og óþolinmæði fjárfesta," segir hann. Júhus er þrítugur við- skiptafræðingur með próf frá háskóla í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann lauk námi fyrir fimm árum og hefur áður starfað sem markaðsstjóri hjá Jöfur hf. og sem sölustjóri hjá Heklu hf. Júlíus er fæddur á Akra- nesi en flutti fimm ára með foreldrum sínum í Vestur- bæinn í Reykjavík. Þar með varð Skagamaðurinn að KR- ingi og hann viðurkennir að KR hjartað slái mjög hratt. Júlíus er ógiftur og á einn son, Styr 314 árs, með Lindu Ámadóttur sem er við nám í fatahönnun í París og hefur þegar getið sér gott orð. „Við höfum skipt forræði yfir syninum og því erum við feðgarnir töluvert mikið saman,“ segir Júlíus. Hann segist að vísu vinna mjög mikið en sonurinn gangi fyrir öllu öðru þegar vinn- unni sleppir. „Frítíma mínum eyði ég helst á kaffihúsi í góðra vina hópi. Hins vegar hefur tím- inn til tómstunda verið tak- markaður síðustu mánuði og svo verður líklega áfram um sinn meðan Eureka er að hasla sér völl erlendis," segir Júlíus. TEXTI: JÓHANNA A. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.