Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Side 6

Frjáls verslun - 01.09.1997, Side 6
RITSTJORNARGREIN FEIMNISMAL Laun æðstu stjórnenda í fyrirtækjum á íslandi eru of mikið feimnismál þótt engin rök séu fyrir slíku! Ekkert hlutafélag á hinum almenna hlutabréfamark- aði hefur stigið það skref að tilgreina laun forstjóra síns - heldur hafa félögin látið duga að gefa upp heildarlaun æðstu stjórnenda - ósundiu-liðuð - eins og lög gera raunar ráð fyrir. Og á dögunum neituðu ný- kjörnir stjórnarformenn Landsbankans og Búnaðarbankans að gefa upp laun bankastjóra sinna en bankarnir verða reknir sem hlutafélög frá áramótum. Samkvæmt hlutafélagalögum og reglugerð frá síðasta ári um framsetn- ingu og innihald ársreikninga og sam- stæðureikninga ber að tilgreina heildar- fjárhæð launa, þóknana og ágóðahluta til stjórnenda félags vegna starfa í þágu þess. Með stjórnendum eiga lögin við stjórn félags og þá starfs- menn sem hún ræður. Þótt ekkert hlutafélag hafi enn treyst sér til að birta sundurliðuð laun æðstu stjórn- enda sinna mun koma að þvi einn daginn. Laun for- stjóra hlutafélags á almennum hlutabréfamarkaði geta ekld verið leyndarmál! I lögum um hlutafélög segir að hluthafafúndur fari með vald til að ákveða hvers kyns eftirlitsaðgerðir og til að krefja aðra stjórnaraðila allra þeirra upplýsinga sem hann telur nauðsynlegar. Og orðrétt segir: „Stjórnin er því tvímælalaust skyldug til að gefa upp- lýsingar sem hluthafafundur æskir, jafiivel þótt hún telji að þær upplýsingar geti leitt til tjóns fyrir félagið.” Þetta verður vart skilið á annan veg en þann að stjórn beri að gefa upplýsingar um laun forstjóra og annarra æðstu stjórnenda fari hluthafafimdur fram á það. í raun ætti einhver hluthafi í fyrirtæki, sem skráð er á Verðbréfaþingi íslands, að standa upp á næsta hlut- hafaftmdi og spyija stjómarformanninn um laun æðstu stjórnenda fyrirtækisins. Láta reyna á málið! I þessu máli sem öðrum er mikilvægt að bijóta ísinn! Erlendis þykir það ekld nema sjálf- sagt að greina frá launum forstjóra í fyr- irtækjum á almennum hlutabréfamark- aði. Og þar þyldr sömuleiðis eðlilegt að rit um viðskipti og efnahagsmál íjalli ít- arlega um laun forstjóra. Þær upplýs- ingar eru að sjálfsögðu fengnar frá fyrir- tækjunum sjálfum. Erlendis tíðkast það mjög að tengja laun forstjóra við árang- ur og afkomu fyrirtækjanna. Það er hins vegar afar sjaldgæft hérlendis. Hér hafa forstjórar yfirleitt sömu laun hvort sem fyrirtækin ganga vel eða illa. I könnun, sem birt var í Fijálsri verslun fyrir nokkrum árum og var úr lokaritgerð Halldórs Frið- riks Þorsteinssonar viðskiptafræðings, kom firam að í yfir helmingi tilvika er það stjórnarformaður sem semur við forstjóra um laun hans - og langoftast er sá samningur trúnaðarmál á milli forstjórans og stjórn- arformannsins. Með öðrum orðum; stjórnarmenn vita í mörgum tilvikum ekki hvað forstjóri þeirra hef- ur í laun!!! Slíkt pukur verðiu- að teljast með ólíkind- um. Sömuleiðis kom fram í könnun Halldórs að í um helmingi tilvika fjallar stjórn ekki um frammistöðu forstjórans að honum ljarstöddum! Upplýsingar til hluthafa fyrirtækja á hinum al- menna hlutabréfamarkaði eiga að vera sem ítarlegast- ar. Það getur ekki verið leyndarmál gagnvart hluthöf- um hvað forstjórar hafi í laun og hvort Iqor þeirra geti talist eðlileg miðað við afkomu fyrirtækja! Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 58. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - UTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 - ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFING í bókaverslanir og söluturna á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími: GSM 89-23334. - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.