Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 70
FOLK Jón Erling Ragnarsson, sölustióri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Jón er einn fárra íslendinga sem bæði hefur orðið íslandsmeistari í knattspyrnu, með Fram, og í handknatdeik, með FH. Hann er slingur golfleikari og með 10 í forgjöf. FV-mynd: Kristín Bogadóttír. • • unum og vera í góðu sam- bandi við okkar fjölmörgu viðskiptavini. Þetta er ekk- ert persónulegt en þetta er stríð." Undanfarin ár hefur ákveðin samþjöppun átt sér stað í matvöruverslun á ís- landi, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu þar sem nokkrar stórar verslana- keðjur eru orðnar nær ein- ráðar. Þetta hefur, að sögn Jóns Erlings, að sumu leyti einfaldað starfið þar sem færri aðila þarf að semja við. Á hinn bóginn er meira í húfi í hverju tílviki fyrir sig. „Samningamálin eru gríðarlega mikilvæg í þess- um efnum og þar verður að halda vel á spöðunum." íslendingar drekka einna mest allra þjóða af gos- drykkjum en tölur um hlut einstakra framleiðenda í þeirri neyslu eru ekki opin- berar og eru, að sögn Jóns, ekki gefnar upp. Það eina sem hann vill segja um það mál er að hlutur Egils í gos- drykkjasölu sé vanmetinn. Stærstu mánuðirnir í gosdrykkjasölu eru kring- JON ERLING. OLGERÐINNI ^TTÍ itt starf snýst uin 111 I daglegan rekstur ¦AAJ söludeildar, sam- skipti við erlenda aðila og innlenda viðskiptavini. Okk- ar svæði er Reykjavík, Suð- urnes og Suðurland eða langstærsti hluti markaðar- ins," segir Jón Erling Ragn- arsson, sölustjóri hjá Öl- gerðinni Egill Skallagríms- son hf. Jón Erling sinnir mark- aði þar sem samkeppni er gríðarlega mikil og fram- leiðendur berjast hart um TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON hylli viðskiptavina. Það er tekist á um hylli viðskipta- vina og ekki síður kaup- manna sem selja gosdrykki en uppstilling og framsetn- ing í verslun getur auðveld- lega haft úrslitaáhrif á val neytandans. „Þetta er stöðug barátta. Menn reyna að ná til sín við- skiptum frá öðrum, auka viðskipti þar sem þau eru fyrir og yfirleitt að slaka aldrei á árvekni sinni í þess- um efnum. Þetta snýst mik- ið um að vaka yfir viðskipt- um jól, páska og hluta af sumrinu. Jón segir að stöðugt sé unnið að því að jafna söluna yfir árið og í þeim efnum verði talsvert ágengt. Ölgerðin Egill Skalla- grímsson er meðal grón- ustu iðnfyrirtækja landsins og hefur starfað í Reykjavík frá fyrsta áratug aldarinnar. Fyrirtækið er í nýlegum bækistöðvum á Ár- túnshöfða og ætlar sér stærri hlut því hægt er að auka afköstin þrefalt frá því sem nu er. Jón Erling hefur starfað hjá Ölgerðinni í sex ár. Áður starfaði hann m.a. á Stöð 2 í auglýsinga- og kynningar- deild. Hann var einnig um hríð verslunarstjóri í Spörtu sem er verslun með íþrótta- vörur. „Það var góð reynsla og kenndi mér margt í sölu- tækni." Jón varð stúdent frá Fjöl- braut í Garðabæ 1986 og lærði síðan markaðs- og auglýsingafræði í tvö ár við San José State University í Kaliforníu. Hann ákvað síðan að taka sér frí frá nám- inu um stund en það frí stendur enn. „Það er ómögulegt að segja hvað verður í þeim efnum. Kalifornía er frá- bært land og aldrei of seint að ljúka námi." Jón er giftur Þórunni Dögg Árnadóttur kennara og þau eiga eina dóttur, Unu Brá, sem er fjögurra ára. Annað barn er á leiðinni og væntanlegt í desember, eða í miðri malt- og appelsínver- tíðinni, eins og Jón orðar það. Jón Erling er fyrrverandi keppnismaður í íþróttum en hann lék samtals 15 ár með meistaraflokki FH í knatt- spyrnu og handbolta og spilaði einnig fótbolta með Fram. Hann hætti ekki fyrr en fyrir tveimur árum og segist síðan hafa helgað fjöl- skyldunni eins mikið af frí- tíma sínum og hægt er. „Ég hef mikinn áhuga á golfi og er með 10 í forgjöf. Það hefur ekki gefist mikill timifupp á síðkastið en ég vildi bæta úr því. Golfið er ekkert ólíkt vinnunni að sumu leyti. Það snýst um að fá sem besta skor úr hverri holu og leggja sig allan fram. Annars líður mér best heima hjá mér." 53 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.