Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 33
VIÐTAL
Lífeyrissjóðirnir mega ekki
sitja eftir sem helsta vígi
einokunar og valdaaðstöðu - með
takmarkaða ábyrgð í íslensku
samfélagi.
gera myndarlegt átak á þessu sviði.
Verslunarráðið telur líka að mikilvæg-
um þáttum atvinnulífsins, eins og
landbúnaðinum eða orkugeiranum,
veiti ekki af uppstokkun þannig að
kostir samkeppninnar fái að njóta sín
þar eins og á flestum öðrum sviðum."
Hann leggur áherslu á að nú þegar
Island er orðið hluti af alþjóðlegu við-
skiptaumhverfi skipti máli að þær
starfsreglur, sem viðskiptalífinu eru
settar, séu að minnsta kosti jafn góðar
og helst betri en reglurnar í sam-
keppnislöndunum. „Það teljum við að
ríkið geri best með því að draga úr rík-
isbúskapnum. Við þurfum að eyða
töluvert meiri fjármunum í mennta-
og heilbrigðismál til þess að geta upp-
fyllt þarfir einstaklinganna sem starfa
í þessu samfélagi. Til þess að fá gott
fólk út í viðskiptallfið þarf að hafa gott
menntakerfi. I það þurfum við meira
ijármagn. Það sést á þeim hlutum sem
eru að gerast í dag. Við gerum það
ekki með því að auka skattana. Við
þurfum að geta gert það með því að
ná hagkvæmni í rekstri ríkisbúskapar-
ins. Löggjafinn þarf að skilja það til að
hann verði íljótari að skapa þær leik-
reglur sem við viljum sjá. Ef það tekur
of langan tíma teljum við okkur vera
að missa af tækifærunum.“
FRELSI í LÍFEYRISSJÓÐAKERFINU
Sjálfur hefur Kolbeinn mikinn
áhuga á að komið verði á valfrelsi í líf-
eyrissjóðakerfinu. Hann líkir þeim,
sem segja að skylda eigi fólk til að
vera í ákveðnum lífeyrissjóðum, við þá
sem töldu að ekki mætti gefa útflutn-
ing á fiski frjálsan. Fiskútflutningnum
væri þest þorgið í höndum SH, ÍS og
SIF. Væri útflutningurinn gefinn frjáls
myndu menn bíta augun hver úr öðr-
um á markaðnum. „Annað hefur nú
Menn mega ekki líta á stjórnar-
setu í lífeyrissjóðunum sem tæki-
færi til valda í
þjóðfélaginu. Þessar
vikurnar er verið að takast á um
þetta efni.
komið í ljós. Meginástæðan fyrir bætt-
um hag þjóðarinnar er hvað útflutn-
ingur á fiski gengur margfalt betur eft-
ir að hann var gefinn frjáls. Lífeyris-
sjóðirnir eru að verða það stórir á Ijár-
Kolbeinn líkir þeim, sem segja að
skylda eigi fólk til að
vera í ákveðnum lífeyrissjóðum,
við þá sem töldu að
ekki mætti gefa
útflutning á fiski frjálsan.
magnsmarkaðnum að þeir verða að
spila í sama samkeppnisumhverfi og
aðrir, bæði til að þeir vandi sig og
verndi lífeyrinn og reyni að ávaxta
hann sem best og líka til að þeir skili
sínum íjárfestingum eingöngu með
ávöxtunarmöguleika í huga. Menn
mega ekki líta á stjórnarsetu í lífeyris-
sjóðunum sem tækifæri til valda í
þjóðfélaginu. Þetta finnst mér mjög
mikilvægt og þessar vikurnar er verið
að takast á um þetta.“
Kolbeinn getur þess að Verslunar-
ráð hafi bent á að innan fárra ára verði
Jjármagn lífeyrissjóðanna svipuð upp-
hæð og öll landsframleiðsla Islands.
Meðal annars þess vegna sé útilokað
annað en að þetta svið efnahagslífsins
verði í virku samkeppnisumhverfi. Líf-
eyrissjóðirnir megi ekki sitja eftir sem
helsta vígi einokunar og valdaaðstöðu
með takmarkaða ábyrgð í íslensku
samfélagi. Lífeyrissjóðirnir séu tæki
en ekki markmið í sjálfu sér. „Mark-
miðið er að allir séu tryggðir og tækin
til að ná því markmiði eiga að vera
sem ijölbreyttust og í samræmi við
þarfir einstaklinganna."
MIKIL HUGMYNDASMIÐJA
Um árangur af starfi Verslunarráðs
segir Kolbeinn að ráðið hafi verið sá
aðili sem hrint hafi af stað umræðum í
fijálsræðisátt. Menn vilji hins vegar
ekki beija sér á bijóst. Framfarirnar
séu auðvitað fleirum að þakka. „Versl-
unarráð er mikil hugmyndasmiðja.
Það eru aðilar úr öllum atvinnugrein-
um sem setja í gang mál til framfara.
Eg tel að Verslunarráð hafi komið
mörgu góðu til leiðar og muni halda
atvinnulífiö keldur túlkar þad þœr skodanir sem koma frá atvinnulífinu sjálfu!
33